Vínhúsið Barone Ricasoli er eitt það elsta í heiminum sem verið hefur starfandi samfellt frá stofnun eða allt frá árinu 1141. Það má því segja að saga Ricasoli-fjölskyldunnar sé samofin sögu og þróun vínræktar í héraðinu Toskana á Ítalíu. Ricasoli-fjölskyldan á m.a. heiðurinn af upprunalegu þrúgusamsetningu Chianti-vínanna sem var í gildi þar til henni var breytt árið 1996 til þess að gefa vínframleiðendum aukinn sveigjanleika.
Vínframleiðendur í Chianti eru í dag skyldugir til að nota að minnsta kosti 80% af þrúgunum Sangiovese við framleiðslu á Chianti Classico DOCG. Mikið hefur verið slakað á reglum undanfarin ár og hafa framleiðendur mun meira frjálsræði í dag en þeir höfðu fyrir nokkrum áratugum, t.d. þurfa framleiðendur í dag ekki að nota þrúgurnar Trebbiano, Malvasia og Canaiolo við gerð Chianti-vína og ennfremur leyfist þeim að nota 15% hlutfall af þrúgum á borð við Cabernet Sauvignon og Merlot.
Vínið sem hér um ræðir, Brolio Chianti Classico DOCG 2014, er einmitt framleitt að 80% hluta úr þrúgunni Sangiovese, 15% úr Merlot og að endingu 5% úr Cabernet Sauvignon (5%). Vínið er fyrst látið þroskast í 9 mánuði á eikartunnum og síðan látið þroskast áfram á flöskum í 3-5 mánuði áður en það er sett á markað.
Veðurfarslega séð í Toskana var árið 2014 mjög óvenjulegt, jafnvel svo sérstakt að elstu muna ekki eftir öðru eins. Veturinn var óvenjulega hlýr og vætusamur, enda um að ræða hlýjasta vetur á þessum slóðum síðan 1834. Þegar leið fram á vorið breyttust hlutirnir lítið, hitastigið hækkaði hægt og rólega en vætan hélt áfram. Svo kom sumarið með hita undir meðallagi með þó nokkurri vætu og töluverðum raka. En til allrar hamingju kom bjartur og sólríkur september eins og himnasending og bjargaði víða uppskerutímabilinu.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af kirsuberjum, vanillu og krydduðum tónum. Mikil fylling, fersk sýra, mjúk tannín og þó nokkuð langt eftirbragð. Flott vín í góðu jafnvægi.
Brolio Chianti Classico DOCG 2013 fær fjórar stjörnur – GÓÐ KAUP á þessu verði, kr. 3.449.
Flott matarvín sem hentar virkilega vel með rauðu kjöti, sérstaklega lambakjöti, einnig villibráð í léttari kantinum og svo smellpassar það líka með bragðmiklum pastaréttum.
Í HNOTSKURN: Flott matarvín í góðu jafnvægi, mikil fylling og þó nokkru eftirbragði.
Vínið sem hér um ræðir, Brolio Chianti Classico DOCG 2014, er einmitt framleitt að 80% hluta úr þrúgunni Sangiovese, 15% úr Merlot og að endingu 5% úr Cabernet Sauvignon (5%). Vínið er fyrst látið þroskast í 9 mánuði á eikartunnum og síðan látið þroskast áfram á flöskum í 3-5 mánuði áður en það er sett á markað.
Veðurfarslega séð í Toskana var árið 2014 mjög óvenjulegt, jafnvel svo sérstakt að elstu muna ekki eftir öðru eins. Veturinn var óvenjulega hlýr og vætusamur, enda um að ræða hlýjasta vetur á þessum slóðum síðan 1834. Þegar leið fram á vorið breyttust hlutirnir lítið, hitastigið hækkaði hægt og rólega en vætan hélt áfram. Svo kom sumarið með hita undir meðallagi með þó nokkurri vætu og töluverðum raka. En til allrar hamingju kom bjartur og sólríkur september eins og himnasending og bjargaði víða uppskerutímabilinu.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af kirsuberjum, vanillu og krydduðum tónum. Mikil fylling, fersk sýra, mjúk tannín og þó nokkuð langt eftirbragð. Flott vín í góðu jafnvægi.
Brolio Chianti Classico DOCG 2013 fær fjórar stjörnur – GÓÐ KAUP á þessu verði, kr. 3.449.
Flott matarvín sem hentar virkilega vel með rauðu kjöti, sérstaklega lambakjöti, einnig villibráð í léttari kantinum og svo smellpassar það líka með bragðmiklum pastaréttum.
Í HNOTSKURN: Flott matarvín í góðu jafnvægi, mikil fylling og þó nokkru eftirbragði.