Risotto alla Parmigiana er bragðgóður réttur, ættaður frá héraðinu Emilia-Romagna. Það má segja að þessi réttur sé grunnurinn að öllum öðrum réttum sem tengja sig við risotto því út í þennan rétt er hægt að bæta nánast hverju sem, t.d. sveppum, aspas, tómötum, saffran o.s.frv.
Hráefni
1) 500 gr risotto-grjón, helst carnaroli en annars arborio 2) ca. 1,5 líter af kjötsoði 3) 1 laukur 4) 2 msk ólífuolía 4) 120 gr smjör 5) 100 gr Parmigiano Reggiano 6) salt
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið saxaðan laukinn við lágan hita í ca. 10 mínutur. Laukurinn má alls ekki verða brúnn heldur á að steikja hann þar til að hann verður gegnsær. 2) Bætið grjónunum á pönnuna, hækkið hitann, steikið í tvær mínútur og hrærið vel á meðan 3) Lækkið hitann og setjið út í eina ausu af soði á pönnuna og hrærið annað slagið. 4) Haldið áfram að bæta við soði eftir þörfum og hrærið annað slagið þar til grjónin eru tilbúinn, eftir ca 16-18 mínútur. 5) Saltið eftir þörfum. 6) Fjarlægið pönnuna af hitanum og hrærið smjörinu saman við. 7) Að lokum er ostinum bætt við og öllu hrært vel saman.
1) 500 gr risotto-grjón, helst carnaroli en annars arborio 2) ca. 1,5 líter af kjötsoði 3) 1 laukur 4) 2 msk ólífuolía 4) 120 gr smjör 5) 100 gr Parmigiano Reggiano 6) salt
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið saxaðan laukinn við lágan hita í ca. 10 mínutur. Laukurinn má alls ekki verða brúnn heldur á að steikja hann þar til að hann verður gegnsær. 2) Bætið grjónunum á pönnuna, hækkið hitann, steikið í tvær mínútur og hrærið vel á meðan 3) Lækkið hitann og setjið út í eina ausu af soði á pönnuna og hrærið annað slagið. 4) Haldið áfram að bæta við soði eftir þörfum og hrærið annað slagið þar til grjónin eru tilbúinn, eftir ca 16-18 mínútur. 5) Saltið eftir þörfum. 6) Fjarlægið pönnuna af hitanum og hrærið smjörinu saman við. 7) Að lokum er ostinum bætt við og öllu hrært vel saman.