Kjúklingur veiðimannsins, eða Pollo alla cacciatora á ítölsku, er hefðbundinn aðalréttur frá Toscana. Þessi einfaldi réttur er þekktur víða um Ítalíu og þá sérstaklega í hérðunum í norðri. Sum staðar eru gulrætur og/eða sveppir hafðir með í þessum rétti. Þetta er einn af þessum réttum sem er uppruninn er frá hinu fátæka eldhúsi þar sem ósköp venjulegum kjúklingi er breytt á einfaldan hátt í dásamlegan veislumat.
Hráefni
1) 1 kjúklingur, skorinn í stóra bita 2) 1 laukur 3) 3 hvítlauksrif, heil en kramin með hníf 4) 2 greinar af rósmarín 5) 3-4 leggir af sellerí, skornir í stóra bita 6) 1-2 heilir þurrkaðir chillibelgir, fer eftir stærð þeirra 7) 1 dós af tómötum í dós frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða Del Cecco 8) 1 glas af rauðvíni 9) 100 ml ólífuolía 9) salt og pipar 10) Steinselja
Aðferð
1) Setjið ólífuolíuna í pott ásamt smátt söxuðum lauk, hvítlauknum og rósmaríngreinunum og mýkið í 4-5 mínútur 2) Takið ysta lagið af selleríleggjunum, skerið þá í stóra bita og bætið þeim út í pottinn. 3) Bætið kjúklingabitunum út og pressið þá vel ofan í pottinn þannig að þeir steikist vel. 4) Saltið pínulítið 5) Látið kjúklinginn steikjast í ca. 10 mín eða þangað til hann er farinn að verða svolítið brúnn 6) Bætið út í glasi af rauðvíni og látið sjóða upp. 5) Bætið út í dós af tómötum ásamt 1 msk af tómatpúrru. 7) Setjið chillibelgina heila út í pottinn á þessum tímapunkti 8) Látið malla við lágan hita í 40-45 mínútur. 9) Smakkið af og til, saltið og piprið eftir þörfum. 10) Bætið saxaðri steinseljunni við í lok eldunartímans og berið réttinn strax fram.
Njótið vel í faðmi fjölskyldu og vina.
1) 1 kjúklingur, skorinn í stóra bita 2) 1 laukur 3) 3 hvítlauksrif, heil en kramin með hníf 4) 2 greinar af rósmarín 5) 3-4 leggir af sellerí, skornir í stóra bita 6) 1-2 heilir þurrkaðir chillibelgir, fer eftir stærð þeirra 7) 1 dós af tómötum í dós frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða Del Cecco 8) 1 glas af rauðvíni 9) 100 ml ólífuolía 9) salt og pipar 10) Steinselja
Aðferð
1) Setjið ólífuolíuna í pott ásamt smátt söxuðum lauk, hvítlauknum og rósmaríngreinunum og mýkið í 4-5 mínútur 2) Takið ysta lagið af selleríleggjunum, skerið þá í stóra bita og bætið þeim út í pottinn. 3) Bætið kjúklingabitunum út og pressið þá vel ofan í pottinn þannig að þeir steikist vel. 4) Saltið pínulítið 5) Látið kjúklinginn steikjast í ca. 10 mín eða þangað til hann er farinn að verða svolítið brúnn 6) Bætið út í glasi af rauðvíni og látið sjóða upp. 5) Bætið út í dós af tómötum ásamt 1 msk af tómatpúrru. 7) Setjið chillibelgina heila út í pottinn á þessum tímapunkti 8) Látið malla við lágan hita í 40-45 mínútur. 9) Smakkið af og til, saltið og piprið eftir þörfum. 10) Bætið saxaðri steinseljunni við í lok eldunartímans og berið réttinn strax fram.
Njótið vel í faðmi fjölskyldu og vina.