Genóa er sögufræg hafnarborg við Miðjarðarhafið, höfuðborg héraðsins Lígúría, með tæplega 600 þúsund íbúa. Borgin er löng, mjó og liðast í 30 kílómetra eftir ítölsku ríveríunni. Genóa, sem áfangastaður fyrir ferðamenn, hefur oft og iðulega verið í skugganum af borgum eins og Feneyjum og Róm þrátt fyrir glæsilega sögu, áhrifamikil kennileiti og mikla menningararfleið. Borgin hefur lengi verið kölluð „La Superba“, eða sú stolta, vegna sinnar ríku arfleiðar og glæsilegu sögu.
Genóa myndar ásamt borgunum Mílanó og Tórínó hinn svokallaða iðnaðarþríhyrning sem er eitt allra mikilvægasta iðnaðarsvæði Ítalíu og eru þar að finna mörg af stærstu fyrirtækjum landsins.
Genóa myndar ásamt borgunum Mílanó og Tórínó hinn svokallaða iðnaðarþríhyrning sem er eitt allra mikilvægasta iðnaðarsvæði Ítalíu og eru þar að finna mörg af stærstu fyrirtækjum landsins.
Stór hluti af gamla bænum í Genóa var settur á heimsminjaskrá UNESCO árið 2006. En þetta er stærsti borgarhluti í Evrópu sem varðveist hefur frá miðöldum. Þessi gamli borgarhluti einkennist af þröngum götum sem kallast „carruggi“ en það er svo sannarlega þess virði að þræða þessar götur, fylgjast með mannlífinu og upplifa stemminguna. Maður uppgötvar endalaust lítinn fjársjóð á bak við næsta horn, hvert einasta horn.
Genóa er mikil menningarborg, framarlega á sviði lista, tónlistar og matargerðar, og varð borgin m.a. þess heiðurs aðnjótandi að vera menningarborg Evrópu árið 2004. En Genóa er fæðingarstaður manna á borð við Christopher Columbus og Niccolo Paganini.
Genóa er mikil menningarborg, framarlega á sviði lista, tónlistar og matargerðar, og varð borgin m.a. þess heiðurs aðnjótandi að vera menningarborg Evrópu árið 2004. En Genóa er fæðingarstaður manna á borð við Christopher Columbus og Niccolo Paganini.
Helstu merkisstaðir borgarinnar
Torgið Piazza De Ferrari er staðsett í hjarta borgarinnar með glæsilegum gosbrunni á miðju torginu.
Eitt frægasta kennileiti borgarinnar er vitinn La Lanterna sem gnæfir yfir borgina. Lanterna var talinn hæsti viti í heimi frá byggingu hans árið 1543 og allt til ársins 1902.
Carruggi kallast hinar fjölmörgu þröngu götur sem einkenna gamla borgarhlutann. Það er mikil upplifun að þræða þessar götur og anda að sér stemmingu liðinna alda.
Boccadasse er lítið fiskiþorp í útjaðri borgarinnar sem þekkt er fyrir sína litskrúðugu fiskibáta og áhugavert mannlíf.
Gamla hertogahöllin, Palazzo Ducale, var eitt sinn heimili hertogans af Genóa en hýsir í dag listasafn og ýmis konar menningarviðburði.
Sædýrasafnið í Genóa, Acquarium di Genova, er eitt það allra glæsilegasta í allri Evrópu. Það er staðsett við gömlu höfnina sem nú hefur verið endurgerð frá grunni. Safnið er yfir 3.100 fermetrar að flatarmáli og koma þangað meira en 1,2 milljónir gesta á hverju ári.
Í Genóa eru hvorki fleiri né færri en 42 hallir, staðsettar í borginni, sem ganga undir nafninu Palazzi dei Rolli. Ef þið ætlið einungis að skoða eina af þessum höllum þá ætti Palazzo Reale að verða fyrir valinu.
Í borginni eru ennfremur að finna fjölmargar kirkjur sem vert er að skoða, t.d. Cattedrale di San Lorenzo, Santa Maria Assunta, Santa Maria di Castello og Chiesa di Sant‘Agostino.
Helstu söfn borgarinnar
Musei di Strada Nuova er eitt safn sem staðsett er í þremur höllum, þ.e. Palazzo Rosso, Palazzo Bianco og Palazzo Tursi.
Museo di Villa Croce er samtímalistasafn þar sem er að finna yfir 3.000 málverk frá tímabilinu 1939-1980.
Torgið Piazza De Ferrari er staðsett í hjarta borgarinnar með glæsilegum gosbrunni á miðju torginu.
Eitt frægasta kennileiti borgarinnar er vitinn La Lanterna sem gnæfir yfir borgina. Lanterna var talinn hæsti viti í heimi frá byggingu hans árið 1543 og allt til ársins 1902.
Carruggi kallast hinar fjölmörgu þröngu götur sem einkenna gamla borgarhlutann. Það er mikil upplifun að þræða þessar götur og anda að sér stemmingu liðinna alda.
Boccadasse er lítið fiskiþorp í útjaðri borgarinnar sem þekkt er fyrir sína litskrúðugu fiskibáta og áhugavert mannlíf.
Gamla hertogahöllin, Palazzo Ducale, var eitt sinn heimili hertogans af Genóa en hýsir í dag listasafn og ýmis konar menningarviðburði.
Sædýrasafnið í Genóa, Acquarium di Genova, er eitt það allra glæsilegasta í allri Evrópu. Það er staðsett við gömlu höfnina sem nú hefur verið endurgerð frá grunni. Safnið er yfir 3.100 fermetrar að flatarmáli og koma þangað meira en 1,2 milljónir gesta á hverju ári.
Í Genóa eru hvorki fleiri né færri en 42 hallir, staðsettar í borginni, sem ganga undir nafninu Palazzi dei Rolli. Ef þið ætlið einungis að skoða eina af þessum höllum þá ætti Palazzo Reale að verða fyrir valinu.
Í borginni eru ennfremur að finna fjölmargar kirkjur sem vert er að skoða, t.d. Cattedrale di San Lorenzo, Santa Maria Assunta, Santa Maria di Castello og Chiesa di Sant‘Agostino.
Helstu söfn borgarinnar
Musei di Strada Nuova er eitt safn sem staðsett er í þremur höllum, þ.e. Palazzo Rosso, Palazzo Bianco og Palazzo Tursi.
Museo di Villa Croce er samtímalistasafn þar sem er að finna yfir 3.000 málverk frá tímabilinu 1939-1980.
Áhugaverðir staðir í nágrenni borgarinnar
Í nágrenni við Genóa er að finna stórkostlega strandbæi á borð við Camogli, Portofino, Santa Margherita Ligure, Rapallo, Sestri Levante og síðast en ekki síst hið fræga og stórkostlega fjallasvæði Cinque Terre.
Í nágrenni við Genóa er að finna stórkostlega strandbæi á borð við Camogli, Portofino, Santa Margherita Ligure, Rapallo, Sestri Levante og síðast en ekki síst hið fræga og stórkostlega fjallasvæði Cinque Terre.