Penne all'Arrabbiata er einfaldur, fljótlegur og bragðgóður réttur, ættaður frá héraðinu Lazio. Sagan segir að þessi réttur hafi orðið til á fimmta áratug síðustu aldar og hefur hún verið rakin til herferðar Ítala til Lýbíu þar sem ítalskir hermenn kynntust sterkkrydduðum mat arabanna. Orðið "arrabbiata" merkir "reiður" á ítölsku sem væntanlega vísar hitann frá chillipiparnum.
Hráefni
1) 400 gr penne 2) 4 msk ólífuolía 3) 1 miðlungsstór laukur (stundum sleppt) 4) 2 hvítlauksrif 5) 1 dós af tómötum frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða Del Cecco 6) 1 sykurmoli 7) salt /svartur pipar 8) 2 chillibelgir 9) 3 msk söxuð steinselja 10) 100 gr pecorino pomano eða parmigiano reggiano.
Aðferð
1) Hitið olíuna og mýkið í henni lauk, hvítlauk og loks chilli. 2) Bætið við tómötum ásamt safa og látið þetta sjóða loklaust við góðan hita í um 15 mín, hrærið öðru hvoru. 3) Bragðið á sósunni og bætið við salti og svörtum pipar ef með þarf. 4) Bætið við saxaðri steinselju áður en rétturinn er borinn fram. 5) Í lokin er valkvætt hvort stráð sé osti yfir réttinn eða ekki.
Njótið í faðmi fjölskyldu og vina.
1) 400 gr penne 2) 4 msk ólífuolía 3) 1 miðlungsstór laukur (stundum sleppt) 4) 2 hvítlauksrif 5) 1 dós af tómötum frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða Del Cecco 6) 1 sykurmoli 7) salt /svartur pipar 8) 2 chillibelgir 9) 3 msk söxuð steinselja 10) 100 gr pecorino pomano eða parmigiano reggiano.
Aðferð
1) Hitið olíuna og mýkið í henni lauk, hvítlauk og loks chilli. 2) Bætið við tómötum ásamt safa og látið þetta sjóða loklaust við góðan hita í um 15 mín, hrærið öðru hvoru. 3) Bragðið á sósunni og bætið við salti og svörtum pipar ef með þarf. 4) Bætið við saxaðri steinselju áður en rétturinn er borinn fram. 5) Í lokin er valkvætt hvort stráð sé osti yfir réttinn eða ekki.
Njótið í faðmi fjölskyldu og vina.