MINITALIA
  • HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • VÍNDÓMAR
    • ÍTÖLSK VÍNGERÐ
    • VÍNHÉRUÐ ÍTALÍU >
      • SIKILEY
      • PIEMONTE
      • TOSKANA
      • ÚMBRÍA
      • VENETO
    • RAUÐVÍN
    • HVÍTVÍN
    • KOKTEILAR
  • FERÐALÖG
    • AMALFÍ
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • BERGAMO
    • FENEYJAR
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • LÍFSTÍLL
  • UM MINITALIA

IL NOSTRO ROSSO PUGLIA IGT 2015 - LÍFRÆNT, MJÚKT OG ÞÆGILEGT

2/8/2017

0 Comments

 
Það hefur verið stunduð vínrækt í Púglía í fjögur þúsund ár, lengur en í flestum öðrum héruðum Ítalíu. Í Púglía er framleitt meira magn af víni en í nokkru öðru héraði landsins. Á undanförnum árum hefur vínræktin í Púglía tekið stakkaskiptum og framfarirnar verið miklar, þökk sé nýrri tækni og nýjum viðhorfum í vínræktinni.
Picture
Vínið sem hér um ræðir, Il Nostro Rosso Puglia IGT 2015, kemur einmitt frá héraðinu Púglía og er framleitt úr tveimur af helstu þrúgum þess, Negro Amaro og Primitivo, ásamt pínulitlu magni af þrúgunni Malvasia Nera. En þess má geta að þetta vín er einvörðungu framleitt úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Vínið er að hluta til látið þroskast í eikartunnum í sex mánuði áður en því er tappað á flöskur og sett á markað.

Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af rauðum ávexti, kirsuber ríkjandi. Þetta er ávaxtaríkt vín, mjúk tannín og ágætis sýra. Hér er um að ræða létt, mjúkt og þægilegt vín sem hentar vel með ýmsum ítölskum pastaréttum, t.d. Spaghettí með hráskinku, tómötum og chilli.

Il Nostro Rosso Puglia IGT 2015 fær þrjár stjörnur – ÁGÆTIS KAUP á þessu verði, kr. 1.999.
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - kjartan@minitalia.is