MINITALIA
  • AFTUR HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • UM MINITALIA

Penne all'Arrabbiata

1/8/2014

0 Comments

 
Penne all'Arrabbiata er einfaldur, fljótlegur og bragðgóður réttur, ættaður frá héraðinu Lazio. Sagan segir að þessi réttur hafi orðið til á fimmta áratug síðustu aldar og hefur hún verið rakin til herferðar Ítala til Lýbíu þar sem ítalskir hermenn kynntust sterkkrydduðum mat arabanna. Orðið "arrabbiata" merkir "reiður" á ítölsku sem væntanlega vísar hitann frá chillipiparnum.
Picture
Hráefni
1) 400 gr penne 2) 4 msk ólífuolía 3) 1 miðlungsstór laukur (stundum sleppt) 4) 2 hvítlauksrif 5) 1 dós af tómötum frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða Del Cecco 6) 1 sykurmoli 7) salt /svartur pipar 8) 2 chillibelgir 9) 3 msk söxuð steinselja 10) 100 gr pecorino pomano eða parmigiano reggiano.

Aðferð
1) Hitið olíuna og mýkið í henni lauk, hvítlauk og loks chilli. 2) Bætið við tómötum ásamt safa og látið þetta sjóða loklaust við góðan hita í um 15 mín, hrærið öðru hvoru. 3) Bragðið á sósunni og bætið við salti og svörtum pipar ef með þarf. 4) Bætið við saxaðri steinselju áður en rétturinn er borinn fram. 5) Í lokin er valkvætt hvort stráð sé osti yfir réttinn eða ekki.

Njótið í faðmi fjölskyldu og vina.
0 Comments



Leave a Reply.

© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - [email protected]