Linguini með humri er sannkallaður hátíðarréttur, frábær sem fyrsti réttur á undan villibráðinni á aðfangadagskvöld. Allt gert frá grunni; skeljarnar steiktar upp úr hvítvíni og síðan er bætt út í chilli, hvítlauk, ansjósum, kapers, tómötum og steinselju og niðurstaðan dásamleg pastasósa sem fær mann til að loka augunum og ímynda sér að maður sé staddur í litlu fiskiþorpi á ítölsku riveríunni, umvafinn fjölskyldu og vinum.
Í þessum rétti koma saman tvö mögnuð fyrirbæri, annars vegar ítölsk matreiðsla og hins vegar íslenskur humar. Fullkomin samsetning sem getur ekki klikkað.
Í þessum rétti koma saman tvö mögnuð fyrirbæri, annars vegar ítölsk matreiðsla og hins vegar íslenskur humar. Fullkomin samsetning sem getur ekki klikkað.
Hráefni fyrir fjóra
1) 400 gr linguine, að sjálfsögðu líka hægt að nota spaghettí 2) 1 kg humarhalar í skelinni 3) 1 stk laukur 4) 2 stk gulrætur 5) 2 stk meðalstórir chillibelgir 6) 1 stk dós af niðursoðnum tómötum 7) 400 ml af heitu vatni 8) ólífuolía 9) hvítvín 10) hvítlaukur, smátt saxaður 11) 1 búnt steinselja 12) 1 msk ansjósur 13) 1 væn kreista úr ferskri sítrónu 14) 1 msk kapers 15) salt
Aðferð
1) Skelfléttið humarinn, leggið humarinn til hliðar. Brjótum skeljarnar af humrinum í aðeins minni einingar. Hitið ólífuolíu á þó nokkuð djúpri pönnu, einnig hægt að nota góðan pott í verkið og setjið humarskeljarnar á pönnuna. 2) Hellið vænni slettu af hvítvíni yfir skeljarnar og látum þetta stikna í 1-2 mínútur 3) Bætum einum chillibelg, skornum til helminga eftir endilöngu og þremur geirum af hvítlauk, líka skornum til helminga. 4) Á sama tíma bætum við saman við söxuðum ansjósum og kapers.
1) 400 gr linguine, að sjálfsögðu líka hægt að nota spaghettí 2) 1 kg humarhalar í skelinni 3) 1 stk laukur 4) 2 stk gulrætur 5) 2 stk meðalstórir chillibelgir 6) 1 stk dós af niðursoðnum tómötum 7) 400 ml af heitu vatni 8) ólífuolía 9) hvítvín 10) hvítlaukur, smátt saxaður 11) 1 búnt steinselja 12) 1 msk ansjósur 13) 1 væn kreista úr ferskri sítrónu 14) 1 msk kapers 15) salt
Aðferð
1) Skelfléttið humarinn, leggið humarinn til hliðar. Brjótum skeljarnar af humrinum í aðeins minni einingar. Hitið ólífuolíu á þó nokkuð djúpri pönnu, einnig hægt að nota góðan pott í verkið og setjið humarskeljarnar á pönnuna. 2) Hellið vænni slettu af hvítvíni yfir skeljarnar og látum þetta stikna í 1-2 mínútur 3) Bætum einum chillibelg, skornum til helminga eftir endilöngu og þremur geirum af hvítlauk, líka skornum til helminga. 4) Á sama tíma bætum við saman við söxuðum ansjósum og kapers.
5) Svo setjum við út á pönnuna lauk, 6) gulrótum og 7) steinselju saman við. Hrærið þessu vel saman og látum þetta síðan stikna áfram í 2-3 mínútur. 8) Þá er komið að því að bæta saman við einni dós af niðursoðnum tómötum ásamt öðru eins af heitu vatni.
9) Blöndum þessu öllu vel saman og látum bullsjóða í 25-30 mínútur. 10) Síu sósuna í gegnum sigti og munið að ná öllum safanum úr skeljunum. Leggjum sósuna til hliðar, gott er að setja hana í lítinn pott og halda henni heitri. Á þessum tímapunkti er tilvalið að sjóða pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Ef þú vilt vita allt um pastasuðu ýttu þá hér. Látum sósuna aftur á pönnuna og látum þetta áfram í nokkrar mínútur. Á þessu tímapunkti er um að gera að smakka sósuna til, saltið eftir smekk. 11) Hitið ólífuolíu á pönnu og bætið einum chillibelg ásamt þremur hvítlauksgeirum, skornum skornum nokkuð gróft. Látið þetta svitna í pínulitla stund. 12) Skerið humarinn í passlega bita, u.þ.b. 1-2 cm á breidd, og bætið honum á pönnuna ásamt smá skvettu af hvítvíni og vænni kreistu af sítrónu.
13) Hellið sjálfri sósunni yfir humarinn. 14) Bætið svo pastanu saman við og blandið öllu vel saman. 15) Að lokum er smátt saxaðri steinseljunni stráð yfir herlegheitin og rétturinn borinn strax fram.
Með þessum rétti mælir MINITALIA með Bramito del Cervo 2015
Í hjarta víngerðarsvæðisins Orvieto í héraðinu Úmbría er að finna vínhúsið Castello della Sala sem kennt er við sögufrægan kastala sem byggður var á árið 1350. Í dag ræður Piero Antinori, einn þekktasti víngerðarmaður Ítalíu, ríkjum í þessu virta vínhúsi sem framleitt hefur heimsfræg hvítvín á borð við Cervaro della Sala, Conte della Vipera og vínið sem hér um ræðir; Bramito del Cervo 2015.
Bramito del Cervo 2015, er framleitt að öllu leyti úr þrúgunni Chardonnay. Vínið er að hluta til látið þroskast í eikartunnum í stuttan tíma og síðan látið þroskast áfram á stáltönkum áður en það er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta vín er ljóssítrónugult með ferskan en flókinn angan af suðrænum ávöxtum, t.d. ananas og sítrusávexti, ásamt heslihnetum og vanillu. Hér erum við að tala um virkilega vel uppbyggt vín, mikill elegans og flottur karakter. Stórgott vín sem gæti jafnvel batnað á næstu árum.
Bramito del Cervo 2015, er framleitt að öllu leyti úr þrúgunni Chardonnay. Vínið er að hluta til látið þroskast í eikartunnum í stuttan tíma og síðan látið þroskast áfram á stáltönkum áður en það er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta vín er ljóssítrónugult með ferskan en flókinn angan af suðrænum ávöxtum, t.d. ananas og sítrusávexti, ásamt heslihnetum og vanillu. Hér erum við að tala um virkilega vel uppbyggt vín, mikill elegans og flottur karakter. Stórgott vín sem gæti jafnvel batnað á næstu árum.