MINITALIA
  • AFTUR HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • UM MINITALIA

Il Palio - magnaðar kappreiðar eða hreinræktað dýraplagerí

5/12/2015

0 Comments

 
Palio eru frægar kappreiðar sem haldnar eru tvisvar á ári í miðaldaborginni Siena í Toskana, annars vegar 2. júlí og hins vegar 16. ágúst. Kappreiðarnar eiga sér langa sögu en þær voru fyrst haldnar árið 1224. Magnaðar kappreiðar í einstöku andrúmslofti. Tíu hestar, tíu knapar og allir ríða berbakt. Sigurvegarinn hlýtur hinn eftirsótta Palio sem er gunnfáni, tileinkaður sjálfri guðsmóðurinni.
Picture
Kappreiðarnar eru haldnar á Piazza del Campo, aðaltorgi Siena og eigast við hestar og knapar frá 17 hverfum borgarinnar sem kallast á ítölsku "Le Contrade". Í hverjum kappreiðum keppa eingöngu 10 borgarhverfi af 17 en næst mæta til leik sem ekki kepptu síðast og þrjú önnur sem eru einfaldlega dregin úr hattinum. Og svo koll af kolli.
Picture
Kappreiðarnar krefjast mikils undirbúnings þar sem keppnisbrautin er þakin mold og sandi, gríðarstórar stúkur reistar og endalausar æfingar. Spennan magnast endalaust þegar líður að stóra deginum, sjálfum kappreiðunum. Kappreiðarnar standa yfir í einungis 90 sekúndur en farið er þrjá hringi á torginu. Reglurnar einfaldar; hesturinn sem fyrstur kemur í mark vinnur, algjörlega óháð því hvort knapinn sé ennþá á baki eða ekki. Lengd kappreiðanna er þar af leiðandi í hróplegu ósamræmi við allan tímann sem fór í undirbúninginn.
Picture
Kappreiðarnar hafa lengi farið fyrir brjóstið á dýraverndunarsinnum sem segja þær vera hið mesta dýraplagerí. Mögulega hafa þeir eitthvað þeir eitthvað til síns máls því það hefur þurft að fella 48 hesta frá árinu 1970 vegna meiðsla sem þeir hlutu í kappreiðunum.
Picture
Hvað sem öllu líður þá mun Palio verða haldið um ókomna tíð. Þetta er langstærsta hátíð borgarinnar þar sem íbúarnir keppa hatrammlega sín á milli en sameinast á sama tíma í stórfenglegri hátíð. Hátíðin dregur til borgarinnar óendanlegan fjölda ferðamanna og hátíðin fær umfjöllun í fjölmiðlum um allan heim. En eins og Federico Fellini sagði „You people of Siena have a precious thing and in the conflict between your districts lies the heart of your union“.

Hér fyrir neðan gefur að líta myndband frá Il Palio frá árinu 2008:
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - [email protected]