Verona er ein elsta og fegursta borg Ítalíu, næststærsta borg héraðsins Veneto. Þetta er borg menningar, lista og ekki síst rómantíkur, sviðsmynd einnar frægustu ástarsögu allra tíma, Rómeó og Júlía eftir Shakespeare, en að auki gerast tvö önnur verk Shakespeare í borginni, þ.e. The Two Gentlemen of Verona og The Taming of the Shrew.
Verona er staðsett nánast mitt á milli Mílanó og Feneyja, nálægt austurhluta vatnsins Garda, og varð borgin snemma mikilvæg samgönguleið milli ítölsku alpanna og Pósléttunnar. En í borginni er að finna magnaðar minjar frá tímum Rómarveldis, t.d. hringleikahúsið Arena. Í gegnum borgina rennur áin Adige og hefur borgin þróast frá því að vera lítið þorp sem byggðist upp við bakka hennar í að verða fullvaxta borg með u.þ.b. 265 þúsund íbúa.
Scaligeri-fjölskyldan komst til valda í Verona snemma á 13. öld, nánar tiltekið árið 1226, og réð þar ríkjum næstu 150 árin. Á því tímabili reis borgin til vegs og virðingar, og þá sérstaklega sviði menningar og lista. Í dag er hægt að skoða glæsilegar hallir sem fjölskyldan lét reisa ásamt mörgum ómetanlegum listaverkum sem prýða borgina.
Scaligeri-fjölskyldan komst til valda í Verona snemma á 13. öld, nánar tiltekið árið 1226, og réð þar ríkjum næstu 150 árin. Á því tímabili reis borgin til vegs og virðingar, og þá sérstaklega sviði menningar og lista. Í dag er hægt að skoða glæsilegar hallir sem fjölskyldan lét reisa ásamt mörgum ómetanlegum listaverkum sem prýða borgina.
Veróna er eins og áður segir fræg fyrir allar sínar fallegu byggingar og ómetanleg listaverk, borgin státar af sögulegri arfleið miðalda, tíma endurreisnarinnar og þannig mætti áfram telja. Þar er því áhugavert að skoða hvernig arkitektúr borgarinnar skiptist í söguleg tímabil.
Helstu merkisstaðir borgarinnar:
Arena, hið rómverska hringleikahús í Verona, er byggt á 1. öld e.k., stendur við torgið Piazza Bra. Á sumrin eru þar haldnar óperusýningar undir berum himni með mörgum af helstu stjörnum óperuheimsins.
Piazza Erbe er glæsilegt torg, umlukið stórkostlegum byggingum. Þar er að finna fjölskrúðugt mannlíf, líflega útimarkaði og flott kaffihús. Hérna var Forum Romano til forna.
Piazza dei Signori er glæsilegt torg, umlukið glæsilegum byggingum, t.d. höll Scaligeri-fjölskyldunnar ásamt íburðarmiklum gröfum þeirra. Á torginu miðju er að finna styttu af hinum eina sanna Dante Alighieri.
Piazza Bra er gríðarstórt torg með fjölda mörgum veitingastöðum, börum og kaffihúsum. Þarna er gott að setjast niður, fá sér glas af víni og skoða mannlífið.
Basilica di San Zeno er gullfalleg kirkja, byggð í rómönskum stíl, og af mörgum talin vera ein allra fallegast kirkja sem byggð hefur verið í þessum stíl á Ítalíu.
Casa di Giulietta, húsið hennar Júlía í sögunni frægu eftir Shakespeare, er að finna við götuna Via Cappello. Húsið hennar Júlíu er staðsett í litlu og eru frægu svalirnar þar að finna. Um að gera að nudda brjóstið á styttunni af Júlíu en sagt er að það veiti manni heppni í framtíðinni.
Tomba di Giulietta, gröf sjálfrar Júlíu, er staðsett við Via Shakespreare.
Santuario Madonna di Lourdes er helgi- og griðastaður, skammt ofan við Verona, með óendanlegu fallegu útsýni yfir borgina og nágrenni hennar.
Torre dei Lamberti í nágrenni við Piazza delle Erbe er góður útsýnisstaður yfir borgina. Góð líkamsrækt er að þramma upp stigana en að sjálfsögðu má alltaf greiða auka krónu og taka lyftuna upp á toppinn á turninum.
Helstu merkisstaðir borgarinnar:
Arena, hið rómverska hringleikahús í Verona, er byggt á 1. öld e.k., stendur við torgið Piazza Bra. Á sumrin eru þar haldnar óperusýningar undir berum himni með mörgum af helstu stjörnum óperuheimsins.
Piazza Erbe er glæsilegt torg, umlukið stórkostlegum byggingum. Þar er að finna fjölskrúðugt mannlíf, líflega útimarkaði og flott kaffihús. Hérna var Forum Romano til forna.
Piazza dei Signori er glæsilegt torg, umlukið glæsilegum byggingum, t.d. höll Scaligeri-fjölskyldunnar ásamt íburðarmiklum gröfum þeirra. Á torginu miðju er að finna styttu af hinum eina sanna Dante Alighieri.
Piazza Bra er gríðarstórt torg með fjölda mörgum veitingastöðum, börum og kaffihúsum. Þarna er gott að setjast niður, fá sér glas af víni og skoða mannlífið.
Basilica di San Zeno er gullfalleg kirkja, byggð í rómönskum stíl, og af mörgum talin vera ein allra fallegast kirkja sem byggð hefur verið í þessum stíl á Ítalíu.
Casa di Giulietta, húsið hennar Júlía í sögunni frægu eftir Shakespeare, er að finna við götuna Via Cappello. Húsið hennar Júlíu er staðsett í litlu og eru frægu svalirnar þar að finna. Um að gera að nudda brjóstið á styttunni af Júlíu en sagt er að það veiti manni heppni í framtíðinni.
Tomba di Giulietta, gröf sjálfrar Júlíu, er staðsett við Via Shakespreare.
Santuario Madonna di Lourdes er helgi- og griðastaður, skammt ofan við Verona, með óendanlegu fallegu útsýni yfir borgina og nágrenni hennar.
Torre dei Lamberti í nágrenni við Piazza delle Erbe er góður útsýnisstaður yfir borgina. Góð líkamsrækt er að þramma upp stigana en að sjálfsögðu má alltaf greiða auka krónu og taka lyftuna upp á toppinn á turninum.
Að versla er veisla í Verona
Í Verona er að finna mikið úrval af verslunum en þar má finna verslanir frá öllum helstu tískuhúsunum ásamt fjölda annarra sérverslana af ýmsu tagi. Aðalverslunargatan heitir Via Mazzini, göngugata sem liggur á milli torganna Piazza Bra til Piazza Erbe. alls ekki gleyma að þræða allar hliðargöturnar sem liggja út frá Via Mazzini. Um að gera að kíkja á útimarkaðinn á Piazza delle Erbe, laugardagsmarkaðinn fyrir utan íþróttaleikvanginn og svo er áhugaveður antikmarkaður haldinn þriðja hvern laugardag á torginu við Basilica San Zeno. Þrátt fyrir að borgin sé ekki stór þá leynist margt í henni, endalaust hægt að finna nýjar litlar verslanir í ennþá minni hliðargötum með einhverju dásamlegu.
Í Verona er að finna mikið úrval af verslunum en þar má finna verslanir frá öllum helstu tískuhúsunum ásamt fjölda annarra sérverslana af ýmsu tagi. Aðalverslunargatan heitir Via Mazzini, göngugata sem liggur á milli torganna Piazza Bra til Piazza Erbe. alls ekki gleyma að þræða allar hliðargöturnar sem liggja út frá Via Mazzini. Um að gera að kíkja á útimarkaðinn á Piazza delle Erbe, laugardagsmarkaðinn fyrir utan íþróttaleikvanginn og svo er áhugaveður antikmarkaður haldinn þriðja hvern laugardag á torginu við Basilica San Zeno. Þrátt fyrir að borgin sé ekki stór þá leynist margt í henni, endalaust hægt að finna nýjar litlar verslanir í ennþá minni hliðargötum með einhverju dásamlegu.
Áhugaverðir staðir í nágrenni Verona
Í nágrenni Verona er að finna marga áhugaverða staði sem gefa óendanlega möguleika á upplifun og afþreygigu. Í fyrsta er náttúrulega skylda að fara upp til Gardavatns sem er í 30 km fjarlægð frá Verona og því tilvalið að kíkja þangað yfir dag eða tvo, leyfa krökkunum að kíkja í Gardaland og dýragarðinn Parco Natura Viva. Svo er um að gera að upplifa og mergsjúga stemminguna í litlu sjarmerandi bæjunum umhverfis vatnið, t.d. Sirmione, Peschiera og Desenzano. Í öðru lagi er tilvalið að kíkja í dagsferð til Feneyjar og upplifa drottningu Adríahafsins í allri sinni dýrð. Í þriðja lagi er alveg kjörið að kíkja í dagsferðir til áhugaverðra nágrannaborga á borð við Mantova, Vicenza, Brescia og Padova. Að síðustu er algjör skylda að kíkja í vínsmökkun í Valpolicella, t.d. til Negrar sem er 17.000 manna þorp í hjarta Valpolicella í einungis 12 km fjarlægð frá Verona.
Í nágrenni Verona er að finna marga áhugaverða staði sem gefa óendanlega möguleika á upplifun og afþreygigu. Í fyrsta er náttúrulega skylda að fara upp til Gardavatns sem er í 30 km fjarlægð frá Verona og því tilvalið að kíkja þangað yfir dag eða tvo, leyfa krökkunum að kíkja í Gardaland og dýragarðinn Parco Natura Viva. Svo er um að gera að upplifa og mergsjúga stemminguna í litlu sjarmerandi bæjunum umhverfis vatnið, t.d. Sirmione, Peschiera og Desenzano. Í öðru lagi er tilvalið að kíkja í dagsferð til Feneyjar og upplifa drottningu Adríahafsins í allri sinni dýrð. Í þriðja lagi er alveg kjörið að kíkja í dagsferðir til áhugaverðra nágrannaborga á borð við Mantova, Vicenza, Brescia og Padova. Að síðustu er algjör skylda að kíkja í vínsmökkun í Valpolicella, t.d. til Negrar sem er 17.000 manna þorp í hjarta Valpolicella í einungis 12 km fjarlægð frá Verona.
Verona er sem sagt nálægt því að vera fullkominn áfangastaður fyrir alla fjölskylduna. borgin er passlega stór, stútfull af menningu og listum, frábært úrval af góðum veitingastöðum, mikil afþreyging fyrir alla fjölskylduna og fjölskrúðugt mannlíf.