Á miðöldum var Siena stolt, auðugt og herskátt borgríki, allt þar til það lá í valnum fyrir nágrönnum sínum í Flórens árið 1555. Borgin stendur á þremur hæðum sem mynda syðsta hluta svæðisins sem kennt er við Chianti, milli ánna Arbia, Merse og Elsa. Íbúar Siena sem telja tæplega 54.000 eru ennþá mjög stoltir af borginni sinni og borgarhverfunum sem kallast „contrada“. En þessi hverfi mætast einmitt tvisvar á ári í víðfrægum kappreiðum, sem kallast Il Palio, á aðaltorgi borgarinnar Piazza del Campo.
Á sviði menningar og lista hefur Siena spilað stórt hlutverk í gegnum aldirnar, hvort sem við erum að tala um myndlist, höggmyndalist eða arkitektúr. Margir listamenn hafa komið frá Siena í gegnum tíðina og má þar nefna Duccio, Simone Martini, Ambrogio og Pietro Lorenzetti.
Það má með sanni segja að miðborg Siena sé einn allsherjar merkisstaður en það er leitun að betur varðveittri miðborg frá þessum tíma en þess má geta að hún hefur verið sett í heild sinni á Heimsminjaskrá UNESCO. Það er upplifun ganga um þröngar götur borgarinnar, upplifa stemminguna og ímynda sér hvernig borgarlífið hafi verið í nákvæmlega þessu fallega umhverfi fyrir mörgum mörgum öldum.
Á sviði menningar og lista hefur Siena spilað stórt hlutverk í gegnum aldirnar, hvort sem við erum að tala um myndlist, höggmyndalist eða arkitektúr. Margir listamenn hafa komið frá Siena í gegnum tíðina og má þar nefna Duccio, Simone Martini, Ambrogio og Pietro Lorenzetti.
Það má með sanni segja að miðborg Siena sé einn allsherjar merkisstaður en það er leitun að betur varðveittri miðborg frá þessum tíma en þess má geta að hún hefur verið sett í heild sinni á Heimsminjaskrá UNESCO. Það er upplifun ganga um þröngar götur borgarinnar, upplifa stemminguna og ímynda sér hvernig borgarlífið hafi verið í nákvæmlega þessu fallega umhverfi fyrir mörgum mörgum öldum.
Helstu merkisstaðir borgarinnar
Piazza del Campo er einstakt torg í miðborg Siena, í laginu svolítið eins og skel. Þar fer fram hinar heimsfrægu kappreiðar, Il Palio.
Palazzo Pubblico er ráðhús borgarinnar og hefur verið það í u.þ.b. 800 ár. Þar eru að finna margar frægar freskur eftir listamenn á borð við Ambrogio Lorenzetti, Simone Martini og Duccio. Samfastur ráðhúsinu er að finna eitt frægasta kennileiti Siena, turninn Torre del Mangia, sem gnæfir yfir borgina.
Dómkirkja borgarinnar, Duomo di Siena, er algjört meistaraverk. Bygging hennar hófst árið 1196 og lauk ekki fyrr en árið 1348, eða 152 árum síðar. Virkilega þess virði að skoða þetta stolt borgarinnar og tilvalið í lokin að kíkja upp í Il Facciatone og njóta stórkostlegs útsýnis yfir borgina.
Pinacoteca Nazionale er eitt helsta listasafn borgarinnar en þar er að finna mörg af helstu listaverkum borgarinnar frá blómaskeiði hennar.
Palazzo Salimbelli var byggt árið 1472 undir elsta banka heims sem ennþá er starfandi undir sömu merkjum, Banca Monte dei Paschi di Siena.
Piazza del Campo er einstakt torg í miðborg Siena, í laginu svolítið eins og skel. Þar fer fram hinar heimsfrægu kappreiðar, Il Palio.
Palazzo Pubblico er ráðhús borgarinnar og hefur verið það í u.þ.b. 800 ár. Þar eru að finna margar frægar freskur eftir listamenn á borð við Ambrogio Lorenzetti, Simone Martini og Duccio. Samfastur ráðhúsinu er að finna eitt frægasta kennileiti Siena, turninn Torre del Mangia, sem gnæfir yfir borgina.
Dómkirkja borgarinnar, Duomo di Siena, er algjört meistaraverk. Bygging hennar hófst árið 1196 og lauk ekki fyrr en árið 1348, eða 152 árum síðar. Virkilega þess virði að skoða þetta stolt borgarinnar og tilvalið í lokin að kíkja upp í Il Facciatone og njóta stórkostlegs útsýnis yfir borgina.
Pinacoteca Nazionale er eitt helsta listasafn borgarinnar en þar er að finna mörg af helstu listaverkum borgarinnar frá blómaskeiði hennar.
Palazzo Salimbelli var byggt árið 1472 undir elsta banka heims sem ennþá er starfandi undir sömu merkjum, Banca Monte dei Paschi di Siena.
Il Palio – magnaðar kappreiðar eða hreinræktað dýraplagerí
Palio eru frægar kappreiðar sem haldnar eru í borginni tvisvar á ári, annars vegar 2. júlí og hins vegar 16. ágúst. Kappreiðarnar eiga sér langa sögu en þær voru fyrst haldnar árið 1224. Magnaðar kappreiðar í einstöku andrúmslofti. Tíu hestar, tíu knapar og allir ríða berbakt. Sigurvegarinn hlýtur hinn eftirsótta Palio sem er gunnfáni, tileinkaður sjálfri guðsmóðurinni. Svo miklu meira um Il Palio hér.
Palio eru frægar kappreiðar sem haldnar eru í borginni tvisvar á ári, annars vegar 2. júlí og hins vegar 16. ágúst. Kappreiðarnar eiga sér langa sögu en þær voru fyrst haldnar árið 1224. Magnaðar kappreiðar í einstöku andrúmslofti. Tíu hestar, tíu knapar og allir ríða berbakt. Sigurvegarinn hlýtur hinn eftirsótta Palio sem er gunnfáni, tileinkaður sjálfri guðsmóðurinni. Svo miklu meira um Il Palio hér.