Tagliatelle alla boscaiola er flottur fyrsti réttur sem vinnur á með hverjum munnbita. Það má treysta því að í öllum ítölskum réttum kenndum við boscaiola séu alltaf sveppir í einhverri mynd. Þessi réttur er þar engin undantekning og er hann sérstaklega gómsætur á haustin þegar hægt að nota nýtýnda sveppi úr íslenskri náttúru. En þess á milli er vel hægt að notast við gömlu góðu flúðasveppina eða þurrkaða sveppi, annaðhvort innflutta eða íslenska sem týndir hafa verið haustið áður. Ef notast er við þurrkaða sveppi þá er góð regla að nota ca. 10-15 grömm af þurrkuðum sveppum á móti hverjum 100 grömmum af ferskum sveppum.
Hráefni
1) 500 gr tagliatelle 2) 3 msk ólífuolía 3) 3 hvítlauksrif 4) 1 dós af tómötum frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða De Cecco 5) Salt 6) Pipar 7) 400 gr sveppir 8) Steinselja
Aðferð
1) Hitið tvo þriðju hluta ólífuolíunnar, setjið út í hana smátt saxaðan hvítlauk og hitið þá þar til hvítlaukurinn byrjar að fá á sig lit. 2) Bætið tómötunum út á pönnuna ásamt safanum og merjið þá með sleif. 3) Saltið og piprið eftir smekk. 4) Sjóðið duglega í 15 mínútur. 5) Hitið á meðan afganginn af olíunni á annarri pönnu. 6) Skerið sveppina í þunnar sneiðar og bætið þeim út í olíuna. 7) Saltið ögn og látið sveppina malla við vægan hita í 5 mínútur. 8) Bætið við saxaðri steinselju og haldið þessu heitu 9) Sjóðið pastað, gefið því gaum sem á pakkanum stendur og ofsjóðið það ekki. 10) Látið renna af pastanum og setjið það á heitt fat. 11) Hellið tómatsósa yfir pastað og blandið vel saman 12) Setjið pastað á diska, sveppina þar ofan á og berið réttinn strax fram.
1) 500 gr tagliatelle 2) 3 msk ólífuolía 3) 3 hvítlauksrif 4) 1 dós af tómötum frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða De Cecco 5) Salt 6) Pipar 7) 400 gr sveppir 8) Steinselja
Aðferð
1) Hitið tvo þriðju hluta ólífuolíunnar, setjið út í hana smátt saxaðan hvítlauk og hitið þá þar til hvítlaukurinn byrjar að fá á sig lit. 2) Bætið tómötunum út á pönnuna ásamt safanum og merjið þá með sleif. 3) Saltið og piprið eftir smekk. 4) Sjóðið duglega í 15 mínútur. 5) Hitið á meðan afganginn af olíunni á annarri pönnu. 6) Skerið sveppina í þunnar sneiðar og bætið þeim út í olíuna. 7) Saltið ögn og látið sveppina malla við vægan hita í 5 mínútur. 8) Bætið við saxaðri steinselju og haldið þessu heitu 9) Sjóðið pastað, gefið því gaum sem á pakkanum stendur og ofsjóðið það ekki. 10) Látið renna af pastanum og setjið það á heitt fat. 11) Hellið tómatsósa yfir pastað og blandið vel saman 12) Setjið pastað á diska, sveppina þar ofan á og berið réttinn strax fram.