Kaffihefðin er rík og rótgróin í ítalskri menningu og fullkominn espresso mikilvægur þáttur í daglegu lífi Ítala. Margir Ítalir kíkja á barinn á leið til vinnu á morgnana og fá sér einn espressó. En kaffi er ekki bara kaffi því útfærslurnar af hinu venjulega espressó eru ótal margar. Hér fyrir neðan verður fjallað um helstu útfærslurnar af hinu fullkomna skoti af espressó.
Caffé
Espressó er einfaldlega kallaður “Caffé” á Ítalíu eða “Caffé normale”. Espressó er ávallt borinn fram í litlum postulínsbolla, kallaður Demitasse, með undirskál og lítilli skeið. Caffé er oftast drukkið með miklum sykri en það er náttúrulega smekksatriði.
Caffé lungo
Caffé Lungo þýðir náttúrulega „langur kaffi“Þegar beðið er um Caffé Lungo þá er meira vatn látið renna gegnum möluðu kaffibaunirnar. Þannig ef þú vilt fá kaffibolla sem ekki er alveg eins sterkur og espressó þá skaltu biðja um Caffé Lungo. Það er einhvern veginn svalara að biðja um Caffé Lungo heldur en Caffé Americano sem fjallað er um síðar.
Caffé doppio
Tvöfaldur espressó, stundum borinn fram í cappuccinobolla sem kallaður er Tazza.
Caffé Macchiato
Caffé Macchiato er espressoskot með smá slettu af flóaðri og freyddri mjólk. Í Caffé Macchiato er smá mjólk bætt út í skoti af espressó en í Latté Macchiato er espressoskot bætt út í mjólkina.
Caffé Latté
Caffé Latté er mjög vinsæll drykkur á meðal ferðamanna á Ítalíu. Caffé Latté er espressóskot með mikill flóaðri mjólk og smá froðu á toppnum, stundum borið fram í háu glasi.
Caffé Marocchino
Þessi er minn uppáhalds óáfengi kaffidrykkur. Hérna er espressó settur í lítið glas, síðan er kakóduft stráð yfir, svo kemur sletta af flóaðri mjólk og loks er kakódufti stráð yfir á nýjan leik.
Caffé Corretto
Caffé Corretto er espressó með slettu af líkjör af eigin vali. Margir Ítalir vilja fá grappa en aðrir vinsælir líkjörar eru koníak, romm, sambuca, Grand Marnier og Baileys. Ég fæ mér oftast Caffé Coretto al Grand Marnier.
Caffé Americano
Caffé Americano er espressó með heitu vatni og borinn fram í cappucino-bolla. Þetta er það næsta sem við komust til þess að fá venjulega uppáhelling en á Ítalíu er hvergi hægt að finna þessar hefðbundnu kaffivélar sem við þekkjum svo vel hér á landi.
Caffé Freddo
Caffé Freddo er eins og nafnið gefur til kynna espressó sem látinn er kólna, og stundum er hann settur inn í ískáp og borinn fram kaldur eða volgur.
Caffé Stretto eða Caffé Ristretto
Caffé Ristretto er fyrir þá sem vilja enn sterkari espressó en þá er látið renna enn minna vatn í gegnum möluðu kaffibaunirnar. Eftir því sem þú ferð sunnar á Ítalíu verður kaffið sterkara. Caffé Ristretto er minna magn af kaffi en þar sem vatnið er látið renna mjög lítið í gegnum möluðu baunirnar þá verður það ekki eins biturt.
Caffé Completo
Hérna erum við að tala um einfaldan espresso með þeyttum rjóma og smá kakódufti stráð yfir.
Caffé Shakerato
Hérna er espressó settu ásamt klökum í blandara og þessu hrist saman góða stund áður en drykkurinn er borinn fram í martini-glasi.
Latté Macchiato
Latté Macchiato er mikið af flóaðri mjólk með espressóskoti, svona rétt til að lita mjólkina. Í Latté Macchiato er espressóskoti sett út í mjólkina en í Caffé Macchiato er smá mjólk bætt út í skoti af espresso.
Hérna í lokin kemur myndband eftir Bruno Bozzetti sem sýnir fjölbreytni ítalskrar kaffimenningar á skemmtilegan hátt
Espressó er einfaldlega kallaður “Caffé” á Ítalíu eða “Caffé normale”. Espressó er ávallt borinn fram í litlum postulínsbolla, kallaður Demitasse, með undirskál og lítilli skeið. Caffé er oftast drukkið með miklum sykri en það er náttúrulega smekksatriði.
Caffé lungo
Caffé Lungo þýðir náttúrulega „langur kaffi“Þegar beðið er um Caffé Lungo þá er meira vatn látið renna gegnum möluðu kaffibaunirnar. Þannig ef þú vilt fá kaffibolla sem ekki er alveg eins sterkur og espressó þá skaltu biðja um Caffé Lungo. Það er einhvern veginn svalara að biðja um Caffé Lungo heldur en Caffé Americano sem fjallað er um síðar.
Caffé doppio
Tvöfaldur espressó, stundum borinn fram í cappuccinobolla sem kallaður er Tazza.
Caffé Macchiato
Caffé Macchiato er espressoskot með smá slettu af flóaðri og freyddri mjólk. Í Caffé Macchiato er smá mjólk bætt út í skoti af espressó en í Latté Macchiato er espressoskot bætt út í mjólkina.
Caffé Latté
Caffé Latté er mjög vinsæll drykkur á meðal ferðamanna á Ítalíu. Caffé Latté er espressóskot með mikill flóaðri mjólk og smá froðu á toppnum, stundum borið fram í háu glasi.
Caffé Marocchino
Þessi er minn uppáhalds óáfengi kaffidrykkur. Hérna er espressó settur í lítið glas, síðan er kakóduft stráð yfir, svo kemur sletta af flóaðri mjólk og loks er kakódufti stráð yfir á nýjan leik.
Caffé Corretto
Caffé Corretto er espressó með slettu af líkjör af eigin vali. Margir Ítalir vilja fá grappa en aðrir vinsælir líkjörar eru koníak, romm, sambuca, Grand Marnier og Baileys. Ég fæ mér oftast Caffé Coretto al Grand Marnier.
Caffé Americano
Caffé Americano er espressó með heitu vatni og borinn fram í cappucino-bolla. Þetta er það næsta sem við komust til þess að fá venjulega uppáhelling en á Ítalíu er hvergi hægt að finna þessar hefðbundnu kaffivélar sem við þekkjum svo vel hér á landi.
Caffé Freddo
Caffé Freddo er eins og nafnið gefur til kynna espressó sem látinn er kólna, og stundum er hann settur inn í ískáp og borinn fram kaldur eða volgur.
Caffé Stretto eða Caffé Ristretto
Caffé Ristretto er fyrir þá sem vilja enn sterkari espressó en þá er látið renna enn minna vatn í gegnum möluðu kaffibaunirnar. Eftir því sem þú ferð sunnar á Ítalíu verður kaffið sterkara. Caffé Ristretto er minna magn af kaffi en þar sem vatnið er látið renna mjög lítið í gegnum möluðu baunirnar þá verður það ekki eins biturt.
Caffé Completo
Hérna erum við að tala um einfaldan espresso með þeyttum rjóma og smá kakódufti stráð yfir.
Caffé Shakerato
Hérna er espressó settu ásamt klökum í blandara og þessu hrist saman góða stund áður en drykkurinn er borinn fram í martini-glasi.
Latté Macchiato
Latté Macchiato er mikið af flóaðri mjólk með espressóskoti, svona rétt til að lita mjólkina. Í Latté Macchiato er espressóskoti sett út í mjólkina en í Caffé Macchiato er smá mjólk bætt út í skoti af espresso.
Hérna í lokin kemur myndband eftir Bruno Bozzetti sem sýnir fjölbreytni ítalskrar kaffimenningar á skemmtilegan hátt