Í borginni eilífu, sjálfri Rómarborg, hafa verið teknar endalaus fjöldi kvikmynda sem slegið hafa í gegn. Það hlýtur líka að vera svo auðvelt að finna flotta tökustaði í þessari fallegu borg. Hér fyrir neðan hefur Minitalia tekið saman lista yfir tíu frægar kvikmyndir, í engri sérstakri röð, þar sem sögusviðið er hin óviðjafnanlega Róm.
1. La Dolce Vita (1960) í leikstjórn Federico Fellini
Dolce Vita er ein allra frægasta mynd Fellini með Anitu Ekberg og Marcello Mastroianni í aðalhlutverkum sem fjallar blaðamann sem ráfar um borgina innan um ríka og fræga fólkið í leit að tilgangi lífsins.
1. La Dolce Vita (1960) í leikstjórn Federico Fellini
Dolce Vita er ein allra frægasta mynd Fellini með Anitu Ekberg og Marcello Mastroianni í aðalhlutverkum sem fjallar blaðamann sem ráfar um borgina innan um ríka og fræga fólkið í leit að tilgangi lífsins.
2. Kleópatra (1963) í leikstjórn Joseph Mankiewicz og Ruben Mamoulian
Hér er um að ræða stórmynd um sjálfa Kleópötru, drottningu af Eygyptalandi, sem leikin er af hinni einu og sönnu Elizabeth Taylor. Magnaðar senur, frá mögnuðum tíma og magnaðri borg.
Hér er um að ræða stórmynd um sjálfa Kleópötru, drottningu af Eygyptalandi, sem leikin er af hinni einu og sönnu Elizabeth Taylor. Magnaðar senur, frá mögnuðum tíma og magnaðri borg.
3. Englar og djöflar (2009) í leikstjórn Ron Howard
Englar og djöflar með Tom Hanks í aðalhlutverki gerist að stórum hluta í sjálfri Rómarborg. Myndin er gerð eftir samnefndri bók og er sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Da Vinci lykillinn.
Englar og djöflar með Tom Hanks í aðalhlutverki gerist að stórum hluta í sjálfri Rómarborg. Myndin er gerð eftir samnefndri bók og er sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Da Vinci lykillinn.
4. Boccaccio (1962) í leikstjórn Vittorio De Sica, Federico Fellini, Mario Monicelli og Luchino Visconti
Fjórir leikstjórar segja fjórar sögur, þ.e. sögurnar Renzo e Luciana, Le tentazioni del dottor Antonio, Il lavoro og La riffa, en myndin skartar stjörnum á borð við Sophia Loren og Anita Ekberg í aðalhlutverkum.
Fjórir leikstjórar segja fjórar sögur, þ.e. sögurnar Renzo e Luciana, Le tentazioni del dottor Antonio, Il lavoro og La riffa, en myndin skartar stjörnum á borð við Sophia Loren og Anita Ekberg í aðalhlutverkum.
5. La Grande Bellezza (2013) í leikstjórn Paolo Sorrentino
Stórfengleg mynd sem fékk óskarsverðlaunin árið 2014 sem besta erlenda myndin en sögusvið hennar fer vítt og breitt um hina mögnuðu Róm.
Stórfengleg mynd sem fékk óskarsverðlaunin árið 2014 sem besta erlenda myndin en sögusvið hennar fer vítt og breitt um hina mögnuðu Róm.
6. The way of the Dragon (1972) í leikstjón Bruce Lee
Hver man ekki eftir Bruce Lee berjast á móti Chuck Norris í sjálfu Colosseum í Róm í myndinni The way of the Dragon? Ógleymanleg sena.
Hver man ekki eftir Bruce Lee berjast á móti Chuck Norris í sjálfu Colosseum í Róm í myndinni The way of the Dragon? Ógleymanleg sena.
7. Ieri Oggi Domani ( 1965) í leikstjórn Vittorio De Sica
Eftirminnleg mynd frá leikstjóranum Vittorio De Sica með Giovanni Ridolfi og hinni íðilfögðu Sophia Loren í aðalhlutverkum.
Eftirminnleg mynd frá leikstjóranum Vittorio De Sica með Giovanni Ridolfi og hinni íðilfögðu Sophia Loren í aðalhlutverkum.
8. Roman Holiday (1953) í leikstjórn William Wyler
Hver man ekki eftir prinsessunni Audrey Hepburn og blaðamanninum Gregory Peck í einni frægustu ástarsögu allra tíma?
Hver man ekki eftir prinsessunni Audrey Hepburn og blaðamanninum Gregory Peck í einni frægustu ástarsögu allra tíma?
9. To Rome with Love (2012) í leikstjórn Woody Allen
Auðvitað er Woody Allen búinn að taka upp kvikmynd í borginni eilífu. Ekta Woody Allen þar sem fléttast saman ólíkar en mjög svo áhugaverðar sögur í dásamlegu umhverfi.
Auðvitað er Woody Allen búinn að taka upp kvikmynd í borginni eilífu. Ekta Woody Allen þar sem fléttast saman ólíkar en mjög svo áhugaverðar sögur í dásamlegu umhverfi.
10. The Talented Mr. Ripley (1999) í leikstjórn Anthony Minghella
The Talented Mr. Ripley segir sögu Tom Ripley sem er sendur til Rómar í þeim tilgangur að sækja glaumgosann Dickie Greenleaf. Óviðjafnanlegar senur frá óviðjafnanlegri borg.
The Talented Mr. Ripley segir sögu Tom Ripley sem er sendur til Rómar í þeim tilgangur að sækja glaumgosann Dickie Greenleaf. Óviðjafnanlegar senur frá óviðjafnanlegri borg.