Spaghettí með kræklingi, tómötum, chilli og steinselju er bragðmikill réttur sem bæði er fljótlegur og einfaldur að allri gerð. Allt sem skiptir máli eru góð hráefni. Þar sem ekki er alltaf hægt að nálgast ferskan krækling hér á landi má vel notast við frosinn sem hægt er að nálgast í matvöruverslunum. Frosinn kræklingur er forsoðinn og því kemur ekki eins mikill vökvi úr honum eins og þeim ferska. Það er því gott ráð að bæta 200-300 mi af vatni á pönnuna ásamt skeljunum þegar búið er taka sjálfan kræklinginn úr þeim og látið þetta malla á góðum hita í 10 mínútur.
Hér erum við að tala um sannkallaðan veislurétt úr flottum hráefnum, tilbúinn er á augabragði.
Hér erum við að tala um sannkallaðan veislurétt úr flottum hráefnum, tilbúinn er á augabragði.
Matur fyrir fjóra - Undirbúningur: 5 mínútur - Eldamennska: 15 mínútur
Hráefni fyrir fjóra
1) 500 gr spaghettí 2) 1 kg kræklingur 3) 1 dós af tómötum í dós 4) 2 msk tómatpúrra 5) 2 stk hvítlauksrif, smátt söxuð 6) 1 búnt af steinselju, söxuð smátt 7) 1 meðalstór chillibelgur, saxaður smátt 8) ólífuolía 9) salt 10) pipar
1) 500 gr spaghettí 2) 1 kg kræklingur 3) 1 dós af tómötum í dós 4) 2 msk tómatpúrra 5) 2 stk hvítlauksrif, smátt söxuð 6) 1 búnt af steinselju, söxuð smátt 7) 1 meðalstór chillibelgur, saxaður smátt 8) ólífuolía 9) salt 10) pipar
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á stórri pönnu. 2) Bætið kræklingnum á pönnuna, muna að hreinsa fyrst vel, og eldið hann á tiltölulega háum hita undir loki þar til skeljarnar opnast. 3) Takið skeljarnar af pönnunni þegar þær hafa opnast.
1) Hitið ólífuolíu á stórri pönnu. 2) Bætið kræklingnum á pönnuna, muna að hreinsa fyrst vel, og eldið hann á tiltölulega háum hita undir loki þar til skeljarnar opnast. 3) Takið skeljarnar af pönnunni þegar þær hafa opnast.
4) Takið soðið sem myndast hefur á pönnunni til hliðar. 5) Hreinsið kræklinginn úr skelinni fyrir utan fáeina ef þið viljið hafa þá sem skreytingu þegar þið berið réttinn fram. 6) Svitið hvítlauk og chilli í ólífuolíu á stórri pönnu.
7) Bætið við tómötum í dós saman við ásamt tómatpúrru, blandið vel saman. Hitið fyrst tómatana á háum hita og þegar þeir byrja að sjóða lækkið þið niður í miðlungshita og látið þetta malla í 5 mínútur. 8) Bætið kræklingasoðinu við á þessum tímapunkti ásamt sjálfum kræklingnum. Látið sjóða áfram í 10 mínútur. 9) Á þessum tímapunkti er tilvalið að hefja pastasuðuna. Að þessu sinni notað ég spaghetti nr. 12 frá De Cecco sem þarf 10 mínútna suðutíma.
10) Látið renna af pastanu, setjið það út á pönnuna og hrærið vel saman. 11) Bætið að lokum saxaðri steinselju saman við, 12) blandið öllu vel saman og berið réttinn strax fram.