Tórínó, höfuðborg héraðsins Piemonte, er fjórða stærsta borg Ítalíu með rúmlega 900 þúsund íbúa. Borgin er að mestu leyti staðsett á vesturbakka árinnar Pó og er oft kölluð „höfuðborg Aplanna“. Þetta er borg sem tekur vel á móti manni, hvort sem maður er að leita að glæsilegum arkitektúr, flottu mannlífi og miklum freistingum þegar kemur að mat og drykk.
Tórínó var eitt sitt höfuðborg Ítalíu og heimkynni Savoy fjölskyldunnar, fyrrum valdhafa landins, sem skildu eftir sig stórkostlegar hallir og kastalar sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Í því samhengi má t.d. nefna hallirnar Palazzo Reale, Palazzo Carignano og Palazzo Madama og kastalann Castello del Valentino. En flestar af þessum byggingum eru frá 17. og 18. öld og margar þeirra eru verk arkitektanna Guarino Guarini og Filippo Juvarra. Í gegnum tíðina hefur Tórínó verið mikil iðnaðar- og viðskiptaborg en þar eru m.a. heimkynni ítölsku bílaframleiðandanna Fiat, Lanci og Alfa Rome.
Tórínó er flott borg með sínar stóru breiðgötur og glæsilegu hallir. Það er vel þess virði að sækja borgina heim en þess má geta að straumur ferðamanna til borgarinn hefur stóraukist á undanförnum árum, allt frá því að borgin hélt vetrarólympíuleikana árið 2006. En mörgum er eflaust í fersku minni stórkostleg frammistaða Luciano Pavarotti á opnunarhátíð leikanna.
Tórínó er flott borg með sínar stóru breiðgötur og glæsilegu hallir. Það er vel þess virði að sækja borgina heim en þess má geta að straumur ferðamanna til borgarinn hefur stóraukist á undanförnum árum, allt frá því að borgin hélt vetrarólympíuleikana árið 2006. En mörgum er eflaust í fersku minni stórkostleg frammistaða Luciano Pavarotti á opnunarhátíð leikanna.
Í borginni er ennfremur að finna knattspyrnufélagið Juventus og er alveg þess virði að kíkja á spánýjan heimavöll félagsins, sérstaklega þar sem það eru allir smá Juventini inn við beinið. Juventus hefur unnið ítölsku deildina 32 sinnum, oftar en nokkurt annað félag, og með félaginu hafa leikið stjörnur á borð við Platini, Zidane og Del Piero.
Tórínó er mikil matarborg en þar má finna mikið úrval af góðum veitingahúsum, litlum sælkeraverslunum og flottum matarmörkuðum. En þess má geta að Slow Food samtökin voru stofnuð í Tórínó en á vegum hennar haldin í borginni mikil bragðlaukahátíð á hverju ári sem kallast Salone del Gusto.
Í nágrenni Tórínó, nánar tiltekið í Langhe í Piemonte, eru framleidd mörg af bestu vínum Ítalíu ásamt því að matargerð héraðsins er víðfræg með sín frönsku áhrif. Það er því tilvalið að kíkja í vínsmökkun til þorpa á borð við Barolo, Barbaresco, Asti og Alba en þar eru framleidd dásamleg vín úr þrúgum á borð við nebbiolo og barbera.
Tórínó er mikil matarborg en þar má finna mikið úrval af góðum veitingahúsum, litlum sælkeraverslunum og flottum matarmörkuðum. En þess má geta að Slow Food samtökin voru stofnuð í Tórínó en á vegum hennar haldin í borginni mikil bragðlaukahátíð á hverju ári sem kallast Salone del Gusto.
Í nágrenni Tórínó, nánar tiltekið í Langhe í Piemonte, eru framleidd mörg af bestu vínum Ítalíu ásamt því að matargerð héraðsins er víðfræg með sín frönsku áhrif. Það er því tilvalið að kíkja í vínsmökkun til þorpa á borð við Barolo, Barbaresco, Asti og Alba en þar eru framleidd dásamleg vín úr þrúgum á borð við nebbiolo og barbera.