MINITALIA
  • HEIM
  • MATUR
    • ÍTÖLSK MATARGERÐ
    • ÍTALSKAR UPPSKRIFTIR >
      • FORRÉTTIR
      • PASTA
      • RISOTTÓ
      • PIZZUR
      • FRITTATA
      • AÐALRÉTTIR
      • EFTIRRÉTTIR
      • BRAUÐ OG KÖKUR
      • SÓSUR OG PESTÓ
    • HRÁEFNI
  • VÍN
    • ÍTÖLSK VÍNGERÐ
    • ÍTÖLSK VÍNHÉRUÐ >
      • PIEMONTE
      • SIKILEY
      • TOSKANA
      • ÚMBRÍA
      • VENETO
    • GÓÐ ÍTÖLSK VÍN >
      • RAUÐVÍN
      • HVÍTVÍN
  • FERÐALÖG
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA >
      • AMALFÍ
      • CAPRI
      • MINORI
      • POSITANO
      • RAVELLO
    • EMILIA - ROMAGNA >
      • BOLOGNA
      • PARMA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA >
      • TRIESTE
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA >
      • CINQUE TERRE
      • GENÓA
      • PORTOFINO
      • SAN REMO
    • LOMBARDÍA >
      • MÍLANÓ
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE >
      • TÓRÍNÓ
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA >
      • LUCCA
      • PISA
      • SAN GIMIGNANO
      • SIENA
      • VIAREGGIO
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO >
      • BERGAMO
      • FENEYJAR
      • VERONA
  • LÍFSTÍLL
  • HÖFUNDURINN

Mílanó í hnotskurn

5/30/2014

0 Comments

 
Picture
Mílanó er næst fjölmennasta borg Ítalíu á eftir Róm en Mílanó hefur stækkað mikið á undanförnum árum og áratugum.  Þrátt fyrir það að það búi eingöngu 1,3 milljónir manna í borginni sjálfri þá búa rúmlega 4,6 milljónir manna á borgarsvæði hennar (metropolitan area). 
 
Mílanó er nútímalegasta borg Ítalíu, að margra mati táknmynd fyrir hina nýju Ítalíu. Þeirri Ítalíu sem er á fljúgandi ferð út úr gömlum viðjum, tekur opnum örmum á móti nýjum hugmyndum og grípur öll tækifæri sem gefast til framþróunar. Það er einhvern veginn allt að gerast í borginni og allt á fullri ferð en á sama tíma er hún svo afslöppuð og notaleg.

Picture
Mílanó er mikilvægasta iðnaðar- og viðskiptaborg Ítalíu ásamt því að vera fjármálamiðstöð landsins en í borginni er að finna höfuðstöðvar stærstu banka og fyrirtækja landsins. Mílanó er ein af þremur helstu tískuborgum veraldar ásamt því að vera í fararbroddi á sviði húsbúnaðar- og húsgagnahönnunar. Í borginni eru haldnar tískuvikur nokkrum sinnum á hverju ári ásamt fjölmörgum risastórum sýningum á sviði húsbúnaðar- og húsgagnahönnunar.

Picture
Í Mílanó er ennfremur að finna glæsileg söfn og heimsfrægar byggingar, leikhús og óperuhús, styttur og listaverk. Það er engin tilviljun að yfir 6 milljónir ferðamanna heimsækja borgina á hverju ári því það er einfaldlega upplifun að ganga um verslunargötur á borð við Via Montenapoleone og Via della Spiga; skoða vöruúrvalið, fólkið og jafnvel bílana. Dómkirkjan er líka mikilfengleg og mannlífið fjölbreytt á dómkirkjutorginu. Eftir góðan dag í Parco Sempione, stærsta almenningsgarði borgarinnar, er vel þess virði að kíkja á hönnunarsafnið Triennale sem stendur við jaðar hans. Síðan er náttúrulega skylda fyrir hvern einasta unnanda góðrar knattspyrnu að kíkja á San Síró og upplifa hörkuslag milli nágrannanna í AC Milan og Inter Mílanó.

Mílanó er sem sagt lifandi og skemmtileg borg sem hefur endalaust margt að bjóða fyrir öll skilningarvitin.

0 Comments



Leave a Reply.

© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - kjartan@minitalia.is