Vínhúsið Il Poggione er staðsett í Sant Angelo in Colle í Montalcino í Toskana. Þetta vínhús hefur verið rekið af Franceschi fjölskyldunni allt frá lok átjándu aldar en í dag er það fimmta kynslóð fjölskyldunnar sem sér um reksturinn. Il Poggione er ekki einungis einn virtasti framleiðandi vína sem kennd eru við Brunello di Montalcino heldur er það eitt fyrsta vínhúsið sem hóf framleiðslu á þessum tiltölulega unga vínstíl sem varð til um miðja síðustu öld.
Í Montalcino, í nágrenni Siena í héraðinu Toskana, eru framleidd heimsklassavín úr afbrigði af þrúgunni Sangiovese sem nefnist Brunello. Þekktasta vín svæðisins heitir Brunello di Montalcino sem er látið þroskast á tunnum í að minnsta kosti tvö ár og ennfremur að minnsta kosti fjóra mánuði á flösku.
Hér er um að ræða sjálft Brunello di Montalcino frá þessu fræga vínhúsi, Tenuta il Poggione, sem er að öllu leyti framleitt úr þrúgunni Brunello sem kemur af yfir 20 ára gömlum vínvið. Vínið er fyrst látið þroskast í hvorki meira né minna en 36 mánuði á frönskum eikartunnum áður en það er látið þroskast í ákveðinn tíma á flösku áður en það er sett á markað.
Þetta rúbínrauða vín mætir manni með þroskuðum en flóknum angan af rauðum ávexti, þó nokkuð krydd og keimur af leðri og kakó. Þétt og mikið vín í munni, ákaft og kraftmikið. Mikill hiti, mikið jafnvægi og flauelsmjúk tannín. Mikið og viðvarandi eftirbragð. Virkilega góð sýra sem lofar góðu fyrir langlífi þessa víns.
Il Poggione Brunello di Montalcino 2009 fær fimm stjörnur - FRÁBÆRT VÍN SEM KOSTAR SITT, eða kr. 7.390
Hér erum að ræða magnað vín sem fer vel með rauðu kjöti, villibráð og þroskuðum ostum.
Hér er um að ræða sjálft Brunello di Montalcino frá þessu fræga vínhúsi, Tenuta il Poggione, sem er að öllu leyti framleitt úr þrúgunni Brunello sem kemur af yfir 20 ára gömlum vínvið. Vínið er fyrst látið þroskast í hvorki meira né minna en 36 mánuði á frönskum eikartunnum áður en það er látið þroskast í ákveðinn tíma á flösku áður en það er sett á markað.
Þetta rúbínrauða vín mætir manni með þroskuðum en flóknum angan af rauðum ávexti, þó nokkuð krydd og keimur af leðri og kakó. Þétt og mikið vín í munni, ákaft og kraftmikið. Mikill hiti, mikið jafnvægi og flauelsmjúk tannín. Mikið og viðvarandi eftirbragð. Virkilega góð sýra sem lofar góðu fyrir langlífi þessa víns.
Il Poggione Brunello di Montalcino 2009 fær fimm stjörnur - FRÁBÆRT VÍN SEM KOSTAR SITT, eða kr. 7.390
Hér erum að ræða magnað vín sem fer vel með rauðu kjöti, villibráð og þroskuðum ostum.