Nafnið á þessum rétti, Spaghetti alla Puttanesca, mætti þýða sem Spaghettí hórunnar eða Spaghettí portkonunnar ef maður vill nota ögn virðulegra orð yfir það sama. Til að átta sig betur á nafni þessa réttar verður maður að hverfa aftur til sjötta áratugarins þegar hóruhús á Ítalíu voru ríkisrekin. Þessi hóruhús voru kölluð „case chiuse“, eða lokuð hús, enda urðu gluggahlerarnir alltaf að vera lokaðir til að særa ekki sómatilfinningu nágranna og grunlausra vegfarenda. Þessir „opinberu starfsmenn“ unnu langa vinnudaga og höfðu einungis einn dag í viku til að versla. Þessi réttur varð því til úr hinu og þessu, enda hráefnin í þennan rétt hægt að finna á hverju einasta ítalska heimili árið um kring.
Ekki vera hrædd við ansjósurnar, þær eru virkilega góðar í þessum rétti. Hægt er að nálgast ansjósur nokkuð víða en í þetta skiptið keypti ég þær í Hagkaupum.
Ekki vera hrædd við ansjósurnar, þær eru virkilega góðar í þessum rétti. Hægt er að nálgast ansjósur nokkuð víða en í þetta skiptið keypti ég þær í Hagkaupum.
Hráefni
1) 400 gr spaghetti 2) 1 dós af tómötum frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða Del Cecco 3) 2 msk af saxaðri steinselju 4) 8 ansjósuflök, skorin nokkuð smátt 5) 100 gr af svörtum ólífum skornar í sneiðar 6) 4-5 msk af ólífuolíu 7) 1 msk af kapers, skornum í bita 8) Salt 9) 2 hvítlauksgeirar, skornir smátt 10) 1 miðlungsstór saxaður chillibelgur.
Aðferð
1) Hitið ólífuolíuna á stórri pönnu eða potti 2) Bætið við hvítlauknum, ansjósuflökum og loks chilli 3) Látið þetta malla í u.þ.b. 5 mínútur á lágum hita. 4) Nú er komið að því að bæta saman við kapers og ólífunum og látið malla áfram í nokkrar mínútur. 5) Bætið saman við tómötunum og steinseljunni og látið þetta sjóða í 10 mínútur til viðbótar. 5) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 6) Látið renna af pastanu, setjið það útí pottinn með blöndunni góðu og hrærið vel saman. 7) Í lokin má bæta við saxaðri steinselju eftir smekk.
Njótið til hins ýtrasta í faðmi fjölskyldu og vina.
1) 400 gr spaghetti 2) 1 dós af tómötum frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða Del Cecco 3) 2 msk af saxaðri steinselju 4) 8 ansjósuflök, skorin nokkuð smátt 5) 100 gr af svörtum ólífum skornar í sneiðar 6) 4-5 msk af ólífuolíu 7) 1 msk af kapers, skornum í bita 8) Salt 9) 2 hvítlauksgeirar, skornir smátt 10) 1 miðlungsstór saxaður chillibelgur.
Aðferð
1) Hitið ólífuolíuna á stórri pönnu eða potti 2) Bætið við hvítlauknum, ansjósuflökum og loks chilli 3) Látið þetta malla í u.þ.b. 5 mínútur á lágum hita. 4) Nú er komið að því að bæta saman við kapers og ólífunum og látið malla áfram í nokkrar mínútur. 5) Bætið saman við tómötunum og steinseljunni og látið þetta sjóða í 10 mínútur til viðbótar. 5) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 6) Látið renna af pastanu, setjið það útí pottinn með blöndunni góðu og hrærið vel saman. 7) Í lokin má bæta við saxaðri steinselju eftir smekk.
Njótið til hins ýtrasta í faðmi fjölskyldu og vina.