Hér fyrir neðan hefur MINITALIA tekið saman lista yfir góð kaup í ítölskum rauðvínum sem kosta undir 2.000 krónum, allt virkilega góð vín með tilliti til verðs.
1. Montresor Valpolicella 2012 - Veneto - kr. 1.975
Vínhúsið Montresor er að finna í héraðinu Venteto, nánar tiltekið í nágrenni við borgina Verona. Montresor Valpolicella DOC er framleitt úr þrúgunum Corvina veronese og Rondinella. Hér er um að ræða flott matarvín sem hiklaust er hægt að mæla með á þessu verði.
2. Surani Ares IGT 2012 - Puglia - kr. 1.999
Þetta flotta vín kemur frá héraðinu Púglía sem staðsett er á hælnum á stígvélinu. Þetta vín kemur úr smiðju Tommasi fjölskyldunnar sem þekkt er fyrir vín sem kennd eru við Valpolicella í Veneto. Þetta vín er framleitt úr þrúgunum Primitivo 50%, Negroamaro 30% og Cabernet Sauvignon 20% og fellur það undir skilgreinunguna IGT, eða Indicazione Geografica Tipica. Flott vín á góðu verði.
3. Purato Nero d'Avola Organic 2013 - Sikiley - kr. 1.999
Eina lífræna vínið á listanum kemur frá Sikiley og er hér um að ræða virkilega gott vín. Það er að öllu leyti framleitt úr þrúgunni Nero d'Avola sem er mikið ræktuð á Sikiley og heitir í höfuðið á Avola sem er lítill bær á sunnanverðri eynni. Hérna erum við að tala um að ræða virkilega vel gert vín og ekki skemmir fyrir að það sé framleitt úr lífrænt ræktuðum þrúgum.
4. Fantini Sangiovese 2013 - Abruzzo - kr. 1.999
Þegar maður heyrir talað um þrúguna Sangiovese þá hugsar maður til Toscana en hún er ræktuð víða annars staðar, t.d. í héruðunum Abruzzo og Emilio-Romagna. Þetta vín kemur frá héraðinu Abruzzo og er framleitt að öllu leyti úr Sangiovese. Smellpassar með pizzum og pastaréttum. Svo eru ennþá betri kaup í 1,5 lítra flösku af sama víni en hún kostar einungis kr. 2.999.
5. Leonardo Chianti 2013 - Toskana - kr. 1.999
Í hjarta Chianti-svæðisins í Toscana er að finna smábæinn Vinci en þar er starfandi vínsamlagið Cantine Leonardo sem samanstendur af 200 vínbændum. Þetta er eitt þekktasta vín þessa vínsamlags og er að 85% hluta framleitt úr þrúgunni Sangiovese, 10% úr þrúgunni Merlot og 5% úr hinum ýmsu þrúgum. Vínið er látið þroskast á stáltönkum í 6 mánuði áður en það er sett á flöskur. Hér er um að ræða góðan og einfaldan en þónokkuð kröftugan Chianti á sanngjörnu verði.
Vínhúsið Montresor er að finna í héraðinu Venteto, nánar tiltekið í nágrenni við borgina Verona. Montresor Valpolicella DOC er framleitt úr þrúgunum Corvina veronese og Rondinella. Hér er um að ræða flott matarvín sem hiklaust er hægt að mæla með á þessu verði.
2. Surani Ares IGT 2012 - Puglia - kr. 1.999
Þetta flotta vín kemur frá héraðinu Púglía sem staðsett er á hælnum á stígvélinu. Þetta vín kemur úr smiðju Tommasi fjölskyldunnar sem þekkt er fyrir vín sem kennd eru við Valpolicella í Veneto. Þetta vín er framleitt úr þrúgunum Primitivo 50%, Negroamaro 30% og Cabernet Sauvignon 20% og fellur það undir skilgreinunguna IGT, eða Indicazione Geografica Tipica. Flott vín á góðu verði.
3. Purato Nero d'Avola Organic 2013 - Sikiley - kr. 1.999
Eina lífræna vínið á listanum kemur frá Sikiley og er hér um að ræða virkilega gott vín. Það er að öllu leyti framleitt úr þrúgunni Nero d'Avola sem er mikið ræktuð á Sikiley og heitir í höfuðið á Avola sem er lítill bær á sunnanverðri eynni. Hérna erum við að tala um að ræða virkilega vel gert vín og ekki skemmir fyrir að það sé framleitt úr lífrænt ræktuðum þrúgum.
4. Fantini Sangiovese 2013 - Abruzzo - kr. 1.999
Þegar maður heyrir talað um þrúguna Sangiovese þá hugsar maður til Toscana en hún er ræktuð víða annars staðar, t.d. í héruðunum Abruzzo og Emilio-Romagna. Þetta vín kemur frá héraðinu Abruzzo og er framleitt að öllu leyti úr Sangiovese. Smellpassar með pizzum og pastaréttum. Svo eru ennþá betri kaup í 1,5 lítra flösku af sama víni en hún kostar einungis kr. 2.999.
5. Leonardo Chianti 2013 - Toskana - kr. 1.999
Í hjarta Chianti-svæðisins í Toscana er að finna smábæinn Vinci en þar er starfandi vínsamlagið Cantine Leonardo sem samanstendur af 200 vínbændum. Þetta er eitt þekktasta vín þessa vínsamlags og er að 85% hluta framleitt úr þrúgunni Sangiovese, 10% úr þrúgunni Merlot og 5% úr hinum ýmsu þrúgum. Vínið er látið þroskast á stáltönkum í 6 mánuði áður en það er sett á flöskur. Hér er um að ræða góðan og einfaldan en þónokkuð kröftugan Chianti á sanngjörnu verði.