San Gimignano er falleg miðaldaborg í hjarta Toskana, mitt á milli borganna Siena og Flórens. San Gimignano er borg sem hefur varðveist virkilega vel og er miðbær hennar á heimsminjaskrá UNESCO. Borgin er það lítil að auðvelt er að skoða hana á einum degi en íbúar borgarinnar telja einungis tæplega 8.000 manns. Það er þó svo sannarlega þess virði að dveljast lengur í San Gimignano, ganga um þröngar götur borgarinnar og upplifa stemmingu og andrúmsloft löngu liðinna tíma.
San Gimignano er fræg fyrir sína háu og fallegu turna sem gefa henni sitt einkennandi útlit. Í lok miðalda voru þessir turnar hvorki fleiri né færri en 72 en einungis 14 hafa varðveist til dagsins í dag. En þessir turnar voru byggðir af ríkustu fjölskyldum borgarinnar sem merki um völd þeirra og ríkidæmi. Þetta var svolítil keppni á milli fjölskyldna í þeirri viðleitni að sýnast vera ríkari, stærri og valdameiri en hinar fjölskyldurnar.
Helstu merkisstaðir borgarinnar
Piazza del Duomo er dómkrikjutorg borgarinnar sem umkringt er þúsund ára gömlum turnum.
Piazza della Cisterna er aðaltorg borgarinnar. Þetta er gullfallegt torg, umkringt glæsilegum miðaldabyggingum með fornum steinbrunni á miðju torginu. Þess má geta að á torginu er alltaf útimarkaður á fimmtudögum.
Porta San Giovanni er annað af tveimur fornum borgarhliðum San Gimignano en þar gott að leggja bílnum ef komið er keyrandi.
Pinacoteca Civica er lítið en gullfallegt listasafn er vel þess að skoða.
Torre Grossa er hæsti turn borgarinnar en hann er 54 metrar á hæð og er að finna á dómkirkjutorginu, Piazza del Duomo.
Piazza del Duomo er dómkrikjutorg borgarinnar sem umkringt er þúsund ára gömlum turnum.
Piazza della Cisterna er aðaltorg borgarinnar. Þetta er gullfallegt torg, umkringt glæsilegum miðaldabyggingum með fornum steinbrunni á miðju torginu. Þess má geta að á torginu er alltaf útimarkaður á fimmtudögum.
Porta San Giovanni er annað af tveimur fornum borgarhliðum San Gimignano en þar gott að leggja bílnum ef komið er keyrandi.
Pinacoteca Civica er lítið en gullfallegt listasafn er vel þess að skoða.
Torre Grossa er hæsti turn borgarinnar en hann er 54 metrar á hæð og er að finna á dómkirkjutorginu, Piazza del Duomo.
Í lokin má ekki gleyma þeirri staðreynd að í nágrenni San Gimignano eru framleidd virkilega góð hvítvín úr þrúgunni Vernaccia sem henta m.a. vel með forréttum og ýmsum fiskréttum.