Á Ítalíu er gamlársdagurinn kenndur við hinn helga páfa San Silvestro. Þessi síðasti dagur ársins er almennur frídagur, rétt eins og aðfangadagur, en aftur á móti er nýársdagur almennur frídagur á Ítalíu. Sjálf áramótin eins og við köllum þau kallast á Ítalíu „capodanno“ sem dregið er af orðunum capo di anno sem myndu útleggjast á íslensku „upphaf árs“.
Við þessi tímamót halda Ítalir að sjálfsögðu stórar veislur fyrir vini og vandamenn sem kallast La Festa di San Silvestro. Matur og vín spila ávallt stórt hlutverk þegar Ítalir halda veislur og hér er engin undantekning gerð á þeirri reglu. Um kvöldið er borðaður margréttaður kvöldverður þar sem mikilvægasti rétturinn er bjúgnabaunasúpa sem á ítölsku nefnist Cotechino di lenticchie en baunirnar eiga að gefa manni ríkidæmi og heppni á nýju ári.
Að miðnætti er venjan að fagna nýju ári með flugeldasýningum. Flestir bæir á Ítalíu skipuleggja flugeldasýningu á bæjartorginu en að sjálfsögðu er flugeldum einnig skotið upp í einkasamkvæmum um gjörvalla Ítalíu. Í mörgum bæjum er dansað á bæjartorginu á undan flugeldasýningunni og ennfremur eru haldnir stórir útitónleikar í borgum á borð við Róm, Mílanó, Bologna, Palermo og Napolí.
Að sjálfsögðu fagna Ítalir nýju ári með því að skála í Vino spumante eða Prosecco. Þessar veislur á gamlárskvöld standa yfirleitt yfir fram undir morgun til þess að geta horfa á fyrstu sólarupprás ársins.
Og síðast en ekki síst má alls ekki gleyma að klæðast rauðum nærfötum um áramót þar sem það boðar heppni á nýju ári ;-)
Að miðnætti er venjan að fagna nýju ári með flugeldasýningum. Flestir bæir á Ítalíu skipuleggja flugeldasýningu á bæjartorginu en að sjálfsögðu er flugeldum einnig skotið upp í einkasamkvæmum um gjörvalla Ítalíu. Í mörgum bæjum er dansað á bæjartorginu á undan flugeldasýningunni og ennfremur eru haldnir stórir útitónleikar í borgum á borð við Róm, Mílanó, Bologna, Palermo og Napolí.
Að sjálfsögðu fagna Ítalir nýju ári með því að skála í Vino spumante eða Prosecco. Þessar veislur á gamlárskvöld standa yfirleitt yfir fram undir morgun til þess að geta horfa á fyrstu sólarupprás ársins.
Og síðast en ekki síst má alls ekki gleyma að klæðast rauðum nærfötum um áramót þar sem það boðar heppni á nýju ári ;-)