1. Spaghetti með kjötbollum
Þetta er einn af þessum réttum sem hafa orðið til í Bandaríkjunum og hefur verið tengdur við ítalska eldhúsið. Kjötbollur eru vel þekktar á Ítalíu en eru svo sannarlega ekki borðaðar með spaghettí
Hún er skemmtileg sagan af rómverska matreiðslumanninum, Alfredo Di Lelio, sem fann upp þennan rétt á veitingahúsinu sínu við götuna Via dela Scrofa í Róm. Þessi réttur féll í kramið hjá bandarískum túristum og barst hróður hans til Bandaríkjanna svo um munaði. Í dag er þetta einn frægasti "ítalski rétturinn" í Bandaríkjunum þó svo hann þekkist ekki á Ítalíu.
Pizzu með skinku og ananas finnur þú ekki á Ítalíu PUNKTUR!!!
Það er víða algengt að bjóða upp á hvítlauksbrauð með ítölskum mat en ekki á Ítalíu, þú myndir ekki finna svoleiðis þótt þú leitaðir víða. Prófaðu!!!
Á Ítalíu finnur þú ekki neina salatdressingu sem ber nafnið „Ítölsk salatdressing; þar er einungis notuð ólífuolía, salt og edik eða ólífuolíu, salt og balsamik edik eða ólífuolíu, salt og sítrónu. Allar aðrar dressingar eru upprunnar einhvers staðar langt í burtu frá hinni guðdómlegu Ítalíu.