Penne með tómötum, túnfisk, kapers og ólífum er bragðmikill réttur líkt og margir þeirra rétta sem upprunnir eru frá suðlægum slóðum við Miðjarðarhafið. Mikil ilmur, mikið bragð. Það sem meira er þá þessi réttur óendanlega einfaldur og tilbúin á einungis 20 mínútum.
Matur fyrir fjóra - Undirbúningur: 5 mínútur - Eldamennska: 15 mínútur
Hráefni
1) 400 gr penne 2) 4 msk ólífuolía 3) 1 dós af túnfiski, ca. 200 gr. 4) 2 hvítlauksrif, skorin til helminga 5) 1 stk rauður chilli, rúmlega helmingurinn skorinn smátt en afgangurinn settur útí í heilu. 6) 1 dós af tómötum í dós. 7) 30 stk svartar ólífur, skornar í sneiðar 8) 1 msk af kapers 9) Ein rífleg lúka af ferskri steinselju 10) 1 teskeið sykursalt
Aðferð
1) Hitið ólífuolíuna á pönnu, skerið hvítlauksrifin til helminga og bætið þeim á pönnuna. 2) Bætið saman við hálfum smátt söxuðum chillibelg ásamt hinum helmingnum í heilu. 3) Bætið því næst helmingnum af smátt saxaðri steinseljunni. Látið þetta mýkjast á lágum hita í nokkrar mínútur, verið vakandi að brenna ekki hvítlaukinn.
1) 400 gr penne 2) 4 msk ólífuolía 3) 1 dós af túnfiski, ca. 200 gr. 4) 2 hvítlauksrif, skorin til helminga 5) 1 stk rauður chilli, rúmlega helmingurinn skorinn smátt en afgangurinn settur útí í heilu. 6) 1 dós af tómötum í dós. 7) 30 stk svartar ólífur, skornar í sneiðar 8) 1 msk af kapers 9) Ein rífleg lúka af ferskri steinselju 10) 1 teskeið sykursalt
Aðferð
1) Hitið ólífuolíuna á pönnu, skerið hvítlauksrifin til helminga og bætið þeim á pönnuna. 2) Bætið saman við hálfum smátt söxuðum chillibelg ásamt hinum helmingnum í heilu. 3) Bætið því næst helmingnum af smátt saxaðri steinseljunni. Látið þetta mýkjast á lágum hita í nokkrar mínútur, verið vakandi að brenna ekki hvítlaukinn.
4) Bætið við einni dós af tómötum ásamt teskeið af sykri og látið þetta kraum á meðalhita í 10 mínútur. Þegar sósan hefur fengið að krauma í nokkrar mínútur er kominn tími til að setja pastað ofan í bullsjóðandi saltvatnið. 5) Þegar sósan er búin að sjóða í 10 mínútur er hvítlauksrifin fjarlægð ásamt hálfa chillibelgnum og kominn tími til að bæta ólífunum við 6) ásamt kapers og blandið þessu vel saman við.
7) Strax í kjölfarið er látið renna af túnfisknum og honum bætt út í sósuna góðu 8) ásamt hinum helmingnum af steinseljunni. 9) Blandið öllu vel saman, saltið eftir þörfum og sósan er tilbúin. Látið renna af pastanu, hellið sósunni út á, hrærið vel saman og berið réttinn strax fram.
Hér erum við að tala um matarmikinn rétt sem tilbúinn er á einungis 20 mínútum, einn af þessum réttum sem henta vel þegar óvænta gesti ber að garði. Með þessum rétti hentar vel að drekka ungt og ávaxtaríkt Chianti eða Valpolicella, vín sem henta virkilega vel á móti pastaréttum sem þessum.