Það er virkilega gaman að taka frægar pastasósur, skella þeim á pizzur og athuga hvernig útkoman verður. Það kemur kannski mörgum á óvart að niðurstaðan er nánast undantekningarlaust stórkostleg. Að þessu sinni varð fyrir valinu hin heimsfræga pastasósa, Amatriciana, sem búin var til af mikilli ást og þó nokkurri álúð. Niðurstaðan hreint út sagt frábær, þið verðið að prófa þetta.
Hráefni
1) Pizzadeig, sjá uppskrift hér. 2) Amatriciana-sósa, sjá uppskrift hér 3) Mozzarella 4) Ólífuolía
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Setjið þó nokkuð mikið magn af amatriciana-sósu á botninn. 3) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 4) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið pizzuna inn í brennandi heitan ofninn. 5) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út. 6) Takið pizzuna út úr ofninum og berið strax fram.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru náttúrulega yndislegt fyrirbæri og verða ennþá betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni.
1) Pizzadeig, sjá uppskrift hér. 2) Amatriciana-sósa, sjá uppskrift hér 3) Mozzarella 4) Ólífuolía
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Setjið þó nokkuð mikið magn af amatriciana-sósu á botninn. 3) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 4) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið pizzuna inn í brennandi heitan ofninn. 5) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út. 6) Takið pizzuna út úr ofninum og berið strax fram.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru náttúrulega yndislegt fyrirbæri og verða ennþá betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni.