MINITALIA
  • HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • MATUR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • VÍN
    • VÍNHÉRUÐ ÍTALÍU >
      • SIKILEY
      • PIEMONTE
      • TOSKANA
      • ÚMBRÍA
      • VENETO
    • RAUÐVÍN
    • HVÍTVÍN
    • KOKTEILAR
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • LÍFSTÍLLINN
  • UM OKKUR

Æðislegt risotto með beikon og saffran - tvist sem gengur fullkomlega upp!!!

5/19/2016

0 Comments

 
Risotto með beikoni og saffran er virkilega gómsætur réttur þar sem uppistaðan eru risottogrjón og  beikon ásamt skemmtilegu saffrantvisti í lokin. Hér erum við að tala um æðislegan rétt sem er allt í senn bragðgóður, fljótlegur og einfaldur. Réttur sem gengur fullkomlega upp!!!
Picture
Hráefni
1) 400 gr arborio grjón 2) 150 gr beikon 3) 1 stk laukur 4) 1/2 tsk saffranþræðir 5) 100 gr smjör 6) 100 gr parmesan 7) ólífuolía 8) 1-1,5 líter grænmetissoð
 
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á góðri pönnu. 2) Skerið beikonið í litla bita og látið það malla á pönnunni þar til fitan er orðin glær. Leggið til hliðar þar til síðar. 3) Skerið laukinn smátt, hitið ólífuolíu í stórum potti og steikið laukinn í smjörinu á lágum hita þar sem laukurinn má ekki verða brúnn, einungis mjúkur.
SKREF 1
SKREF 2
SKREF 3
4-5) Bætið grjónunum út í pottinn, hækkið hitann og steikið grjónin í ca. 2 mínútur. 6) Nú er farið að bæta soðinu út í pottinn smátt og smátt, alls ekki of mikið í einu. Núna eru ca. 18 mínútur eftir af eldunartímanum.
SKREF 4
SKREF 5
SKREF 6
7-8) Þegar fimm mínútur eru eftir af eldunartímanum er beikonbitunum bætt út í grjónin og blandað vel saman. 9) Síðan er saffranþráðunum bætt út í pottinn en gott er að bæta út í smá soði um leið til að þræðirnir leysist auðveldlega upp. Haldið er áfram að bæta við soði út eldunartímann.
SKREF 7
SKREF 8
SKREF 9
10) Þegar grjónin eru tilbúin eru þau tekin af hitanum og smjörstykkinu bætt út í pottinn. 11) Að lokum er ostinum bætt við 12) og öllu hrært vel saman.
SKREF 10
SKREF 11
SKREF 12
0 Comments



Leave a Reply.

© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - kjartan@minitalia.is