Vínhúsið Cecchi er eitt af þessum gamalgrónu í Toscana, stofnað árið 1893 af Luigi Cecchi og fljótlega fór sonur hans, Cesare Cecchi, að starfa við hlið föður síns. Vínhúsið Cecchi hefur ávallt lagt mikla áherslu á að framleiða klassísk og vönduð vín sem trú eru uppruna sínum.
Vínið sem hér um ræðir, Cecchi Chianti Classico DOCG 2012, er þar engin undantekning. Það er framleitt 90% úr þrúgunni Sangiovese en afgangurinn samanstendur af hinum ýmsu þrúgutegundum. Vínið er fyrst látið þroskast á eikartunnum í 6 mánuði og svo látið þroskast í að minnsta kosti 2 mánuði á flösku áður en það er sett á markað.
Þetta vín er rúbínrautt með þéttum ilm af dökkum ávexti, blómum og jafnvel keimur af leðri. Mikið bragð með nokkuð löngu eftirbragði. Mikið af kirsuberjum ásamt kanil og anís, skógarbotn. Vínið er ungt, fersk sýra, tannínin pínulítið hrjúf og vantar mögulega dálitla mýkt. Ég mæli með að umhella þessu víni að minnsta kosti klukkustund áður. Hér er um að ræða ágætis Chianti Classico á fínu verði.
Cecchi Chianti Classico DOCG 2012 fær þrjár og hálfa stjörnu - ÁGÆTIS KAUP á þessu verði, kr. 2.564.
Chianti Classico eru yfirleitt virkilega góð matarvín og þetta vín er engin undantekning þar á, hentar t.d. vel með bragðmiklum pastaréttum, prófið t.d. með Kjúkling veiðimannsins eða Eggaldin með parmesan.
Þetta vín er rúbínrautt með þéttum ilm af dökkum ávexti, blómum og jafnvel keimur af leðri. Mikið bragð með nokkuð löngu eftirbragði. Mikið af kirsuberjum ásamt kanil og anís, skógarbotn. Vínið er ungt, fersk sýra, tannínin pínulítið hrjúf og vantar mögulega dálitla mýkt. Ég mæli með að umhella þessu víni að minnsta kosti klukkustund áður. Hér er um að ræða ágætis Chianti Classico á fínu verði.
Cecchi Chianti Classico DOCG 2012 fær þrjár og hálfa stjörnu - ÁGÆTIS KAUP á þessu verði, kr. 2.564.
Chianti Classico eru yfirleitt virkilega góð matarvín og þetta vín er engin undantekning þar á, hentar t.d. vel með bragðmiklum pastaréttum, prófið t.d. með Kjúkling veiðimannsins eða Eggaldin með parmesan.