Spaghetti alla Carbonara, eða spaghettí kolagerðarmannsins, er vinsæll réttur upprunninn frá héraðinu Lazio, nánar tiltekið Róm. Þenna dásamlega rétt má finna á næstum hverju einasta ítalska veitingahúsi um gjörvalla heimsbyggðina. Réttinn má finna í ótal útgáfum en þessi rígheldur sig við upprunan sem oftast er nú bestur.
Spaghetti Carbonara er fljótlegur réttur sem aðalhráefnin eru egg, beikon og ostur ásamt vænum skammti af spaghetti. En sagan segir að rétturinn hafi verið fundinn upp fyrir kolagerðarmenn sem staðgóð næring eftir langa og erfiða vinnudaga í skógivöxnum hlíðum Appennínafjalla.
Spaghetti Carbonara er fljótlegur réttur sem aðalhráefnin eru egg, beikon og ostur ásamt vænum skammti af spaghetti. En sagan segir að rétturinn hafi verið fundinn upp fyrir kolagerðarmenn sem staðgóð næring eftir langa og erfiða vinnudaga í skógivöxnum hlíðum Appennínafjalla.
Hráefni handa 4-5
1) 500 gr spaghetti 2) 5 egg 3) 1 msk ólífuolía 4) 25 gr smjör 5) 200 gr beikon 6) 100 gr parmesan og/eða pecorino romano 7) salt 8) svartur pipar
Aðferð
1) Þeytið eggin saman í skál ásamt helmingnum af parmesanostinum og ögn af salti. 2) Hitið olíu og smjör í stórum potti, setjið beikonið út í í litlum bitum og látið það malla hægt þar til fitan er orðin glær. 3) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 4) Látið renna af pastanu, setjið það út í pottinn með beikoninu og hrærið vel saman. 5) Takið pottinn af hitanum, bætið eggjablöndunni saman við og hrærið þar til hver ræma af pasta er þakin gulri sósu. Gott er að bæta við smá pastavatni eftir þörfum 6) Bætið nú við afganginum af ostinum, piprið eftir smekk og berið réttinn strax fram.
1) 500 gr spaghetti 2) 5 egg 3) 1 msk ólífuolía 4) 25 gr smjör 5) 200 gr beikon 6) 100 gr parmesan og/eða pecorino romano 7) salt 8) svartur pipar
Aðferð
1) Þeytið eggin saman í skál ásamt helmingnum af parmesanostinum og ögn af salti. 2) Hitið olíu og smjör í stórum potti, setjið beikonið út í í litlum bitum og látið það malla hægt þar til fitan er orðin glær. 3) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 4) Látið renna af pastanu, setjið það út í pottinn með beikoninu og hrærið vel saman. 5) Takið pottinn af hitanum, bætið eggjablöndunni saman við og hrærið þar til hver ræma af pasta er þakin gulri sósu. Gott er að bæta við smá pastavatni eftir þörfum 6) Bætið nú við afganginum af ostinum, piprið eftir smekk og berið réttinn strax fram.
Með þessum réttir mælir MINITALIA með Villa Antinori IGT 2014
Vínhúsið Marchesi Aninori er einn stærsti og virtasti vínframleiðandi Ítalíu í dag en sögu þess má rekja allt aftur til ársins 1385. Á áttunda áratug síðustu aldar spilaði Marchesi Antinori stóran þátt í „Super-Tuscan“byltingunni og kom fram með vín á borð við Tignanello, Solaia og Guado al Tasso.
Villa Antinori IGT fellur í þennan flokk en það er 55% framleitt úr Sangiovese, 25% úr Cabernet Sauvignon, 15% úr Merlot og 5% úr Syrah. Þetta vín kom fyrst á markað árið 1928 og var þá flokkað sem Chianti Classico. Á árinu 2001 breytti Piero Antinori, núverandi stjórnandi vínhússins, þeim þrúgum sem notaðar eru í þetta vín og samsetningu þeirra. Það var til þess að í dag er það flokkað sem IGT en ekki Chianti Classico DOCG.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af þroskuðum ávexti, kirsuber, sólber og trönuber, tóbak, kaffi og leður. Flottur karakter í góðu jafnvægi, silkimjúk með góðri fyllingu. Fersk sýra, tiltölulega mjúk tannín.
Villa Antinori IGT fellur í þennan flokk en það er 55% framleitt úr Sangiovese, 25% úr Cabernet Sauvignon, 15% úr Merlot og 5% úr Syrah. Þetta vín kom fyrst á markað árið 1928 og var þá flokkað sem Chianti Classico. Á árinu 2001 breytti Piero Antinori, núverandi stjórnandi vínhússins, þeim þrúgum sem notaðar eru í þetta vín og samsetningu þeirra. Það var til þess að í dag er það flokkað sem IGT en ekki Chianti Classico DOCG.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af þroskuðum ávexti, kirsuber, sólber og trönuber, tóbak, kaffi og leður. Flottur karakter í góðu jafnvægi, silkimjúk með góðri fyllingu. Fersk sýra, tiltölulega mjúk tannín.