Jólahald á Ítalíu byggjast á rótgrónum hefðum sem geta verið mismunandi á milli héraða. Miðnæturmessa á aðfangadag er fastur liður i jólahaldi flestra Ítala en fjölbreytileikinn í jólaréttunum er meiri en við eigum að venjast. Mikil áhersla lögð á kræsingar jólahaldsins, réttirnir fjölbreyttir og ólíkir milli héraða.
Aðfangadagur Jóla
Aðfangadagur jóla er ekki almennur frídagur á Ítalíu, frekar en á Íslandi, þó loka verslanir oft örlítið fyrr en venjulega. En vinir og fjölskylda hittast þó um kvöldið og borða saman úrval fiskrétta. Úrval fiskrétta er vinsæll á borðum Ítalía á aðfangadegi jóla þar sem hefð er fyrir því að borða ekki kjöt á þessum degi en aðfangadagskvöld er nefnt „La Vigilia di Natale“ eða aðfangadagsfasta.
Eftir kvöldverð á aðfangadagskveldi jóla fara flestir til messu en eftir þá heilögu stund er boðið upp á Panettone, hina víðfrægu ítalska jólaköku Ítala. Allir ítalir borðar Panettone yfir hátíðarnar sem upprunalega kemur frá Mílanó en með henni er að sjálfsögðu drukkið Prosecco eða Vin Santo.
Jóladagur
Jólaveislan sjálf hefst á hádegi á jóladag með mikill máltíð sem ber nafnið Il Pranzo di Natale. Hún er kannski ekki eins hátíðleg og við Íslendingar eigum að venjast en undirbúningurinn mikill og fast haldið í hefðirnar. Á þessu degi taka Ítalir extra langan tíma til að borða og njóta matarins til fullnustu. Pakkarnir eru oft teknir upp eftir matinn eða einfaldlega á milli rétta. Einn í einu en allir fyrir rest.
Víðast um Ítalíu er kjöt haft á borðum á jóladag en úrvalið ólíkt eftir héruðum. Þannig er t.d. naut á borðum í héraðinu Piemonte en lamb í nágrenni Rómar. Í Emilia-Romagna heimsþekkt er fyrir pastað sitt og þar er mikið lagt upp úr Tortellini in brodo sem eru heimagerðir tortellinií góðu soði sem hanterað hefur verið eftir kúnstarinnar reglum. Í héraðinu Veneto er aftur á móti lög mikil áhersla á silkimúka polentu sem oft er borin fram á jólum með góðu kjöti, líklega af nýslátruðu.
Eftirréttirnir eru líka fjölbreytilegir, þó að Panettone sé líklega sá eini sem er eingöngu tengdur jólunum. Panettone er upprunalega frá Mílanó, en er þó borðað víða annars staðar. Í Veneto og Verona njóta menn þess líka að borða torrone, sem er ljóst möndlunúggat, og í Toskana og Siena er panforte, dökk og þétt ávaxtakaka, vinsæl og svo eru sætar pastakúlur sem kallast Sruffoli á borðum í Napólí og þar í kring. Þá njóta Ítalir víða um land þess að fá sér Cantucci-kökur með Vin Santo yfir hátíðarnar.“
Annar í jólum
Annar á jólum sem á Ítalíu er kallaður Il giorno di Stefano er líkt og hér á landi þar sem vinir hittast, styrkja böndin og borða saman góðan mat.
TANTI AUGURI DI BUON NATALE!
Aðfangadagur jóla er ekki almennur frídagur á Ítalíu, frekar en á Íslandi, þó loka verslanir oft örlítið fyrr en venjulega. En vinir og fjölskylda hittast þó um kvöldið og borða saman úrval fiskrétta. Úrval fiskrétta er vinsæll á borðum Ítalía á aðfangadegi jóla þar sem hefð er fyrir því að borða ekki kjöt á þessum degi en aðfangadagskvöld er nefnt „La Vigilia di Natale“ eða aðfangadagsfasta.
Eftir kvöldverð á aðfangadagskveldi jóla fara flestir til messu en eftir þá heilögu stund er boðið upp á Panettone, hina víðfrægu ítalska jólaköku Ítala. Allir ítalir borðar Panettone yfir hátíðarnar sem upprunalega kemur frá Mílanó en með henni er að sjálfsögðu drukkið Prosecco eða Vin Santo.
Jóladagur
Jólaveislan sjálf hefst á hádegi á jóladag með mikill máltíð sem ber nafnið Il Pranzo di Natale. Hún er kannski ekki eins hátíðleg og við Íslendingar eigum að venjast en undirbúningurinn mikill og fast haldið í hefðirnar. Á þessu degi taka Ítalir extra langan tíma til að borða og njóta matarins til fullnustu. Pakkarnir eru oft teknir upp eftir matinn eða einfaldlega á milli rétta. Einn í einu en allir fyrir rest.
Víðast um Ítalíu er kjöt haft á borðum á jóladag en úrvalið ólíkt eftir héruðum. Þannig er t.d. naut á borðum í héraðinu Piemonte en lamb í nágrenni Rómar. Í Emilia-Romagna heimsþekkt er fyrir pastað sitt og þar er mikið lagt upp úr Tortellini in brodo sem eru heimagerðir tortellinií góðu soði sem hanterað hefur verið eftir kúnstarinnar reglum. Í héraðinu Veneto er aftur á móti lög mikil áhersla á silkimúka polentu sem oft er borin fram á jólum með góðu kjöti, líklega af nýslátruðu.
Eftirréttirnir eru líka fjölbreytilegir, þó að Panettone sé líklega sá eini sem er eingöngu tengdur jólunum. Panettone er upprunalega frá Mílanó, en er þó borðað víða annars staðar. Í Veneto og Verona njóta menn þess líka að borða torrone, sem er ljóst möndlunúggat, og í Toskana og Siena er panforte, dökk og þétt ávaxtakaka, vinsæl og svo eru sætar pastakúlur sem kallast Sruffoli á borðum í Napólí og þar í kring. Þá njóta Ítalir víða um land þess að fá sér Cantucci-kökur með Vin Santo yfir hátíðarnar.“
Annar í jólum
Annar á jólum sem á Ítalíu er kallaður Il giorno di Stefano er líkt og hér á landi þar sem vinir hittast, styrkja böndin og borða saman góðan mat.
TANTI AUGURI DI BUON NATALE!