Americano er ítalskur kokkteill sem fyrst var borinn fram á kaffihúsinu Caffé Campari í Mílanó í kringum 1860. Upphaflega varð drykkurinn þekktur undir nafninu Mílanó-Tórínó þar sem aðalhráefni hans koma frá þessum tveimur borgum, þ.e. Campari frá Mílanó og Martini Rosso frá Tórínó. En með tíð og tíma varð drykkurinn heimsfrægur undir nafninu Americano vegna mikilla vinsælda hans á þeim slóðum.
Hráefni
1) 3 cl. Campari 2) 3 cl. Martini Rosso 3) Skvetta af sódavatni 4) Hálf appelsínusneið til skreytingar.
Aðferð
1) Hellið Campari og Martini Rosso í Old fashion glas með klaka og hrærið varlega saman. 2) Bætið út í smá skvettu af sódavatni. 3) Skreytið með hálfri sneið af appelsínu.
1) 3 cl. Campari 2) 3 cl. Martini Rosso 3) Skvetta af sódavatni 4) Hálf appelsínusneið til skreytingar.
Aðferð
1) Hellið Campari og Martini Rosso í Old fashion glas með klaka og hrærið varlega saman. 2) Bætið út í smá skvettu af sódavatni. 3) Skreytið með hálfri sneið af appelsínu.