ÍTÖLSK HRÁEFNI
Ítalir leggja mikla áherslu á gæði og ferskleika hráefnanna. Í allri matargerð reiða Ítalir sig á hráefni héraðsins en í augum þeirra er gæði og ferskleiki mikilvægari en fjölbreytni. Hvert hérað landsins hefur náð að skapa sér sérstöðu hvað varðar hráefni: þ.e.a.s. tómatar, eggaldin og paprika eru eftirsóknarverðust frá suðurhluta landsins, fiskmetið ferskast frá bæjunum við ströndina, ræktunarskilyrði hrísgrjóna er best í norðurhluta landsins, hráskinkan best inn í miðju landi o.s.frv. Hér fyrir neðan er fjallað ítarlega um hvert hráefni fyrir sig.