Í héraðinu Trentino-Alto Adige/Südtirol er að finna vatnið Lago di Resia sem varð til þegar stífla var byggð um miðja síðustu öld sem gerði það að verkum að tvö aðskilin vötn sameinuðust í eitt. Frægasta kennileiti Lago di Riesa er fjórtándu aldar klukknaturn, Campanile di Curon, sem hefur staðið tignarlega út í vatninu miðju síðan stíflan komst í gagnið. Á veturna þegar vatnið er ísilagt er hægt að komast alveg að turninum og má þá heyra klukkur hans hringja, algjörlega óháð þeirri staðreynd að þær voru fjarlægðar árið 1950.