Pizza með spínati, geitaosti og döðlum ásamt ristuðum furuhnetum er virkilega dásamleg samsetning á pizzu. Þessi pizza getur hreinlega ekki klikkað þar sem hvert áleggið er öðru betra og eiginlega algjört klúður ef þessi pizza slær ekki í gegn. Frábær pizza.
Hráefni
1) pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) mozzarella 4) 200 gr spínat 5) slatti af furuhnetum 6) Nokkrar döðlur, skornar í litla bita 6) ricottaostur 7) ólífuolía
Aðferð
1) Ristið furuhnetur á pönnu í fáeinar mínútur 2) Bætið spínatinu á pönnuna og steikið við miðlungshita þar til spínatið er orðið mjúkt. 3) Fletjið svo út pizzudeigið 2) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 3) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 4) Setjið síðan áleggin á pizzuna, þ.e. fyrst spínatið, svo döðlurnar og að lokum ricottaostinum. Gott er að notast við teskeið þegar rjómaostinum er dreift á víð og dreif um pizzuna. 5) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið pizzuna inn í brennandi heitan ofninn. 6) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru náttúrulega yndislegt fyrirbæri og glas af léttu og ávaxtaríku rauðvíni í hópi góðra vina gera þær einungis yndislegri.
1) pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) mozzarella 4) 200 gr spínat 5) slatti af furuhnetum 6) Nokkrar döðlur, skornar í litla bita 6) ricottaostur 7) ólífuolía
Aðferð
1) Ristið furuhnetur á pönnu í fáeinar mínútur 2) Bætið spínatinu á pönnuna og steikið við miðlungshita þar til spínatið er orðið mjúkt. 3) Fletjið svo út pizzudeigið 2) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 3) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 4) Setjið síðan áleggin á pizzuna, þ.e. fyrst spínatið, svo döðlurnar og að lokum ricottaostinum. Gott er að notast við teskeið þegar rjómaostinum er dreift á víð og dreif um pizzuna. 5) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið pizzuna inn í brennandi heitan ofninn. 6) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru náttúrulega yndislegt fyrirbæri og glas af léttu og ávaxtaríku rauðvíni í hópi góðra vina gera þær einungis yndislegri.