Francesco Totti fæddist í Róm 27. september 1976. Hann varð fljótt mjög áhugasamur um knattspyrnu, spilaði bolta frá morgni til kvölds, oftast við krakka sem voru töluvert eldri en hann sjálfur. Átrúnaðargoð hans á þessum árum var fyrrum ítalski landsliðsmaðurinn, Giuseppe Giannini. Hann hóf að spila með hverfisliðinu 8 ára gamall og skömmu síðar fóru njósnarar að fylgjast með honum. Foreldrar hans fengu m.a. gylliboð frá AC Milan sem þau neituðu þar sem þau töldu hann vera of ungan til að fara að heiman. Hann gekk síðar til liðs við unglingalið AS Roma árið 1989 og hefur aldrei litið til baka.
Eftir að hafa spilað með AS Roma allan sinn feril þá er Francesco Totti bæði markahæsti leikmaður félagsins og leikjahæsti leikmaður þess allra tíma. Hann er álitinn besti leikmaður AS Roma frá upphafi og einn besti leikmaður sinnar kynslóðar í heiminum. Francesco Totti er einn af þessum sárafáum leikmönnum sem spiluðu allan sinn feril hjá uppeldisfélagi sínu sem setur hann í flokk með leikmönnum á borð við Paolo Maldini, Franco Baresi og Giuseppe Bergomi.
Francesco Totti hefur mest spilað í frjálsu hlutverki í holunni fyrir aftan framherjanna en fyrir framan miðjumennina. Þessi staða kallast á Ítalíu „trequartista“ og í gegnum tíðina hefur skapast sú hefð að sá leikmaður hefur oftast borið treyjunúmerið 10 og þar er Totti engin undantekning.
Á löngum ferli hefur Totti unnið til marga titla og unnið til margra verlauna á sínum langa og þó nokkuð sigursæla ferli, m.a. var hann heimsmeistari með ítalska landsliðinu árinu 2006, vann ítalska meistaratitilinn með AS Roma árið 2001 og ítölsku bikarkeppnina árin 2007 og 2008.
Francesco Totti er mikill fjölskyldumaður, giftur fyrrverandi fyrirsætunni Ilary Blasi og eiga þau saman þrjú börn.
Francesco Totti er einn ástsælasti sonur Rómarborgar og mun ávalt verða talinn goðsögn hjá stuðningsmönnum AS Roma um ókomna tíð.
Francesco Totti hefur mest spilað í frjálsu hlutverki í holunni fyrir aftan framherjanna en fyrir framan miðjumennina. Þessi staða kallast á Ítalíu „trequartista“ og í gegnum tíðina hefur skapast sú hefð að sá leikmaður hefur oftast borið treyjunúmerið 10 og þar er Totti engin undantekning.
Á löngum ferli hefur Totti unnið til marga titla og unnið til margra verlauna á sínum langa og þó nokkuð sigursæla ferli, m.a. var hann heimsmeistari með ítalska landsliðinu árinu 2006, vann ítalska meistaratitilinn með AS Roma árið 2001 og ítölsku bikarkeppnina árin 2007 og 2008.
Francesco Totti er mikill fjölskyldumaður, giftur fyrrverandi fyrirsætunni Ilary Blasi og eiga þau saman þrjú börn.
Francesco Totti er einn ástsælasti sonur Rómarborgar og mun ávalt verða talinn goðsögn hjá stuðningsmönnum AS Roma um ókomna tíð.