Í hjarta víngerðarsvæðisins Chianti Classico er að finna vínhúsið Castello di Fonterutoli sem hefur verið í eigu Mazzei fjölskyldunnar síðan 1435. Castello di Fonterutoli ræktar vínvið á yfir 115 hekturum með mestri áherslu á þrúguna sangiovese líkt og annars staðar í Chianti Classico. Vínræktarsvæði vínhússins skiptist á fimm svæði í Chianti Classico, þ.e. Fonteruoli, Siepi, Badiola, Belvedere og Caggio. Allar þrúgur eru handtíndar á mismunandi tímum til að hámarka gæði framleiðslunnar.
Í vínbúð allra landsmanna er hægt að nálgast "château" vín þessa virta vínhúss sem ber einfaldlega nafnið Castello Fonterutoli. Það er framleitt að 92% hluta úr þrúgunni Sangiovese en 8% er blanda af þrúgunum Malvasia Nera og Colorino. Þrúgurnar í þetta vín koma frá 50 mismunandi svæðum í eigu vínhússins og endurspeglar þar af leiðandi vel þær 36 tegundir af þrúgunni sangiovese sem ræktaðar eru á landareign Castello Fonterutoli. Vínið er fyrst látið þroskast á litlum frönskum í 20 mánuði áður en það er látið þroskast á flöskum í töluverðan tíma áður en það er sett á markað.
Lýsing: Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra þétt tannín. Rauð ber, sultuð kirsuber, jörð, krydd, lyng, eik.
Einkunnir ýmissa fagaðila: James Suckling : 94/100 – Robert Parker: 94/100 – Vious: 94/100 – CellarTracker : 89/100 – Decanter: 17,5/20 – Vinotek: 4,5 stjörnur.
Castello Fonterutoli 2010 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 7.767.
Njótið þessa góða matarvíns t.d. með góðri nautasteik, léttri villibráð eða þroskuðum ostum.
Í vínbúð allra landsmanna er hægt að nálgast "château" vín þessa virta vínhúss sem ber einfaldlega nafnið Castello Fonterutoli. Það er framleitt að 92% hluta úr þrúgunni Sangiovese en 8% er blanda af þrúgunum Malvasia Nera og Colorino. Þrúgurnar í þetta vín koma frá 50 mismunandi svæðum í eigu vínhússins og endurspeglar þar af leiðandi vel þær 36 tegundir af þrúgunni sangiovese sem ræktaðar eru á landareign Castello Fonterutoli. Vínið er fyrst látið þroskast á litlum frönskum í 20 mánuði áður en það er látið þroskast á flöskum í töluverðan tíma áður en það er sett á markað.
Lýsing: Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra þétt tannín. Rauð ber, sultuð kirsuber, jörð, krydd, lyng, eik.
Einkunnir ýmissa fagaðila: James Suckling : 94/100 – Robert Parker: 94/100 – Vious: 94/100 – CellarTracker : 89/100 – Decanter: 17,5/20 – Vinotek: 4,5 stjörnur.
Castello Fonterutoli 2010 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 7.767.
Njótið þessa góða matarvíns t.d. með góðri nautasteik, léttri villibráð eða þroskuðum ostum.