Allar þjóðir hafa sína siði og sínar venjur sem skapa ákveðinn lífsstíl í hverju landi fyrir sig. Ítalir eru þar engin undantekning og er ítalski lífsstíllinn, „La Dolce Vita“, frægur um víða veröld. Hér fyrir neðan er listi yfir fjögur lítil atriði sem auðvelt er að tileinka sér og geta mögulega gert líf okkar pínulítið skemmtilegra :-)
1. Spjallaðu við verslunarfólkið, vertu fastagestur!!!
Á Ítalíu lifir kaupmaðurinn á horninu ennþá góðu lífi, allir þekkja kaupmanninn og spjalla við hann og aðra viðskiptavini um lífsins gagn og nauðsynjar. Hver verslun er lítil félagsmiðstöð þar sem gott er að koma, spjalla um daginn og veginn ásamt því að kaupa það vantar hverju sinni. Að fara út í búð getur snúist um svo miklu meira en bara að kaupa það sem vantar hverju sinni.
Þrátt fyrir sumpart aðrar aðstæður hér á Íslandi þá getum við svo sannarlega stundað þessa félagslegu iðju. Leitum uppi kaupmenn sem leggja áherslu á persónulega þjónustu, verðum fastagestir og dreifum fagnaðarerindinu. Munum að þetta er til staðar á Íslandi í dag og eru Melabúðin og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar góð dæmi um svona verslanir.
Á Ítalíu lifir kaupmaðurinn á horninu ennþá góðu lífi, allir þekkja kaupmanninn og spjalla við hann og aðra viðskiptavini um lífsins gagn og nauðsynjar. Hver verslun er lítil félagsmiðstöð þar sem gott er að koma, spjalla um daginn og veginn ásamt því að kaupa það vantar hverju sinni. Að fara út í búð getur snúist um svo miklu meira en bara að kaupa það sem vantar hverju sinni.
Þrátt fyrir sumpart aðrar aðstæður hér á Íslandi þá getum við svo sannarlega stundað þessa félagslegu iðju. Leitum uppi kaupmenn sem leggja áherslu á persónulega þjónustu, verðum fastagestir og dreifum fagnaðarerindinu. Munum að þetta er til staðar á Íslandi í dag og eru Melabúðin og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar góð dæmi um svona verslanir.
2. Borðaðu oftar með fjölskyldu, vinum og kunningjum!!!
Ekki að það fólk borði ekki saman á Íslandi en samt megum við læra það af Ítölum að matarboð þarf ekki endilega að hafa langan aðdragana. Þú færð einfaldlega vini í heimsókn sem endar að sjálfsögðu með því að skellt er í góða pastasósu og niðurstaðan er VEISLA!!!. Allir borða saman, verða saddir og glaðir.
Ekki að það fólk borði ekki saman á Íslandi en samt megum við læra það af Ítölum að matarboð þarf ekki endilega að hafa langan aðdragana. Þú færð einfaldlega vini í heimsókn sem endar að sjálfsögðu með því að skellt er í góða pastasósu og niðurstaðan er VEISLA!!!. Allir borða saman, verða saddir og glaðir.
3. Drekktu oftar en minna af áfengi!!!
Ítalir drekka mun oftar en við Íslendingar en svo miklu minna magn í hvert skipti. Það sem Ítölum finnst vera allt of mikil drykkja finnst okkur Íslendingum vera upphitun. Drekkum oftar en miklu minna í hvert skipti!!!
Ítalir drekka mun oftar en við Íslendingar en svo miklu minna magn í hvert skipti. Það sem Ítölum finnst vera allt of mikil drykkja finnst okkur Íslendingum vera upphitun. Drekkum oftar en miklu minna í hvert skipti!!!
4. Snertumst, kyssumst og föðmumst!!!
Ítalir eru talsvert fyrir snertingu frá degi til dags, kyssast á báðar kinnar og fallast í faðma við minnsta tilefni. Í gegnum tíðina hefur kalt handabandið verið helsta snerting okkar Íslendinga þó það hafi færst í vöxt að sjá fólk fallast í faðma á götum úti, jafnvel lítill koss á kinn eða tveir. Vísindalegar rannsóknir benda til þess að líkamleg snerting leysi úr læðingi hormónið Oxytocin sem fær okkur til að gera hluti sem styrkja náin tengsl, eykur samúð okkar og fær okkur til að vera góð við fólkið í kringum okkur. Koma svo!!! Snertumst, kyssumst og föðmumst svo miklu miklu meira!!!
Nú er einungis eftir að láta hendur standa fram úr ermum og láta verkin tala!!! Buon divertimento!!!
Ítalir eru talsvert fyrir snertingu frá degi til dags, kyssast á báðar kinnar og fallast í faðma við minnsta tilefni. Í gegnum tíðina hefur kalt handabandið verið helsta snerting okkar Íslendinga þó það hafi færst í vöxt að sjá fólk fallast í faðma á götum úti, jafnvel lítill koss á kinn eða tveir. Vísindalegar rannsóknir benda til þess að líkamleg snerting leysi úr læðingi hormónið Oxytocin sem fær okkur til að gera hluti sem styrkja náin tengsl, eykur samúð okkar og fær okkur til að vera góð við fólkið í kringum okkur. Koma svo!!! Snertumst, kyssumst og föðmumst svo miklu miklu meira!!!
Nú er einungis eftir að láta hendur standa fram úr ermum og láta verkin tala!!! Buon divertimento!!!