Risottó með beikoni og saffran er frábær réttur þar sem beikonið spilar lykilhlutverkið ásamt því að saffranið kemur með skemmtilegt tvist í lokin. Hér erum við að tala um æðislegan rétt sem er allt í senn bragðgóður, fljótlegur og einfaldur. Réttur sem gengur fullkomlega upp!!!
Risottóið kemur frá Norður-Ítalíu, þ.e. frá héruðunum Veneto, Lombardía, Piemonte og Emilia-Romagna en hrísgrjón er helst ræktuð á þeim slóðum. Það er algjörlega lífsnauðsynlegt að nota hrísgrjón af gerðinni arborio eða carnaroli þar sem þau eru sterkjurík og gefa réttu rjómakenndu áferðina. Hrísgrjón af gerðinni arborio og carnaroli eru bæði styttri og þykkari en þau hísgrjón sem við eigum að venjast frá degi til dags.
Það er tiltölulega auðvelt að búa til gott risottó en lykilatriðið er að fara ekki frá pottunum. Það eru óendanlega mörg afbrigði til af þessum dásamlega rétti þótt aðferðin sé ávallt að stærstum hluta sú sama.
Risottóið kemur frá Norður-Ítalíu, þ.e. frá héruðunum Veneto, Lombardía, Piemonte og Emilia-Romagna en hrísgrjón er helst ræktuð á þeim slóðum. Það er algjörlega lífsnauðsynlegt að nota hrísgrjón af gerðinni arborio eða carnaroli þar sem þau eru sterkjurík og gefa réttu rjómakenndu áferðina. Hrísgrjón af gerðinni arborio og carnaroli eru bæði styttri og þykkari en þau hísgrjón sem við eigum að venjast frá degi til dags.
Það er tiltölulega auðvelt að búa til gott risottó en lykilatriðið er að fara ekki frá pottunum. Það eru óendanlega mörg afbrigði til af þessum dásamlega rétti þótt aðferðin sé ávallt að stærstum hluta sú sama.
Hráefni
1) 400 gr arborio grjón 2) 150 gr beikon 3) 1 stk laukur 4) 1/2 tsk saffranþræðir 5) 100 gr smjör 6) 100 gr parmesan 7) ólífuolía 8) 1-1,5 líter grænmetissoð
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á góðri pönnu. 2) Skerið beikonið í litla bita og látið það malla á pönnunni þar til fitan er orðin glær. Leggið til hliðar þar til síðar. 3) Skerið laukinn smátt, hitið ólífuolíu í stórum potti og steikið laukinn í smjörinu á lágum hita þar sem laukurinn má ekki verða brúnn, einungis mjúkur.
1) 400 gr arborio grjón 2) 150 gr beikon 3) 1 stk laukur 4) 1/2 tsk saffranþræðir 5) 100 gr smjör 6) 100 gr parmesan 7) ólífuolía 8) 1-1,5 líter grænmetissoð
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á góðri pönnu. 2) Skerið beikonið í litla bita og látið það malla á pönnunni þar til fitan er orðin glær. Leggið til hliðar þar til síðar. 3) Skerið laukinn smátt, hitið ólífuolíu í stórum potti og steikið laukinn í smjörinu á lágum hita þar sem laukurinn má ekki verða brúnn, einungis mjúkur.
4-5) Bætið grjónunum út í pottinn, hækkið hitann og steikið grjónin í ca. 2 mínútur. 6) Nú er farið að bæta soðinu út í pottinn smátt og smátt, alls ekki of mikið í einu. Núna eru ca. 18 mínútur eftir af eldunartímanum.
7-8) Þegar fimm mínútur eru eftir af eldunartímanum er beikonbitunum bætt út í grjónin og blandað vel saman. 9) Síðan er saffranþráðunum bætt út í pottinn en gott er að bæta út í smá soði um leið til að þræðirnir leysist auðveldlega upp. Haldið er áfram að bæta við soði út eldunartímann.
10) Þegar grjónin eru tilbúin eru þau tekin af hitanum og smjörstykkinu bætt út í pottinn. 11) Að lokum er ostinum bætt við 12) og öllu hrært vel saman.
Meða þessum rétti mælir MINITALIA með Santa Cristina IGT 2018
Vínið sem hér um ræðir, Santa Cristina IGT, kom fyrst á markað árið 1946. Í upphafi var þetta vín skilgreint sem Chianti Classico en frá árinu 1987 var það fyrst skilgreint sem Vino da Tavola en síðan sem IGT en sá flokkur kom til sögunnar árið 1992 í þeim tilgangi að auka frelsi í ítalskri víngerð.
Santa Cristina Toscana IGT 2018 er framleitt mestmegnis úr þrúgunni Sangiovese en að auki er að finna í litlu magni þrúgurnar Cabernet Sauvignon, Syrah og Merlot. Vínið er látið þroskast til helminga á stáltönkum annars vegar og hins vegar eikartunnum þar sem það fær að þroskast í 6 mánuði.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með miklum angan af dökkum berjum, t.d. sólberjum og kirsuberjum, að auki örlar á eik, jörð og jafnvel lyngi. Í munni er vínið ávaxtaríkt, t.d. er þar að finna kirsuber, hindber og sólber. Hér er um að ræða vín í góðu jafnvægi með mjúkum tannínum, flottri sýru, góðri fyllingu og þó nokkru eftirbragði.
Santa Cristina IGT 2018 fær fjórar stjörnur - MJÖG GÓÐ KAUP á þessu verði, kr. 2.398.
Santa Cristina Toscana IGT 2018 er framleitt mestmegnis úr þrúgunni Sangiovese en að auki er að finna í litlu magni þrúgurnar Cabernet Sauvignon, Syrah og Merlot. Vínið er látið þroskast til helminga á stáltönkum annars vegar og hins vegar eikartunnum þar sem það fær að þroskast í 6 mánuði.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með miklum angan af dökkum berjum, t.d. sólberjum og kirsuberjum, að auki örlar á eik, jörð og jafnvel lyngi. Í munni er vínið ávaxtaríkt, t.d. er þar að finna kirsuber, hindber og sólber. Hér er um að ræða vín í góðu jafnvægi með mjúkum tannínum, flottri sýru, góðri fyllingu og þó nokkru eftirbragði.
Santa Cristina IGT 2018 fær fjórar stjörnur - MJÖG GÓÐ KAUP á þessu verði, kr. 2.398.