Ítalska borgin Pisa er kannski þekktust fyrir sinn fræga Skakka turn en þeir sem halda að hann sé það eina sem borgin hefur upp á að bjóða eru svo sannarlega á villigötum. Pisa er gullfalleg borg sem iðar af lífi og fjölbreyttu mannlífi.
Skakki turninn stendur við torg sem heitir Piazza dei Miracoli, eða Kraftaverkatorgið, en þar má einnig finna m.a. dómkirkju borgarinnar og stærstu kapellu Ítalíu. Frá Piazza dei Miracoli liggur göngugata í gegnum alla borgina sem endar í rauninni við aðal lestarstöðina. Á þessari gönguleið, sem tekur u.þ.b. 30-40 mínútur, má finna fjöldann allan af verslunum, kaffihúsum, veitingastöðum o.s.frv.
Í háskólanum í Pisa eru hvorki fleiri né færri en 60.000 manns á meðan íbúar borgarinnar telja einungis tæplega 90.000 manns. Það má segja að borgin myndi líklega ekki iða jafn mikið af lífi ef ekki væri fyrir öflugt stúdentalífið sem setur mikinn svip á borgina.
Skakki turninn stendur við torg sem heitir Piazza dei Miracoli, eða Kraftaverkatorgið, en þar má einnig finna m.a. dómkirkju borgarinnar og stærstu kapellu Ítalíu. Frá Piazza dei Miracoli liggur göngugata í gegnum alla borgina sem endar í rauninni við aðal lestarstöðina. Á þessari gönguleið, sem tekur u.þ.b. 30-40 mínútur, má finna fjöldann allan af verslunum, kaffihúsum, veitingastöðum o.s.frv.
Í háskólanum í Pisa eru hvorki fleiri né færri en 60.000 manns á meðan íbúar borgarinnar telja einungis tæplega 90.000 manns. Það má segja að borgin myndi líklega ekki iða jafn mikið af lífi ef ekki væri fyrir öflugt stúdentalífið sem setur mikinn svip á borgina.
Helstu merkisstaðir borgarinnar
Piazza dei Miracoli, eða Torg kraftaverkanna, er torg torganna í Pisa. Þar er í fyrsta lagi að finna sjálfan Skakka turninn, Torre Pendente, sem hefur verið við það að leggjast á hliðina í tímanna rás, í öðru lagi hina glæsilegu dómkirkju borgarinnar, Duomo di Pisa, sem einnig er þekkt undir nafninu Primatial, í þriðja lagi stærstu kapellu Ítalíu sem einfaldlega kallast Battistero og í fjórða lagi Campo Santo sem upphaflega var reist sem kirkja sem byggð var á gömlum grafreit en hlutverk hennar átti eftir að breytast á byggingartímanum.
Piazza dei Cavalieri er lítið torg sem umlukið er sögulega mikilvægum byggingum á borð við Palazzo della Carovana, Palazzo dell‘Orologio og Chiesa di Santo Stefano.
Museo di San Matteo er glæsilegt safn sem geymir ómetanleg listaverk borgarinnar og nágrenni, allt frá miðöldum og fram á 16. öld.
Grasagarður háskólans í Pisa, Orto Botanico di Pisa, er einn sá fyrsti sinnar tegundar í Evrópu en hann var gerður árið 1544 fyrir tilstilli Cosimo de Medici. Garðurinn er opinn fyrir hádegi alla virka daga og aðgangur ókeypis.
Áin Arno rennur í gegnum borgina, líkt og hún rennur í gegnum borgirnar Empoli og Flórens. Göturnar meðfram Arno nefnast Lungarnoo Mediceo og Lungarno Pacinotti norðan megin en sunnan megin nefnast þær Lungarno Galilei og Lungarno Gambacorti. Þessar götur setja sterkan svip á borgina, sérstaklega þegar kvölda tekur og götuljósin speglast í ánni. Við þessar götur, sem saman kallast einfaldlega Lungarni, er að finna marga áhugaverða staði, t.d. torgin Piazza Garibaldi og Piazza XX Settembre, kirkjurnar Santa Maria della Spina og Santo Sepolcro.
Piazza dei Miracoli, eða Torg kraftaverkanna, er torg torganna í Pisa. Þar er í fyrsta lagi að finna sjálfan Skakka turninn, Torre Pendente, sem hefur verið við það að leggjast á hliðina í tímanna rás, í öðru lagi hina glæsilegu dómkirkju borgarinnar, Duomo di Pisa, sem einnig er þekkt undir nafninu Primatial, í þriðja lagi stærstu kapellu Ítalíu sem einfaldlega kallast Battistero og í fjórða lagi Campo Santo sem upphaflega var reist sem kirkja sem byggð var á gömlum grafreit en hlutverk hennar átti eftir að breytast á byggingartímanum.
Piazza dei Cavalieri er lítið torg sem umlukið er sögulega mikilvægum byggingum á borð við Palazzo della Carovana, Palazzo dell‘Orologio og Chiesa di Santo Stefano.
Museo di San Matteo er glæsilegt safn sem geymir ómetanleg listaverk borgarinnar og nágrenni, allt frá miðöldum og fram á 16. öld.
Grasagarður háskólans í Pisa, Orto Botanico di Pisa, er einn sá fyrsti sinnar tegundar í Evrópu en hann var gerður árið 1544 fyrir tilstilli Cosimo de Medici. Garðurinn er opinn fyrir hádegi alla virka daga og aðgangur ókeypis.
Áin Arno rennur í gegnum borgina, líkt og hún rennur í gegnum borgirnar Empoli og Flórens. Göturnar meðfram Arno nefnast Lungarnoo Mediceo og Lungarno Pacinotti norðan megin en sunnan megin nefnast þær Lungarno Galilei og Lungarno Gambacorti. Þessar götur setja sterkan svip á borgina, sérstaklega þegar kvölda tekur og götuljósin speglast í ánni. Við þessar götur, sem saman kallast einfaldlega Lungarni, er að finna marga áhugaverða staði, t.d. torgin Piazza Garibaldi og Piazza XX Settembre, kirkjurnar Santa Maria della Spina og Santo Sepolcro.
Að versla í Pisa
Margar helstu verslunum borgarinnar er að finna á Corso Italia sem liggur frá Piazza Vittorio Emanuele II, við lestarstöðina, og lang leiðina að Piazza XX Settembre. Einnig er að finna margar verslanir við götuna Via Borgo Stretto sem liggur frá Piazza del Pozzetto, norðan megin við ánna Arno.
Áhugaverðir staðir í nágrenni Pisa
Það er nánast allt áhugavert í nágrenni Pisa þar sem borgin er staðsett í hjarta héraðsins Toskana. Í næsta nágrenni má finna borgirnar hina gullfallegu Lucca, hafnarborgina Livorno og Viareggio sem er einn vinsælasti strandbær ítölsku riveríunnar. Síðan ef maður fer örlítið lengra, en alls ekki langt, má finna borgirnar Siena með sinn vel varðveitt miðbæ, San Gimignano með alla sína fjórtán turna og svo síðast en ekki síst sjálfa Flórens.
Margar helstu verslunum borgarinnar er að finna á Corso Italia sem liggur frá Piazza Vittorio Emanuele II, við lestarstöðina, og lang leiðina að Piazza XX Settembre. Einnig er að finna margar verslanir við götuna Via Borgo Stretto sem liggur frá Piazza del Pozzetto, norðan megin við ánna Arno.
Áhugaverðir staðir í nágrenni Pisa
Það er nánast allt áhugavert í nágrenni Pisa þar sem borgin er staðsett í hjarta héraðsins Toskana. Í næsta nágrenni má finna borgirnar hina gullfallegu Lucca, hafnarborgina Livorno og Viareggio sem er einn vinsælasti strandbær ítölsku riveríunnar. Síðan ef maður fer örlítið lengra, en alls ekki langt, má finna borgirnar Siena með sinn vel varðveitt miðbæ, San Gimignano með alla sína fjórtán turna og svo síðast en ekki síst sjálfa Flórens.