Um síðastliðna helgi skrapp ég ásamt Kristínu, kærustunni minni, til Mílanó á nýjan leik. Tilefni ferðarinnar var 10 ára „reunion“ hjá gamla bekknum mínum en þótt ótrúlegt megi virðast þá eru liðin 10 ára síðan ég útskrifaðist frá SDA Bocconi. Tíminn flýgur. Dásamlegt að hitta gamla vini sem suma hverja maður hefur ekki hitt í heil 10 ár.
Kristín hafði að auki aldrei komið til borgarinnar og því ekki seinna vænna fyrir hana að uppgötva töfra hennar og stemmingu. Borgin stóðst svo sannarlega þær væntingar sem til hennar voru gerðar og mögulega rúmlega en það. Við dvöldum í fallegri íbúð á stórkostlegum stað með frábæru útsýni, bæði yfir borgina sjálfa og fjallahringinn allt um kring.
Öllum ætti að fara að hlakka til þar sem á næstu dögum og vikum mun ég gera borginni miklu betri skil, bæði í máli og myndum. Enda ekki seinna vænna þar sem beina flugið til borgarinnar fer að byrja á allra næstu vikum.
Öllum ætti að fara að hlakka til þar sem á næstu dögum og vikum mun ég gera borginni miklu betri skil, bæði í máli og myndum. Enda ekki seinna vænna þar sem beina flugið til borgarinnar fer að byrja á allra næstu vikum.