Í vínbúð allra landsmanna má finna þónokkuð úrval af ítölskum rauðvínum í hinum ýmsu gæða- og verðflokkum. Hlutfall verðs og gæða getur verið mjög mismunandi og þar af leiðandi hægt að finna virkilega góð vín á hlutfallslega lágu verði. Góð vín þurfa ekkert endilega að vera svakalega dýr :-)
Hér fyrir neðan hefur Minitalia tekið saman lista yfir bestu kaupin í ítölskum rauðvínum sem kosta undir kr. 2.600, allt virkilega góð vín í hlutfalli við verð:
Piccini Chianti DOCG 2013 - kr. 1.778
Ungur og einfaldur Chianti sem vert er að mæla með, flott vín að teknu tilliti til verðs. Framleitt úr þrúgunum Sangiovese 95% og Ciliegiolo 5%. Passar vel með pizzum og léttum pastaréttum.
Ungur og einfaldur Chianti sem vert er að mæla með, flott vín að teknu tilliti til verðs. Framleitt úr þrúgunum Sangiovese 95% og Ciliegiolo 5%. Passar vel með pizzum og léttum pastaréttum.
Romio Montepulciano d‘Abruzzo 2012 - kr. 1.798
Ungt og sprækt vín frá héraðinu Abruzzo, framleitt að öllu leyti úr þrúgunni Montepulciano d‘Abruzzo. Fínt pastavín á góðu verði.
Ungt og sprækt vín frá héraðinu Abruzzo, framleitt að öllu leyti úr þrúgunni Montepulciano d‘Abruzzo. Fínt pastavín á góðu verði.
Banfi Rivo al Poggio 2012 - kr. 1.876
Banfi Rivo al Poggio er einfalt og þægilegt vín sem kemur frá vínhúsinu Castello Banfi í Toscana. Það er framleitt úr ítölsku þrúgunni Sangiovese og frönsku þrúgunum Syrah og Merlot. Virkilega fínt matarvín sem hæglega er hægt að mæla með á þessu verði.
Banfi Rivo al Poggio er einfalt og þægilegt vín sem kemur frá vínhúsinu Castello Banfi í Toscana. Það er framleitt úr ítölsku þrúgunni Sangiovese og frönsku þrúgunum Syrah og Merlot. Virkilega fínt matarvín sem hæglega er hægt að mæla með á þessu verði.
Fantini Sangiovese 2013 - kr. 1.975
Þegar maður heyrir talað um þrúguna Sangiovese þá hugsar maður til Toscana en hún er ræktuð víða annars staðar, t.d. í héruðunum Abruzzo og Emilio-Romagna. Þetta vín kemur frá héraðinu Abruzzo og er framleitt að öllu leyti úr Sangiovese. Smellpassar með pizzum og pastaréttum.
Þegar maður heyrir talað um þrúguna Sangiovese þá hugsar maður til Toscana en hún er ræktuð víða annars staðar, t.d. í héruðunum Abruzzo og Emilio-Romagna. Þetta vín kemur frá héraðinu Abruzzo og er framleitt að öllu leyti úr Sangiovese. Smellpassar með pizzum og pastaréttum.
Leonardo Chianti 2012 - kr. 1.999
Í hjarta Chianti-svæðisins í Toscana er að finna smábæinn Vinci en þar er starfandi vínsamlagið Cantine Leonardo sem samanstendur af 200 vínbændum. Þetta er eitt þekktasta vín þessa vínsamlags og er að 85% hluta framleitt úr þrúgunni Sangiovese, 10% úr þrúgunni Merlot og 5% úr hinum ýmsu þrúgum. Vínið er látið þroskast á stáltönkum í 6 mánuði áður en það er sett á flöskur. Hér er um að ræða góðan og einfaldan en þónokkuð kröftugan Chianti á sanngjörnu verði.
Í hjarta Chianti-svæðisins í Toscana er að finna smábæinn Vinci en þar er starfandi vínsamlagið Cantine Leonardo sem samanstendur af 200 vínbændum. Þetta er eitt þekktasta vín þessa vínsamlags og er að 85% hluta framleitt úr þrúgunni Sangiovese, 10% úr þrúgunni Merlot og 5% úr hinum ýmsu þrúgum. Vínið er látið þroskast á stáltönkum í 6 mánuði áður en það er sett á flöskur. Hér er um að ræða góðan og einfaldan en þónokkuð kröftugan Chianti á sanngjörnu verði.
Librandi Ciro Rosso 2011 - kr. 2.026
Þetta stórgóða vín kemur frá héraðinu Calabria sem staðsett er syðst á Ítalíu og er framleitt að öllu leyti úr þrúgunni Gaglioppo sem upprunin er í héraðinu, má líkja henni að nokkru leyti við frönsku þrúguna Pinot Noir. Flott vín á stórgóðu verði.
Þetta stórgóða vín kemur frá héraðinu Calabria sem staðsett er syðst á Ítalíu og er framleitt að öllu leyti úr þrúgunni Gaglioppo sem upprunin er í héraðinu, má líkja henni að nokkru leyti við frönsku þrúguna Pinot Noir. Flott vín á stórgóðu verði.
Banfi Centine Toscana IGT 2011 – kr. 2.370
Hérna kemur annað vín frá hinu stórgóða vínhúsi, Castello Banfi í Toscana. Þetta vín er framleitt að 60% hluta úr þrúgunni Sangiovese en afgangurinn skiptist á milli frönsku þrúganna Cabernet Sauvignon og Merlot. Þetta er virkilega flott vín með bragðmiklum pastaréttum, gæti gengið með léttri villibráð og einnig miðlungs þroskuðum ostum.
Hérna kemur annað vín frá hinu stórgóða vínhúsi, Castello Banfi í Toscana. Þetta vín er framleitt að 60% hluta úr þrúgunni Sangiovese en afgangurinn skiptist á milli frönsku þrúganna Cabernet Sauvignon og Merlot. Þetta er virkilega flott vín með bragðmiklum pastaréttum, gæti gengið með léttri villibráð og einnig miðlungs þroskuðum ostum.
Cecchi Chianti Classico - kr. 2.564
Vínhúsið Cecchi er eitt af þessum gamalgrónu í Toscana sem ávallt hefur lagt mikla áherslu á að framleiða klassísk og vönduð vín. Vínið sem hér um ræðir, Cecchi Chianti Classico DOCG 2011, er framleitt 90% úr þrúgunni Sangiovese en afgangurinn samanstendur af hinum ýmsu þrúgutegundum. Vínið er fyrst látið þroskast á eikartunnum í 6 mánuði og svo látið þroskast í að minnsta kosti 2 mánuði á flösku áður en það er sett á markað. Hér er um að ræða virkilega gott Chianti Classico vín á mjög góðu verði. Flott með bragðmiklum pastasósum og jafnvel góðri nautasteik, lambakjöti eða léttri villibráð.
Vínhúsið Cecchi er eitt af þessum gamalgrónu í Toscana sem ávallt hefur lagt mikla áherslu á að framleiða klassísk og vönduð vín. Vínið sem hér um ræðir, Cecchi Chianti Classico DOCG 2011, er framleitt 90% úr þrúgunni Sangiovese en afgangurinn samanstendur af hinum ýmsu þrúgutegundum. Vínið er fyrst látið þroskast á eikartunnum í 6 mánuði og svo látið þroskast í að minnsta kosti 2 mánuði á flösku áður en það er sett á markað. Hér er um að ræða virkilega gott Chianti Classico vín á mjög góðu verði. Flott með bragðmiklum pastasósum og jafnvel góðri nautasteik, lambakjöti eða léttri villibráð.