Bologna, höfuðborg héraðsins Emilia-Romagna, er sjöunda fjölmennasta borg Ítalíu með rúmlega 384 þúsund íbúa. Borgin er staðsett á suðurhluta Pósléttunnar við rætur Appeníafjallgarðsins. Bologna er falleg og afslöppuð borg með jákvæða orku. Gullfalleg matarkista, stútfull af dásamlegri matargerð og má segja að það sé erfitt að fá slæma máltíð í þessari borg.
Elsti hluti borgarinnar er virkilega vel varðveittur, einn sá stærsti á Ítalíu sem varðveist hefur frá miðöldum. Arkitektúr borgarinnar er stórkostlegur með allar sínar múrsteinsbyggingar en í múrsteinsflóru borgarinnar má sjá endalaus rauð og appelsínugul litbrigði. Það er ekki skrýtið að borgin sé kölluð „Bologna la rossa“ eða hin rauða Bologna.
Helstu merkisstaðir borgarinnar
Torre Asinelli/Torre dei Garisenda, eru eitt af helstu kennileitum borgarinnar. Þessi tveir skökku eru annars vegar hinn 97 metra hái Torre Asinelli og hinsvegar hinn 48 metra hái Torre della Garisenda sem upphaflega 60 metrar á hæð.
Fontana di Nettuno er svo sannarlega eitt af kennileitum borgarinnar en á Piazza del Nettuno safnast fólk saman með tilheyrandi stemmingu.
Santuario della Modonna di San Luca er glæsileg dómkirkja sem staðsett er í hlíðum borgarinnar en þar er flottur útsýnisstaður yfir borgina.
I Portici eru 38 km löng bogagöng, þ.e. yfirbyggðir gangar, við götuna Via dell‘Indipendenza sem liggur frá Piazza Maggiore. Upphaflega voru göngin byggð til að hýsa aðkomufólk og aðra sem áttu ekki í nein hús að venda.
Basilica San Petronio stendur við Piazza Maggiore en hún geymir mikinn fjölda listaverka, þ.á.m. verk eftir Cassini og Domenico Guglielmini og eins kapelluna Bolegnoni.
Giardini Margherita er glæsilegur garður í borginni en yfir sumartímann er starfræktur skemmtistaður í stórri villu sem staðsettur í garðinum.
Orto Botanico er flottur grasagarður þar sem er að finna yfir 5000 plöntur af hinum ýmsu tegundum.
Helstu merkisstaðir borgarinnar
Torre Asinelli/Torre dei Garisenda, eru eitt af helstu kennileitum borgarinnar. Þessi tveir skökku eru annars vegar hinn 97 metra hái Torre Asinelli og hinsvegar hinn 48 metra hái Torre della Garisenda sem upphaflega 60 metrar á hæð.
Fontana di Nettuno er svo sannarlega eitt af kennileitum borgarinnar en á Piazza del Nettuno safnast fólk saman með tilheyrandi stemmingu.
Santuario della Modonna di San Luca er glæsileg dómkirkja sem staðsett er í hlíðum borgarinnar en þar er flottur útsýnisstaður yfir borgina.
I Portici eru 38 km löng bogagöng, þ.e. yfirbyggðir gangar, við götuna Via dell‘Indipendenza sem liggur frá Piazza Maggiore. Upphaflega voru göngin byggð til að hýsa aðkomufólk og aðra sem áttu ekki í nein hús að venda.
Basilica San Petronio stendur við Piazza Maggiore en hún geymir mikinn fjölda listaverka, þ.á.m. verk eftir Cassini og Domenico Guglielmini og eins kapelluna Bolegnoni.
Giardini Margherita er glæsilegur garður í borginni en yfir sumartímann er starfræktur skemmtistaður í stórri villu sem staðsettur í garðinum.
Orto Botanico er flottur grasagarður þar sem er að finna yfir 5000 plöntur af hinum ýmsu tegundum.
Matargerð borgarinnar er víðfræg, „La cucina Bolognese“. En borgin er mikil matarkista og algjör paradís fyrir sælkera heim að sækja. Borgin og nágrenni hennar státar m.a. af réttum á borð við lasagne verdi alla bolognese, tagliatelle al ragú bolognese, tortellini di Bologna og cotoletta bolognese, pastategundir á borð við tagliatelle og tortellini og svo má náttúrulega ekki gleyma mortadella, balsamic edik, hráskinkunni, parmesanostinum og áfram mætti endalaust telja.
Bologna er mikil háskólaborg en í borginni er m.a. starfræktur elsti háskóli Evrópu, stofnaður árið 1088. Háskólar borgarinnar lokka til sín mikinn fjölda stúdenta sem setja líflegan blæ á borgarlífið, næturlíf borgarinnar er fjörugt og fjöldinn allur af tónleikum haldnir í borginni á hverju ári.
Helstu söfn borgarinnar
Það er vel þess virði að kíkja á mikið úrval af söfnum borgarinnar, hægt er að kaupa aðgangskort, Carta Bologna dei Musei, sem veitir aðgang að öllum helstu söfn borgarinnar. Aðgangskortin er hægt að nálgast á öllum söfnum og upplýsingaskrifstofum fyrir ferðamenn, hægt er að kaupa dagskort á 6 evrur og þriggja daga kort kostar 8 evrur.
En helstu söfn borgarinnar eru Morandi safnið (Museo di Morandi) - Fornleifasafnið (Museo Civico Archeologico di Bologna) - Gyðingasafn Bologna (Museo Ebraico) - Nútímalistasafn Bologna (Galleria da Arte Moderna) - Þjóðarlistasafn Bologna (Pinacoteca Nazionale di Bologna) - Ducatisafnið (Museo Ducati)
Það er vel þess virði að kíkja á mikið úrval af söfnum borgarinnar, hægt er að kaupa aðgangskort, Carta Bologna dei Musei, sem veitir aðgang að öllum helstu söfn borgarinnar. Aðgangskortin er hægt að nálgast á öllum söfnum og upplýsingaskrifstofum fyrir ferðamenn, hægt er að kaupa dagskort á 6 evrur og þriggja daga kort kostar 8 evrur.
En helstu söfn borgarinnar eru Morandi safnið (Museo di Morandi) - Fornleifasafnið (Museo Civico Archeologico di Bologna) - Gyðingasafn Bologna (Museo Ebraico) - Nútímalistasafn Bologna (Galleria da Arte Moderna) - Þjóðarlistasafn Bologna (Pinacoteca Nazionale di Bologna) - Ducatisafnið (Museo Ducati)
Að versla í Bologna
Litlar sérverslanir, óreglulega staðsettar, einkenna miðborg Bologna. Úrvalið af slíkum verslunum er mikið en maður þarf að vera með opin augun og fara víða. Helstu verlsunargötur borgarinnar eru Via dell‘Indipendenza, Via Ugo Bassi, Via Rizzoli og Via D‘Azeglio sem liggja allar út frá torginu Piazza Maggiore.
Í verslunarmiðstöðinni Galleria Cavour er að finna úrval af verslunum frá mörgum af helstu tískuhúsunum , t.d. Armani, Gucci, Louis Vuitton og Prada.
Áhugaverðir staðir í nágrenni Bologna
Í nágrenni Bologna er að finna marga áhugaverða staði sem hægt er að kíkja til í dagsferðir, t.d. til strandbæja á borð við Rimini og Riccione og eins borga á borð við Reggio-Emilia, Modena, Ferrara, Parma, Ravenna og svo er ekkert svakalega langt til Flórens.
Litlar sérverslanir, óreglulega staðsettar, einkenna miðborg Bologna. Úrvalið af slíkum verslunum er mikið en maður þarf að vera með opin augun og fara víða. Helstu verlsunargötur borgarinnar eru Via dell‘Indipendenza, Via Ugo Bassi, Via Rizzoli og Via D‘Azeglio sem liggja allar út frá torginu Piazza Maggiore.
Í verslunarmiðstöðinni Galleria Cavour er að finna úrval af verslunum frá mörgum af helstu tískuhúsunum , t.d. Armani, Gucci, Louis Vuitton og Prada.
Áhugaverðir staðir í nágrenni Bologna
Í nágrenni Bologna er að finna marga áhugaverða staði sem hægt er að kíkja til í dagsferðir, t.d. til strandbæja á borð við Rimini og Riccione og eins borga á borð við Reggio-Emilia, Modena, Ferrara, Parma, Ravenna og svo er ekkert svakalega langt til Flórens.