Penne með beikon, graskeri rósmaríni, á ítölsku "Penne con zucca, pancetta e rosmarino", er virkilega einfaldur og bragðmikill réttur sem á vissan hátt er svolítið margslunginn. Það er einhver ástarþríhyrningur í gangi þegar grasker, beikon og rósmarín hittast á förnum vegi, smá jólafílingur yfir þessu öllu saman. Góður réttur sem fær svo sannarlega meðmæli á þessum bænum.
Hráefni fyrir fjóra
1) 400 gr penne 2) 120 gr beikon eða pancetta ef það er fáanlegt, skorið í bita 3) 3 stk skallotlaukar, skornir í þunnar sneiðar 4) 1 stk chillibelgur, skorinn í þunnar sneiðar 5) 650 gr grasker, skorið í bita 6) 600 ml grænmetissoð 7) 2 greinar af rósmarín 8) 50 gr parmesan 9) 4 msk ólífuolía 10) Salt
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á pönnu. 2) Bætið beikoninu á pönnuna og steikið í fáeinar mínútur þar til það er örlítið orðið stökkt. 3) Bætið skallotlauknum saman við 4) ásamt chillibelgnum og látið þetta malla áfram á miðlungshita í nokkrar mínútur.
1) 400 gr penne 2) 120 gr beikon eða pancetta ef það er fáanlegt, skorið í bita 3) 3 stk skallotlaukar, skornir í þunnar sneiðar 4) 1 stk chillibelgur, skorinn í þunnar sneiðar 5) 650 gr grasker, skorið í bita 6) 600 ml grænmetissoð 7) 2 greinar af rósmarín 8) 50 gr parmesan 9) 4 msk ólífuolía 10) Salt
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á pönnu. 2) Bætið beikoninu á pönnuna og steikið í fáeinar mínútur þar til það er örlítið orðið stökkt. 3) Bætið skallotlauknum saman við 4) ásamt chillibelgnum og látið þetta malla áfram á miðlungshita í nokkrar mínútur.
5) Bætið nú smátt söxuðu graskerinu á pönnuna, 6) svo grænmetissoðinu 7) ásamt rósmaríngreinunum. Saltið og látið malla við miðlungshita í 20 mínútur. 8) Sjóðið pastað, farið eftir því sem stendur á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Látið renna af pastanu og setjið það út í sósuna, hellið nokkrum dropum af ólífuolíu yfir herlegheitin og blandið vel saman. Stráið að lokum yfir réttinn nýrifnum parmesan og berið réttinn strax fram.