Spaghetti aglio, olio e pereroncino sem útleggst á íslensku Spaghetti með hvítlauk, olíu og chilli er ofureinfaldur réttur sem ættaður er frá héraðinu Abruzzo. Þennan einfalda rétt er hægt að töfra fram á örskotsstundu og hráefnin nánast alltaf til á hverju einasta ítalska heimili, tilvalinn skyndiréttur ef hungrið kallar.
Hráefni
1) 500 gr spaghetti 2) 1 dl ólífuolía 3) 4 hvítlauksrif, smátt söxuð 4) 2 meðalstórir chillibelgir, smátt saxaðir 5) Salt 6) 3 msk söxuð steinselja
Aðferð
1) Sjóðið pastað í söltuðu, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 2) Hitið á meðan ólífuolíuna og setjið hvítlaukinn út í ásamt chillibelgjunum. Steikið í nokkrar mínútur eða allt þar til hvítlaukurinn orðinn gullinn 3) Látið renna af pastanu um leið og það er soðið, og setjið það í skál. 4) Hellið sósunni brennheitri út á pastað og blandið vel saman. 5) Bætið að lokum við saxaðri steinselju og berið réttinn strax fram.
Njótið vel í góðra vina hópi.
1) 500 gr spaghetti 2) 1 dl ólífuolía 3) 4 hvítlauksrif, smátt söxuð 4) 2 meðalstórir chillibelgir, smátt saxaðir 5) Salt 6) 3 msk söxuð steinselja
Aðferð
1) Sjóðið pastað í söltuðu, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 2) Hitið á meðan ólífuolíuna og setjið hvítlaukinn út í ásamt chillibelgjunum. Steikið í nokkrar mínútur eða allt þar til hvítlaukurinn orðinn gullinn 3) Látið renna af pastanu um leið og það er soðið, og setjið það í skál. 4) Hellið sósunni brennheitri út á pastað og blandið vel saman. 5) Bætið að lokum við saxaðri steinselju og berið réttinn strax fram.
Njótið vel í góðra vina hópi.