Sagan á bak við þennan rétt er ekki alveg á hreinu en eitt er víst að rétturinn er uppruninn frá Napólí. Upprunalega samanstendur þessi sósa af tómötum, hvítlauk, ferskri steinselju og þurrkuðu oregano en í þessari útfærslu er bætt um betur og einnig notast við ansjósur, kapers og hvítlauk. Þessi bragðmikla sósa nýtur góðs af dásamlegum kryddjurtum og flottu hvítvíni ásamt himneskum safa úr dúndur nautakjöti. Oft er borið fram spaghettí með þessum rétti en að þessu sinni varð tagliatelle fyrir valinu. Þessi réttur sló gjörsamlega í gegn og naut sin til hins ítrasta í góðu félagsskap með rauðvíni frá Toskana, Isole e Olena Chianti Classico 2013.
Hráefni
1) tvær, ca. 2 cm þykkar, nautasteikur, t.d. sirloin 2) 250 gr af afhýddum ferskum tómötum 3) 1-1,5 dl af vatni 4) 4 stk ansjósuflök, skorin smátt 5) 3 hvítlauksgeirar, skornir gróft 6) 1 msk af kapers 7) hálfur chillibelgur, skorinn smátt 8) 300 gr. tagliatelle 9) salt 10) pipar 11) þurrkað oregano 12) fersk steinselja
Aðferð
1) Kryddið steikurnar með salti og pipar. 2) Hitið ólífuolíu á góðri pönnu. 3) Setjið steikurnar á pönnuna og steikið þær í eina mínútu sekúndur á hvorri hlið. 4) Hellið góðu hvítvínsglasi yfir steikurnar og látið það sjóða niður til hálfs.
1) tvær, ca. 2 cm þykkar, nautasteikur, t.d. sirloin 2) 250 gr af afhýddum ferskum tómötum 3) 1-1,5 dl af vatni 4) 4 stk ansjósuflök, skorin smátt 5) 3 hvítlauksgeirar, skornir gróft 6) 1 msk af kapers 7) hálfur chillibelgur, skorinn smátt 8) 300 gr. tagliatelle 9) salt 10) pipar 11) þurrkað oregano 12) fersk steinselja
Aðferð
1) Kryddið steikurnar með salti og pipar. 2) Hitið ólífuolíu á góðri pönnu. 3) Setjið steikurnar á pönnuna og steikið þær í eina mínútu sekúndur á hvorri hlið. 4) Hellið góðu hvítvínsglasi yfir steikurnar og látið það sjóða niður til hálfs.
5) Takið sneiðarnar af pönnunni og leggið til hliðar. 6) Bætið hvítlauk, ansjósum, chilli, kapers og þurrkuðu oregano á pönnuna og steikið í 2-3 mínútur. 7) Þá er kominn tími til að bæta tómötunum saman við ásamt 1-1,5 dl af vatni. 8) bætið svo ferskri steinselju yfir herlegheitin.
9) blandið öllu vel saman. Saltið og piprið. Setjið nú lok á pönnuna og látið þetta malla við miðlungshita í 10-15 mínútur. Á þessum tímapunkti er tilvalið að fara huga að því að sjóða pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Ef þú vilt vita allt um pastasuðu ýttu þá hér. 10) Nú er komið að því að setja steikurnar aftur á pönnuna. 11) Setjið sósuna yfir steikurnar og látið þær malla í sósunni síðustu 3-4 mínúturnar. 12) Setjið fyrst tagliatelle á disk, leggið steikurnar ofan á, hellið sósunni yfir herlegheitin og berið réttinn strax fram.
Með þessum rétti mælir MINITALIA með Isole e Olena Chianti classico 2013
Í hjarta svæðisins Chianti Classico í héraðinu Toskana, nánar tiltekið mitt á milli borganna Flórens og Siena, er að finna vínhúsið Isole e Olena, eitt allra besta og athyglisverðasta vínhús þessa dásamlega héraðs. Í dag er vínhúsið rekið af Paolo De Marchi og hans fjölskyldu. Paolo De Marchi hefur að mörgu leyti haldið fast í sérkenni svæðisins með því að leggja mikla alúð í ræktun staðbundnu þrúgunnar Sangiovese en leitar á sama tíma stöðugt leiða til að bæta sín stórkostlegu vín.
Isole e Olena Chianti Classico 2013 er framleitt úr þrúgunum Sangiovese 80%, Canaiolo 15% og Syrah 5%. Þetta vín er fyrst látið þroskast á tiltölulega litlum eikartunnum í 12 mánuði og síðan er það látið þroskast áfram í 3-4 mánuði á flöskum áður en það er sett á markað.
Þetta kirsuberjarauða vín tekur á móti manni með angan af dökkum ávexti, kirsuber. Rauður ávöxtur í munni, pínulítið kryddað, vottur af steinefnum og þónokkur eik. Mikil og fersk sýra, mjúk tannín. Virkilega flott matarvín. Góður karakter í flottu jafnvægi, flauelsmjúkt með meðallöngu eftirbragði. Þetta er vín sem gerir góðan mat betri og vínið sjálft verður líka betra með góðum mat.
Isole e Olena Chianti Classico 2013 er framleitt úr þrúgunum Sangiovese 80%, Canaiolo 15% og Syrah 5%. Þetta vín er fyrst látið þroskast á tiltölulega litlum eikartunnum í 12 mánuði og síðan er það látið þroskast áfram í 3-4 mánuði á flöskum áður en það er sett á markað.
Þetta kirsuberjarauða vín tekur á móti manni með angan af dökkum ávexti, kirsuber. Rauður ávöxtur í munni, pínulítið kryddað, vottur af steinefnum og þónokkur eik. Mikil og fersk sýra, mjúk tannín. Virkilega flott matarvín. Góður karakter í flottu jafnvægi, flauelsmjúkt með meðallöngu eftirbragði. Þetta er vín sem gerir góðan mat betri og vínið sjálft verður líka betra með góðum mat.