Mascarpone er þykkur rjómaostur, upprunninn frá héraðinu Lombardia og má rekja sögu hans allt aftur til 16. aldar. Hann er framleiddur úr kúamjólk, nánar tiltekið með því að hleypa rjóma með sýru, t.d. sítrónusafa eða vínsýru. Mascarpone er notaður í fjöldann allan af réttum frá svæðinu í kringum Mílanó, t.d. er hann ómissandi í hið dásamlega tiramisu og eins er hann mikið notaður til að þykkja risotto í stað smjörs eða parmesan. Macarpone er virkilega góður rjómaostur sem alltaf er gott að hafa við höndina í eldamennskunni.
Það er í rauninni ansi auðvelt að búa til þennan ost í eldhúsinu heima hjá sér, hérna er eitt myndband sem gott er að skoða og svo er hérna annað myndband.