Trieste er tiltölulega lítil borg með rúmlega 205 þúsund íbúa og auðvelt að komast um hana á tveimur jafnfljótum. Borgin er róleg með afslöppuðu andrúmslofti. Trieste er falleg borg með mikilfenglegum byggingum, stóru torgum og breiðu götum. Stórfenglegt útsýni, bæði til hafs og upp til fjalla.
Trieste, núverandi höfuðborg héraðsins Friuli-Venezia Giulia, var eitt sinn mikilvæg hafnarborg hins landlukta veldis Habsborgaraættarinnar. Þetta er gullfalleg borg, staðsett á mjórri landræmu með landamæri Slóveníu á aðra höndina og Adríahafið á hina. Borgin er einungis í 10 kílómetra fjarlægð frá landamærum Slóveníu og einungis í 35 kílómetra fjarlægð frá landamærum Króatíu. Auðvelt er að taka strætó frá miðborg Trieste bæði til Slóveníu og Króatíu. Ennfremur er stutt til Feneyja en einungis tekur einn og hálfan tíma að keyra þangað. Það er tilvalið að kíkja við og skoða þessa fallegu borg í nokkra daga áður en haldið er áfram til annarra áfangastaða, sérstaklega þar sem Heimferðir mun hefja beint flug til borgarinnar á næsta ári.
Trieste er undir miklum austurrískum og ennfremur austur-evrópskum áhrifum þar sem hún var um aldir hluti af veldi hinnar frægu Habsborgaraættar, ólík mögum öðrum ítölskum borgum að mörgu leyti. Ennfremur bera íbúar borgarinnar, hinir svokölluðu Triestini, oft á tíðum ættarnöfn sem maður tengir ekki í fljótu bragði við ítalska tungu. Borgin Trieste er oft kölluð „Litla Vín við hafið“, eða „Una piccola Vienna sul Mare“.
Áhugaverðir staðir
Gamli bærinn, città vecchia, er virkilega heillandi bæjarhluti með sínum þröngu göngugötum og skemmtilegu mannlífi.
Piazza Unità er risastórt torg, umkringt mikilfenglegum byggingum. Þar er að finna mikið úrval af börum og veitingahúsum og þar er því tilvalið að setjast niður og njóta lífsins í fallegu umhverfi.
Dómkirkjan San Giusto, í nágrenni við Piazza Unità, er gullfalleg kirkja sem á sér sögu allt aftur til fjórtándu aldar. Á bak við Piazza Unità, við fótskör San Giusto, er að finna rómverska leikhúsið, Roman Trieste, sem byggt var á fyrstu öld eftir krist en þar eru stundum haldnir tónleikar á fallegum sumarkvöldum.
Kastalinn Castello Miramare er eitt frægasta aðdráttarafl borgarinnar sem staðsettur fimm kílómetrum fyrir utan borgina, upphaflega byggður fyrir erkihertogann af Mexíkó, Maximilian I, erkihertoga af Mexíkó. Castello Miramare er gullfallegur kastali sem stendur á kletti sem er svo sannarlega þess virði að heimsækja.
Ennfremur er að finna í borginni nokkur áhugaverð söfn, t.d. Museo Revoltella, Museo di Storia, Arte e Orto Lapidario og Museo di Storia Naturale.
Í hnotskurn má segja að Trieste er gullfalleg borg með afslöppuðu andrúmslofti og munið að borgin er tiltölulega lítil þannig að það vel hægt að skoða hana nánast alla á tveimur jafnfljótum.
Gamli bærinn, città vecchia, er virkilega heillandi bæjarhluti með sínum þröngu göngugötum og skemmtilegu mannlífi.
Piazza Unità er risastórt torg, umkringt mikilfenglegum byggingum. Þar er að finna mikið úrval af börum og veitingahúsum og þar er því tilvalið að setjast niður og njóta lífsins í fallegu umhverfi.
Dómkirkjan San Giusto, í nágrenni við Piazza Unità, er gullfalleg kirkja sem á sér sögu allt aftur til fjórtándu aldar. Á bak við Piazza Unità, við fótskör San Giusto, er að finna rómverska leikhúsið, Roman Trieste, sem byggt var á fyrstu öld eftir krist en þar eru stundum haldnir tónleikar á fallegum sumarkvöldum.
Kastalinn Castello Miramare er eitt frægasta aðdráttarafl borgarinnar sem staðsettur fimm kílómetrum fyrir utan borgina, upphaflega byggður fyrir erkihertogann af Mexíkó, Maximilian I, erkihertoga af Mexíkó. Castello Miramare er gullfallegur kastali sem stendur á kletti sem er svo sannarlega þess virði að heimsækja.
Ennfremur er að finna í borginni nokkur áhugaverð söfn, t.d. Museo Revoltella, Museo di Storia, Arte e Orto Lapidario og Museo di Storia Naturale.
Í hnotskurn má segja að Trieste er gullfalleg borg með afslöppuðu andrúmslofti og munið að borgin er tiltölulega lítil þannig að það vel hægt að skoða hana nánast alla á tveimur jafnfljótum.