Minitalia hefur tekið saman hvaða skipulögðu ferðir til Ítalíu eru í boði fyrir Ítalíuþyrsta Íslendinga á árinu 2016. Hjá ferðaskirfstofunum í ár eru m.a. í boði ferðir til Feneyja, Cinque Terre, Portofino, Gardavatns, Flórens, Sikileyjar og Rómar. Endilega láta okkur vita ef þið vitið um ferðir sem þið vitið um og eru ekki á listanum hér fyrir neðan.
20.apríl – 27. apríl 2016
Draumasigling um Feneyjar á vegum Bændaferða, verð frá kr. 239.500 (UPPSELT)
Glæsileg sigling um Feneyjar með fljótaskipinu MS Michelangelo. Feneyjar hafa löngum við kallaðar Drottning Adríahafsins, og ekki að ástæðulausu. Á rölti um eyjuna sjálfa verður á vegi okkar allt það sem gerir hana að einum mest eftirsótta ferðamannastað álfunnar. Nánari ferðatilhögun
21. apríl – 25. apríl 2016
Róm – borgin eilífa á vegum Vita, verð frá kr. 129.900
Í Rómarborg er meira að skoða en í nokkurri annarri borg í heiminum og aðeins er hægt að krafla í yfirborðið á fáum dögum. Helsti kostur borgarinnar er þó að stutt er á milli allra áhugaverðu staðanna en það er þægilegt að ganga í Róm og alls staðar eru garðar og torg til að hvíla lúin bein. Nánari ferðatilhögun
21. apríl – 25. apríl 2016
Kampavín og kaloríur í Rómarborg á vegum Vita, verð frá kr. 183.700
Það er kyrrð yfir þessari borg sem ku aldrei sofa, loftið er tært eftir rigningar næturinnar. Glaðbeittir þjónar raða út borðum og stólum og kaffiilmurinn kitlar nef ferðamanna. Róm sem hefur svo margt að geyma og kemur manni sífellt á óvart. Dásamleg ferð í einstakri fararstjórn Sigurlaugar M. Jónasdóttur. Nánari ferðatilhögun
21.maí – 28. maí 2016
Flórens & Toskana á vegum Bændaferða, verða frá kr. 199.900
Borgin Flórens eða „La Bella“ eins og hún er oft nefnd, er ein glæsilegasta lista- og menningarborg Ítalíu, suðræna Toskana héraðið, pálmum prýdd Versilíaströndin og eyjan Elba með gullnu strendur sínar, heilla okkur í þessari spennandi ferð. Nánari ferðatilhögun
28. maí – 4. júní 2016
Portofino & Cinque Terre á vegum Bændaferða, verð frá kr. 244.400
Hér er um að ræða spennandi gönguferð um tvær af fallegustu gönguleiðunum við Miðjarðarhafið, Portofino skagann og Cinque Terre ströndina. Náttúrufegurðin er ólýsanleg. Brattir klettar og höfðar, þaktir ilmandi og litríkum miðjarðarhafsgróðri, spegla sig í túrkisbláum sjónum. Nánari ferðatilhögun
28.maí – 11. júní 2016
Töfrandi ferð um héruðin Calabria og Sikiley á vegum Bændaferða, verð frá kr. 339.900
Glæsileg ferð um Calabria héraðið á Suður-Ítalíu. Ævintýrið hefst í töfrandi borginni Bergamo á Norður-Ítalíu en frá Genúa verður siglt suður til Sikileyjar þar sem við upplifum arabískan blæ fögru borgarinnar Cefalú. Nánari ferðatilhögun
1. júní – 8. júní 2016
Ítölsku vötnin í allri sinni dýrð á vegum Úrval-Útsýn, verð frá 194.900.
Dýrðardvöl við Lago Maggiore og Comovatn. Þar sem Alpafjöllin teygja sig suður á Ítalíu liggja nokkur undurfögur stöðuvötn. Sum þeirra eru stór, önnur minni, sum tilheyra alfarið Ítalíu, önnur eiga líka landamæri að Sviss. Í þessari fallegu ferð gefst einstakt tækifæri til að kynnast nánar þessu svæði á Norður – Ítalíu. Nánari ferðatilhögun
18.júní – 25. júní 2016
Gardavatn – útivist í töfrandi umhverfi á vegum Bændaferða, verð frá kr. 214.700.
Í þessari frábæru útivistarferð við Gardavatn verða helstu dásemdir svæðisins kannaðar og náttúrunnar notið til hins ýtrasta. Ferð fyrir alla sem vilja njóta hressandi hreyfingar í einstöku umhverfi og góðum félagsskap. Nánari ferðatilhögun
15. ágúst – 27. ágúst 2016
Róm og Amalfíströndinni á vegum Bændaferða, verð frá kr. 338.300
Róm, Sorrento, Amalfístöndin og eyjan Caprí eru sannkallaðar draumaperlur Ítalíu, en kynngimögnuð fegurð þessara staða umvefur okkur. Nánari ferðatilhögun
29. ágúst – 11. september 2016
Ítalíudraumur á vegum Bændaferða, verð frá kr. 329.400
Þessi ómótstæðilega ferð er sannkallaður Ítalíudraumur þar sem saman fer hið magnaða hérað Puglia, einstakur arkitektúr svonefndra Trulli húsa og makalaus fegurð Gargano strandar á suðaustur horni Ítalíu. Nánari ferðatilhögun
17. september – 27. september 2016
Gardavatn & Feneyjar á vegum Bændaferða, verð frá kr. 229.900
Gardavatn er ótvírætt einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára, enda líkti Goethe staðnum við himnaríki á jörðu og skyldi engan undra. Nánari ferðatilhögun
18. september – 30. september 2016
Mögnuð sigling um Adríahafið á vegum Vita, verð frá kr. 529.900
Hér er um að ræða magnaða siglingu um Adríahafið með viðkomu á stöðum á borð við Feneyjar, Sikiley, Amalfíströndina, Róm, Flórens ásamt Dubrovnik í Króatíu. Nánari ferðatilhögun
Draumasigling um Feneyjar á vegum Bændaferða, verð frá kr. 239.500 (UPPSELT)
Glæsileg sigling um Feneyjar með fljótaskipinu MS Michelangelo. Feneyjar hafa löngum við kallaðar Drottning Adríahafsins, og ekki að ástæðulausu. Á rölti um eyjuna sjálfa verður á vegi okkar allt það sem gerir hana að einum mest eftirsótta ferðamannastað álfunnar. Nánari ferðatilhögun
21. apríl – 25. apríl 2016
Róm – borgin eilífa á vegum Vita, verð frá kr. 129.900
Í Rómarborg er meira að skoða en í nokkurri annarri borg í heiminum og aðeins er hægt að krafla í yfirborðið á fáum dögum. Helsti kostur borgarinnar er þó að stutt er á milli allra áhugaverðu staðanna en það er þægilegt að ganga í Róm og alls staðar eru garðar og torg til að hvíla lúin bein. Nánari ferðatilhögun
21. apríl – 25. apríl 2016
Kampavín og kaloríur í Rómarborg á vegum Vita, verð frá kr. 183.700
Það er kyrrð yfir þessari borg sem ku aldrei sofa, loftið er tært eftir rigningar næturinnar. Glaðbeittir þjónar raða út borðum og stólum og kaffiilmurinn kitlar nef ferðamanna. Róm sem hefur svo margt að geyma og kemur manni sífellt á óvart. Dásamleg ferð í einstakri fararstjórn Sigurlaugar M. Jónasdóttur. Nánari ferðatilhögun
21.maí – 28. maí 2016
Flórens & Toskana á vegum Bændaferða, verða frá kr. 199.900
Borgin Flórens eða „La Bella“ eins og hún er oft nefnd, er ein glæsilegasta lista- og menningarborg Ítalíu, suðræna Toskana héraðið, pálmum prýdd Versilíaströndin og eyjan Elba með gullnu strendur sínar, heilla okkur í þessari spennandi ferð. Nánari ferðatilhögun
28. maí – 4. júní 2016
Portofino & Cinque Terre á vegum Bændaferða, verð frá kr. 244.400
Hér er um að ræða spennandi gönguferð um tvær af fallegustu gönguleiðunum við Miðjarðarhafið, Portofino skagann og Cinque Terre ströndina. Náttúrufegurðin er ólýsanleg. Brattir klettar og höfðar, þaktir ilmandi og litríkum miðjarðarhafsgróðri, spegla sig í túrkisbláum sjónum. Nánari ferðatilhögun
28.maí – 11. júní 2016
Töfrandi ferð um héruðin Calabria og Sikiley á vegum Bændaferða, verð frá kr. 339.900
Glæsileg ferð um Calabria héraðið á Suður-Ítalíu. Ævintýrið hefst í töfrandi borginni Bergamo á Norður-Ítalíu en frá Genúa verður siglt suður til Sikileyjar þar sem við upplifum arabískan blæ fögru borgarinnar Cefalú. Nánari ferðatilhögun
1. júní – 8. júní 2016
Ítölsku vötnin í allri sinni dýrð á vegum Úrval-Útsýn, verð frá 194.900.
Dýrðardvöl við Lago Maggiore og Comovatn. Þar sem Alpafjöllin teygja sig suður á Ítalíu liggja nokkur undurfögur stöðuvötn. Sum þeirra eru stór, önnur minni, sum tilheyra alfarið Ítalíu, önnur eiga líka landamæri að Sviss. Í þessari fallegu ferð gefst einstakt tækifæri til að kynnast nánar þessu svæði á Norður – Ítalíu. Nánari ferðatilhögun
18.júní – 25. júní 2016
Gardavatn – útivist í töfrandi umhverfi á vegum Bændaferða, verð frá kr. 214.700.
Í þessari frábæru útivistarferð við Gardavatn verða helstu dásemdir svæðisins kannaðar og náttúrunnar notið til hins ýtrasta. Ferð fyrir alla sem vilja njóta hressandi hreyfingar í einstöku umhverfi og góðum félagsskap. Nánari ferðatilhögun
15. ágúst – 27. ágúst 2016
Róm og Amalfíströndinni á vegum Bændaferða, verð frá kr. 338.300
Róm, Sorrento, Amalfístöndin og eyjan Caprí eru sannkallaðar draumaperlur Ítalíu, en kynngimögnuð fegurð þessara staða umvefur okkur. Nánari ferðatilhögun
29. ágúst – 11. september 2016
Ítalíudraumur á vegum Bændaferða, verð frá kr. 329.400
Þessi ómótstæðilega ferð er sannkallaður Ítalíudraumur þar sem saman fer hið magnaða hérað Puglia, einstakur arkitektúr svonefndra Trulli húsa og makalaus fegurð Gargano strandar á suðaustur horni Ítalíu. Nánari ferðatilhögun
17. september – 27. september 2016
Gardavatn & Feneyjar á vegum Bændaferða, verð frá kr. 229.900
Gardavatn er ótvírætt einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára, enda líkti Goethe staðnum við himnaríki á jörðu og skyldi engan undra. Nánari ferðatilhögun
18. september – 30. september 2016
Mögnuð sigling um Adríahafið á vegum Vita, verð frá kr. 529.900
Hér er um að ræða magnaða siglingu um Adríahafið með viðkomu á stöðum á borð við Feneyjar, Sikiley, Amalfíströndina, Róm, Flórens ásamt Dubrovnik í Króatíu. Nánari ferðatilhögun