Vínhúsið La Spinetta var stofnað í bænum Castagnole Lanze í héraðinu Piemonte árið 1977 af hjónunum Giuseppe og Lidia Rivetti en í dag hafa þrír synir þeirra tekið við keflinu, þeir Bruno, Carlo og Giorgio. Vínhúsið La Spinetta hefur stækkað töluvert frá stofnun og í dag framleiðir það gæðavín bæði í Piemonte og Toscana.
Vínið La Spinetta Pin er nefnt í höfuðið á Guiseppe Rivetti, stofnanda vínhússins, en gælunafn hans var „Pin“. Vínið er 65% framleitt úr þrúgunni Nebbiolo en 35% úr þrúgunni Barbera d‘Asti. Það er látið þroskast í 16-18 mánuði á nýjum frönskum eikartunnum áður en það er látið þroskast í tvö mánuði að auki á stáltönkum. Síðan hefur vínið látið þroskast í þrjá mánuði á flösku áður en það var sett á markað. Þetta vín getur batnað töluvert við geymslu.
Lýsing: Dökkkirsuberjarautt. Mjúk meðalfylling, þurrt, ferskt, þurrkandi tannín. Berjablámi, jörð, krydd, plóma, bláber, brómber.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
Stephen Tanzer: 91/100– Vinous Antonio Galloni: 91/100 – Wine Spectator: 87/100 – CellarTracker: 90/100
La Spinetta Pin Monferrato Rosso DOC 2005 fæst annars vegar Heiðrúnu og hina vegar í Kringlunni og kostar litlar 6.877 krónur.
Mikilvægt er að umhella víninu með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að gefa víninu tækifæri til að opna sig. Njótið vel með rauðu kjöti, villibráð eða þroskuðum ostum.
Vínið La Spinetta Pin er nefnt í höfuðið á Guiseppe Rivetti, stofnanda vínhússins, en gælunafn hans var „Pin“. Vínið er 65% framleitt úr þrúgunni Nebbiolo en 35% úr þrúgunni Barbera d‘Asti. Það er látið þroskast í 16-18 mánuði á nýjum frönskum eikartunnum áður en það er látið þroskast í tvö mánuði að auki á stáltönkum. Síðan hefur vínið látið þroskast í þrjá mánuði á flösku áður en það var sett á markað. Þetta vín getur batnað töluvert við geymslu.
Lýsing: Dökkkirsuberjarautt. Mjúk meðalfylling, þurrt, ferskt, þurrkandi tannín. Berjablámi, jörð, krydd, plóma, bláber, brómber.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
Stephen Tanzer: 91/100– Vinous Antonio Galloni: 91/100 – Wine Spectator: 87/100 – CellarTracker: 90/100
La Spinetta Pin Monferrato Rosso DOC 2005 fæst annars vegar Heiðrúnu og hina vegar í Kringlunni og kostar litlar 6.877 krónur.
Mikilvægt er að umhella víninu með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að gefa víninu tækifæri til að opna sig. Njótið vel með rauðu kjöti, villibráð eða þroskuðum ostum.