Þar sem Alparnir teygja sig suður til Ítalíu kúra ítölsku vötnin í allri sinni dýrð milli fjallanna og fegurðin er engu lík. Sum vatnanna eru stór, önnur minni, sum tilheyra alfarið Ítalíu en önnur eiga að auki landamæri að Sviss. Ítölsku vötnin hafa haft mikið aðdráttarafl hjá ferðamönnum og má segja að þau séu meðal vinsælustu ferðamannastaða landsins. Ítölsku vötnin eru paradís fyrir göngu-, hjólreiða- og útivistarfólk með endalausum útivistarmöguleikum í gríðarlega fallegri náttúru. Þekktustu vötnin eru Lago di Garda, Lago di Como, Lago Maggiore, Lago di Lugano, Lago d‘Iseo og Lago d‘Idro og liggja þau frá landamærum Lombardia og Piemonte í vestri að landamærum Lombardia og Veneto í austri.
Lago Maggiore
Ef við byrjum lengst í vestri þá er fyrst að nefna Lago Maggiore sem er 213 ferkílómetrar að stærð sem gerir það næststærst af ítölsku vötnunum. Lago Maggiore er langt og mjótt en það er tæplega 65 kílómetrar að lengd og 3-5 kílómetra breitt nema á milli bæjanna Pallanza og Stresa þar sem það er 10 kílómetrar á breidd. Efsti hluti vatnsins tilheyrir Sviss en landamæri ítölsku héraðanna Lombardia og Piemonte liggja upp eftir vatninu. Það eru margar gulfallegar eyjar í vatninu, t.d. Isola Superiore, Isola Madre, Isola Bella, Isola San Giovanni og eyjarnar Sant Apolinare og Isole di Brissago sem tilheyra Sviss.
Ef við byrjum lengst í vestri þá er fyrst að nefna Lago Maggiore sem er 213 ferkílómetrar að stærð sem gerir það næststærst af ítölsku vötnunum. Lago Maggiore er langt og mjótt en það er tæplega 65 kílómetrar að lengd og 3-5 kílómetra breitt nema á milli bæjanna Pallanza og Stresa þar sem það er 10 kílómetrar á breidd. Efsti hluti vatnsins tilheyrir Sviss en landamæri ítölsku héraðanna Lombardia og Piemonte liggja upp eftir vatninu. Það eru margar gulfallegar eyjar í vatninu, t.d. Isola Superiore, Isola Madre, Isola Bella, Isola San Giovanni og eyjarnar Sant Apolinare og Isole di Brissago sem tilheyra Sviss.
Lago di Lugano
Næst í austur er Lago di Lugano sem er nefnt eftir bænum Lugano sem stendur við vatnið hinum megin við svissnesku landamærin. Lago di Lugano er mun minna en Lago Maggiore, aðeins 49 ferkílómetrar að stærð, en einungis 37% af vatninu tilheyrir Ítalíu en 63% af því tilheyrir Sviss.
Næst í austur er Lago di Lugano sem er nefnt eftir bænum Lugano sem stendur við vatnið hinum megin við svissnesku landamærin. Lago di Lugano er mun minna en Lago Maggiore, aðeins 49 ferkílómetrar að stærð, en einungis 37% af vatninu tilheyrir Ítalíu en 63% af því tilheyrir Sviss.
Lago di Como
Svo er röðin komin að Lago di Como sem er 146 ferkílómetrar að stærð, þriðja stærst af ítölsku vötnunum. Lago di Como er af mörgum talið það fallegasta af þeim og margir vilja meina að það sé það fallegasta í Evrópu. Það er óendanlega djúpt, hvorki meira né minna en 400 metrar og er talið að botn þess liggi 200 metrar undir sjávarmáli.
Lago di Como er umkringt húsum ríka fólksins, vínekrum og skrautgörðum en vatnið hefur verið vinsælt meðal þeirra ríku og frægu allt frá tímum rómverja og í dag á margt frægt fólk glæsihýsi við vatnið, t.d. George Clooney, Richard Branson, Madonna, Julian Lennon og Sylvester Stallone.
Svo er röðin komin að Lago di Como sem er 146 ferkílómetrar að stærð, þriðja stærst af ítölsku vötnunum. Lago di Como er af mörgum talið það fallegasta af þeim og margir vilja meina að það sé það fallegasta í Evrópu. Það er óendanlega djúpt, hvorki meira né minna en 400 metrar og er talið að botn þess liggi 200 metrar undir sjávarmáli.
Lago di Como er umkringt húsum ríka fólksins, vínekrum og skrautgörðum en vatnið hefur verið vinsælt meðal þeirra ríku og frægu allt frá tímum rómverja og í dag á margt frægt fólk glæsihýsi við vatnið, t.d. George Clooney, Richard Branson, Madonna, Julian Lennon og Sylvester Stallone.
Lago d‘Iseo
Þá er röðin komin að fjórða stærsta vatninu, Lago d‘Iseo, sem er rúmlega 65 ferkílómetrar að stærð. Á Lago d‘Iseo er að finna stóra eyja sem kallast Monte Isola og tvær minni sem eru í einkaeigu, Isola di San Paolo og Isola di Loreto. Þrátt fyrir að vatnið sé staðsett á miklu iðnaðarsvæði milli borganna Bergamo og Brescia þá er umhverfið í kringum það gríðarlega fallegt og tilkomumikið.
Þá er röðin komin að fjórða stærsta vatninu, Lago d‘Iseo, sem er rúmlega 65 ferkílómetrar að stærð. Á Lago d‘Iseo er að finna stóra eyja sem kallast Monte Isola og tvær minni sem eru í einkaeigu, Isola di San Paolo og Isola di Loreto. Þrátt fyrir að vatnið sé staðsett á miklu iðnaðarsvæði milli borganna Bergamo og Brescia þá er umhverfið í kringum það gríðarlega fallegt og tilkomumikið.
Lago d‘Idro
Örlítið austar er að finna vatnið Lago d‘Idro sem er einungis tæplega 12 ferkílómetrar að stærð og liggur í um 370 metra hæð yfir sjávarmáli. Lago d‘Idro er fallegt vatn, umlukið tignarlegum fjöllum sem eru skógivaxin upp í hæstu toppa.
Örlítið austar er að finna vatnið Lago d‘Idro sem er einungis tæplega 12 ferkílómetrar að stærð og liggur í um 370 metra hæð yfir sjávarmáli. Lago d‘Idro er fallegt vatn, umlukið tignarlegum fjöllum sem eru skógivaxin upp í hæstu toppa.