San Remo er lítil borg með rétt um 57.000 íbúa, staðsett á ítölsku rivíerunni við Miðjarðarhafið, nánar tiltekið í héraðinu Lígúría. San Remo er vinsæll ferðamannastaður á ítölsku rivíerunni, einungis 38 kílómetrum frá landmærunum við Frakkland. Borgin gengur iðulega undir nafninu „Blómaborgin“ þar sem borgin er stór alþjóðlegur blómaframleiðandi. Í borginni má finna hið fræga spilavíti, Casino San Remo, ásamt því að borgin er þekkt fyrir að vera gestgjafar stærstu tónlistarhátíðar Ítalíu og lengstu hjólreiðakeppni heimi, Milano-San Remo, sem fer öll fram á einungis einum degi.
Casino San Remo
Borgin er þekkt fyrir sitt heimsfræga spilavíti sem kallast einfaldlega Casino San Remo. San Remo er í hugum margra Ítala þeirra eigin Mónakó. Spilavítið hefur verið starfrækt allt frá árinu 1905 í mikilfenglegri byggingu í „Art Nuoveau“ stíl.
Festivale della canzone Italiana di Sanremo
Borgin er líka fræg fyrir sína árlegu tónlistarhátíð, Festivale della canzone italiana di Sanremo, sem fyrst var haldin í borginni árið 1951. Hátíðin hefur verið mikilvægur liður í ítölsku tónlistarlífi en margar af helstu stjörnu Ítalíu slógu í gegn í kjölfar þátttöku sinnar á hátíðinni, t.d. Andrea Bocelli, Laura Pausini og Eros Ramazzotti. En þess má geta að sigurvegari hvers árs tekur þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir hönd Ítalíu.
Milano-San Remod
Hjólreiðakeppnin Milano-San Remo, gengur oft undir nafninðu La Classicissima, hefur verið haldin ár hvert, allt frá árinu 1905. Lagt er af stað frá borginni Mílanó og brunað sem leið liggur til San Remo, alls 298 kílómetrar sem gerir keppnina að þeirri lengstu í heimi sem öll fer fram á einum degi.
Borgin er þekkt fyrir sitt heimsfræga spilavíti sem kallast einfaldlega Casino San Remo. San Remo er í hugum margra Ítala þeirra eigin Mónakó. Spilavítið hefur verið starfrækt allt frá árinu 1905 í mikilfenglegri byggingu í „Art Nuoveau“ stíl.
Festivale della canzone Italiana di Sanremo
Borgin er líka fræg fyrir sína árlegu tónlistarhátíð, Festivale della canzone italiana di Sanremo, sem fyrst var haldin í borginni árið 1951. Hátíðin hefur verið mikilvægur liður í ítölsku tónlistarlífi en margar af helstu stjörnu Ítalíu slógu í gegn í kjölfar þátttöku sinnar á hátíðinni, t.d. Andrea Bocelli, Laura Pausini og Eros Ramazzotti. En þess má geta að sigurvegari hvers árs tekur þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir hönd Ítalíu.
Milano-San Remod
Hjólreiðakeppnin Milano-San Remo, gengur oft undir nafninðu La Classicissima, hefur verið haldin ár hvert, allt frá árinu 1905. Lagt er af stað frá borginni Mílanó og brunað sem leið liggur til San Remo, alls 298 kílómetrar sem gerir keppnina að þeirri lengstu í heimi sem öll fer fram á einum degi.
San Remo er í hnotskurn líflegur ferðamannastaður með miklu úrvali af veitingastöðum og skemmtistöðum sem opnir eru langt fram á nótt.