Pizza Bismarck er gómsæt og líka pínulítið skemmtileg pizza þar sem egg eru spæld á henni síðustu mínúturnar. Það er síðan í valdi hvers og eins hversu mikið hann vill láta eggin spælast en mér finnst best að hafa rauðuna mjúka, skera svo í hana og dreifa henni að lokum yfir alla pizzuna.
Hráefni
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) Mozzarella 4) Skinka 5) 1-2 egg 6) Ólífuolía
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 3) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 4) Setjið síðan skinkuna á pizzuna. 5) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið pizzuna inn í brennandi heitan ofninn. 6) Þegar nokkrar mínútur eru eftir af bökunartímanum þá takið þið pizzuna út úr ofninum, brjótið 1-2 egg yfir hana og látið hana síðan aftur inn í ofninn. 7) Látið pizzuna bakast þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og eggin líta út eins og ekta spælegg.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru yndislegt fyrirbæri og verða alltaf betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni.
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) Mozzarella 4) Skinka 5) 1-2 egg 6) Ólífuolía
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 3) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 4) Setjið síðan skinkuna á pizzuna. 5) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið pizzuna inn í brennandi heitan ofninn. 6) Þegar nokkrar mínútur eru eftir af bökunartímanum þá takið þið pizzuna út úr ofninum, brjótið 1-2 egg yfir hana og látið hana síðan aftur inn í ofninn. 7) Látið pizzuna bakast þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og eggin líta út eins og ekta spælegg.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru yndislegt fyrirbæri og verða alltaf betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni.